Sport

Heimsmeistarinn með kórónuveiruna og missir af Ólympíuleikunum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sam Kendricks var sigurstranglegur á leikunum en má nú ekki keppa eftir kórónuveirusmit.
Sam Kendricks var sigurstranglegur á leikunum en má nú ekki keppa eftir kórónuveirusmit. AP/Charlie Riedel

Bandaríski stangarstökkvarinn Sam Kendricks verður ekki með á Ólympíuleikunum í Tókýó eftir að hann greindist með COVID-19.

Kendricks var kominn til Tókýó en er nú kominn í einangrun á hóteli. Hann nýtur þar stuðnings bandaríska frjálsíþróttasambandsins.

Faðir Kendricks sagði frá því að sonur sinn sýndi engin einkenni en hafi fengið að vita af jákvæðu prófi og að það þýddi að hann fengi ekki að keppa á leikunum. Ólympíusamband Bandaríkjanna staðfesti seinna þær fréttir.

Sam Kendricks er tvöfaldur heimsmeistari í stangarstökki en hann vann síðasta heimsmeistaratitilinn, sem var árið 2019, með því að stökkva 5,95 metra. Hann setti bandaríska metið sama ár með því að stökkva 6,06 metra.

Kendricks vann bronsverðlaun á Ólympíuleikunum í Ríó fyrir fimm árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×