Tvöfalt fleiri reyndust smitaðir í Herjólfi Elma Rut Valtýsdóttir og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 2. ágúst 2021 13:07 Ljóst er að þrjátíu erlendir ferðamenn voru smitaðir um borð í Herjólfi í fyrradag. Vísir/Vilhelm Þrjátíu ferðamenn eru komnir í farsóttahús eftir að hafa greinst með kórónuveiruna um borð í Herjólfi. Hópurinn hafði áður gert tilraun til að ferðast til Vestmannaeyja en kórónuveirufaraldurinn setti strik í reikninginn, segir Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður húsanna. „Það er búið að vera mikið að gera hjá okkur, margir hafa komið á undanförnum dögum og í gær fengum við stóran hóp sem hafði áður reynt að fara til Vestmannaeyja,“ segir Gylfi en fólkið var á leið til Eyja þegar einn fór að finna fyrir einkennum. Allir reyndust þá vera smitaðir og sendir til baka í einangrun í farsóttahúsi. Greint var frá því í gær að fimmtán hafi smitast um borð í Herjólfi, en ljóst er að þeir voru tvöfalt fleiri. Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri Herjólfs sagði í samtali við Vísi í gær að einn úr hópnum hefði byrjað að finna fyrir einkennum skömmu fyrir ferðina til Vestmannaeyja og hópurinn því ákveðið að fara í sýnatöku. Þau hafi samt sem áður haldið af stað til Eyja áður en niðurstöður höfðu borist. Þegar hópurinn var kominn til Vestmannaeyja fengu fimmtán meðlimir hópsins jákvæða niðurstöðu. Ferðamennirnir héldu sér einangruðum inni í rútu og fóru þeir með Herjólfi aftur til Landeyjarhafnar. Um 250 manns eru nú í einangrun í farsóttahúsunum í Reykjavík og um 160 í sóttkví. Gylfi segist gera ráð fyrir að hægt verði að fækka farsóttahúsum þegar ný reglugerð heilbrigðisráðherra tekur gildi en hún kveður á um að farsóttahús verði framvegis aðeins fyrir þá sem þurfa að vera í einangrun. „Þá munum við hugsanlega geta farið að loka húsum hægt og rólega og flytja starfsemina á færri staði sem mun létta mikið undir með okkur vegna þess að við erum að senda starfsfólk út og suður og um allar koppagrundir þannig að það verður mun þægilegra fyrir okkur. Vonandi getum við þá lokað einhverjum húsum,“ segir Gylfi. Aðspurður segir hann verslunarmannahelgina hafa gengið prýðilega, þó mikið hafi verið að gera. „Það hefur svo sem ekki verið neitt froðudiskó hjá okkur en það er búið að ganga mjög vel,“ segir hann. Herjólfur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vestmannaeyjar Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Erlent Fleiri fréttir Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur við Sprengisand „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sjá meira
„Það er búið að vera mikið að gera hjá okkur, margir hafa komið á undanförnum dögum og í gær fengum við stóran hóp sem hafði áður reynt að fara til Vestmannaeyja,“ segir Gylfi en fólkið var á leið til Eyja þegar einn fór að finna fyrir einkennum. Allir reyndust þá vera smitaðir og sendir til baka í einangrun í farsóttahúsi. Greint var frá því í gær að fimmtán hafi smitast um borð í Herjólfi, en ljóst er að þeir voru tvöfalt fleiri. Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri Herjólfs sagði í samtali við Vísi í gær að einn úr hópnum hefði byrjað að finna fyrir einkennum skömmu fyrir ferðina til Vestmannaeyja og hópurinn því ákveðið að fara í sýnatöku. Þau hafi samt sem áður haldið af stað til Eyja áður en niðurstöður höfðu borist. Þegar hópurinn var kominn til Vestmannaeyja fengu fimmtán meðlimir hópsins jákvæða niðurstöðu. Ferðamennirnir héldu sér einangruðum inni í rútu og fóru þeir með Herjólfi aftur til Landeyjarhafnar. Um 250 manns eru nú í einangrun í farsóttahúsunum í Reykjavík og um 160 í sóttkví. Gylfi segist gera ráð fyrir að hægt verði að fækka farsóttahúsum þegar ný reglugerð heilbrigðisráðherra tekur gildi en hún kveður á um að farsóttahús verði framvegis aðeins fyrir þá sem þurfa að vera í einangrun. „Þá munum við hugsanlega geta farið að loka húsum hægt og rólega og flytja starfsemina á færri staði sem mun létta mikið undir með okkur vegna þess að við erum að senda starfsfólk út og suður og um allar koppagrundir þannig að það verður mun þægilegra fyrir okkur. Vonandi getum við þá lokað einhverjum húsum,“ segir Gylfi. Aðspurður segir hann verslunarmannahelgina hafa gengið prýðilega, þó mikið hafi verið að gera. „Það hefur svo sem ekki verið neitt froðudiskó hjá okkur en það er búið að ganga mjög vel,“ segir hann.
Herjólfur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vestmannaeyjar Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Erlent Fleiri fréttir Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur við Sprengisand „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sjá meira