Rétt nær að standa við gamalt loforð með skáldsögu fyrir sjötugt Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 31. júlí 2021 07:00 Gróa með fyrstu skáldsöguna. Hún er ansi sátt með útkomuna og lofar hér öðruvísi skáldsögu. aðsend Að fara á eftirlaun getur reynst þeim erfitt sem eru fullfrískir og orkumiklir og vilja ekki sitja aðgerðalausir heilu og hálfu dagana. Gróa Finnsdóttir er ein þeirra en hún deyr ekki ráðalaus og mun nú eftir helgi efna gamalt loforð með útgáfu sinnar fyrstu skáldsögu rétt fyrir sjötíu ára afmælisdaginn. Þannig leggur hún í leiðinni grunn að nýjum starfsferli sínum sem rithöfundur á eftirlaunaaldrinum. „Ég var búin að ákveða með sjálfri mér að ég ætlaði að vera búin að gefa út bók þegar ég yrði sjötug. Og ég rétt hafði það!“ segir Gróa, sem verður sjötug þann 12. ágúst næstkomandi, í samtali við Vísi. Hún lætur af störfum sínum sem bókasafns- og upplýsingafræðingur hjá Þjóðminjasafninu í lok ágústmánaðar eftir 33 ár í starfi. Og þegar fer að síga svo á lokakafla starfsferilsins fer maður að hafa meiri tíma til að sinna öðrum áhugamálum – skrifum í tilviki Gróu. Fyrsta skáldsaga hennar, Hylurinn, kemur út eftir helgi hjá forlaginu Sæmundi og þegar Gróa er spurð út í það er hún ekki frá því að hún hafi hreinlega gengið með drauminn um að gefa út skáldsögu, kannski ómeðvitað, allt frá því hún var unglingur. Hér er kápa bókarinnar. sæmundur „Og hún var nú búin að velkjast lengi um í hausnum á mér, þessi bók,“ segir Gróa. Hún hafi verið að dunda sér við að skrifa hana í um tíu ár. „Ég er búin að vera að skrifa þetta svona öðru hvoru og ekkert vitað hvað yrði úr þessu, kannski yrði þetta saga. Svo hef ég verið að sýna vinum mínum og fjölskyldu þetta og þau hvatt mig eindregið til að gefa bara út. Svo ég kýldi á það.“ Bókin segir sögur hins skyggna Snorra annars vegar og bóndadótturinnar Sólrúnar hins vegar í sitthvoru lagi en sögur þeirra fléttast svo saman á endanum. Snorri er þó aðalnúmerið hér. Sögusviðið er Borgarnes, þar sem Gróa bjó lengi. Henni fannst hún skulda Borgnesingum eins og eina góða skáldsögu. Þær hafa ekki verið margar gefnar út sem gerast í bænum. Hvernig saga er þetta? „Ég get allavega lofað því að þessi bók er öðruvísi. Hún er ekki svona hrein glæpasaga og þetta er ekki heldur svona próblemasaga… en hún drepur á ýmsu,“ segir Gróa. Söguna þyrfti þó eflaust að flokka sem spennusögu: „Já, það eru framdir glæpir. Ég vil náttúrulega ekki vera að segja of mikið… en svo er þessi spurning líka alltaf í loftinu: Hvenær fremur maður glæp og hvenær fremur maður ekki glæp? Hvenær drepur maður mann og hvenær drepur maður ekki mann?“ segir hún dularfull í bragði. Mamma var skyggn Yfirnáttúran spilar sinn þátt í verkinu enda aðalpersónan skyggn. „Ég er svona eins og flestir Íslendingar held ég, ekki kirkjurækin en hef nú einhverja trú,“ segir Gróa. „Ég er náttúrulega alls ekki skyggn eins og Snorri en hef aðeins orðið vör við ýmislegt í kringum mig. Við skulum segja að ég hafi séð aðeins meira en normalt geti talist. Mamma mín var hins vegar skyggn og sá fyrir um hluti. Hún sagði aldrei nokkrum manni frá þessu en gaf kannski góð ráð stundum. Kannski hún mamma spili dálítið inni í hvernig ég læt hann Snorra vera í bókinni,“ heldur hún áfram. Gróa kveður bókasafn Þjóðminjasafnsins eftir 33 ár í starfi sem upplýsinga- og bókasafnsfræðingur.Íris Rut Bergmann Laus við próblematík á þessum aldri Hún Gróa er bókelsk með meiru og hefur í rúma þrjá áratugi starfað í kringum bækur og þegar hún er ekki í vinnunni situr hún iðulega við lestur eða skrif. En þó hún verði sjötug í ágúst er kraftur hennar hvergi nær á þrotum. Hún býst því við að rithöfundarstarfið taki við á fullu þegar hún hættir á bókasafninu og er þegar byrjuð á næstu sögu. „Það er svona þegar maður er fullfrískur sjötugur, alveg fullur af orku eins og unglingur… þá verður maður að hafa eitthvað að gera,“ segir hún glöð í bragði. „Þá er þetta tilvalið. Að gerast rithöfundur nú þegar maður er orðinn þroskaður og gáfaður og laus við alls konar próblematík. Ég fer bara að verða frjáls manneskja og hlakka bara til.“ Menning Bókmenntir Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
„Ég var búin að ákveða með sjálfri mér að ég ætlaði að vera búin að gefa út bók þegar ég yrði sjötug. Og ég rétt hafði það!“ segir Gróa, sem verður sjötug þann 12. ágúst næstkomandi, í samtali við Vísi. Hún lætur af störfum sínum sem bókasafns- og upplýsingafræðingur hjá Þjóðminjasafninu í lok ágústmánaðar eftir 33 ár í starfi. Og þegar fer að síga svo á lokakafla starfsferilsins fer maður að hafa meiri tíma til að sinna öðrum áhugamálum – skrifum í tilviki Gróu. Fyrsta skáldsaga hennar, Hylurinn, kemur út eftir helgi hjá forlaginu Sæmundi og þegar Gróa er spurð út í það er hún ekki frá því að hún hafi hreinlega gengið með drauminn um að gefa út skáldsögu, kannski ómeðvitað, allt frá því hún var unglingur. Hér er kápa bókarinnar. sæmundur „Og hún var nú búin að velkjast lengi um í hausnum á mér, þessi bók,“ segir Gróa. Hún hafi verið að dunda sér við að skrifa hana í um tíu ár. „Ég er búin að vera að skrifa þetta svona öðru hvoru og ekkert vitað hvað yrði úr þessu, kannski yrði þetta saga. Svo hef ég verið að sýna vinum mínum og fjölskyldu þetta og þau hvatt mig eindregið til að gefa bara út. Svo ég kýldi á það.“ Bókin segir sögur hins skyggna Snorra annars vegar og bóndadótturinnar Sólrúnar hins vegar í sitthvoru lagi en sögur þeirra fléttast svo saman á endanum. Snorri er þó aðalnúmerið hér. Sögusviðið er Borgarnes, þar sem Gróa bjó lengi. Henni fannst hún skulda Borgnesingum eins og eina góða skáldsögu. Þær hafa ekki verið margar gefnar út sem gerast í bænum. Hvernig saga er þetta? „Ég get allavega lofað því að þessi bók er öðruvísi. Hún er ekki svona hrein glæpasaga og þetta er ekki heldur svona próblemasaga… en hún drepur á ýmsu,“ segir Gróa. Söguna þyrfti þó eflaust að flokka sem spennusögu: „Já, það eru framdir glæpir. Ég vil náttúrulega ekki vera að segja of mikið… en svo er þessi spurning líka alltaf í loftinu: Hvenær fremur maður glæp og hvenær fremur maður ekki glæp? Hvenær drepur maður mann og hvenær drepur maður ekki mann?“ segir hún dularfull í bragði. Mamma var skyggn Yfirnáttúran spilar sinn þátt í verkinu enda aðalpersónan skyggn. „Ég er svona eins og flestir Íslendingar held ég, ekki kirkjurækin en hef nú einhverja trú,“ segir Gróa. „Ég er náttúrulega alls ekki skyggn eins og Snorri en hef aðeins orðið vör við ýmislegt í kringum mig. Við skulum segja að ég hafi séð aðeins meira en normalt geti talist. Mamma mín var hins vegar skyggn og sá fyrir um hluti. Hún sagði aldrei nokkrum manni frá þessu en gaf kannski góð ráð stundum. Kannski hún mamma spili dálítið inni í hvernig ég læt hann Snorra vera í bókinni,“ heldur hún áfram. Gróa kveður bókasafn Þjóðminjasafnsins eftir 33 ár í starfi sem upplýsinga- og bókasafnsfræðingur.Íris Rut Bergmann Laus við próblematík á þessum aldri Hún Gróa er bókelsk með meiru og hefur í rúma þrjá áratugi starfað í kringum bækur og þegar hún er ekki í vinnunni situr hún iðulega við lestur eða skrif. En þó hún verði sjötug í ágúst er kraftur hennar hvergi nær á þrotum. Hún býst því við að rithöfundarstarfið taki við á fullu þegar hún hættir á bókasafninu og er þegar byrjuð á næstu sögu. „Það er svona þegar maður er fullfrískur sjötugur, alveg fullur af orku eins og unglingur… þá verður maður að hafa eitthvað að gera,“ segir hún glöð í bragði. „Þá er þetta tilvalið. Að gerast rithöfundur nú þegar maður er orðinn þroskaður og gáfaður og laus við alls konar próblematík. Ég fer bara að verða frjáls manneskja og hlakka bara til.“
Menning Bókmenntir Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira