Gróðureldar brenna í Suður-Evrópu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. júlí 2021 14:12 Meira en 35 þúsund hektarar hafa orðið gróðureldum að bráð á Spáni það sem af er ári. Getty/Carlos Gil Andreu Miklir gróðureldar brenna nú víða í Suður-Evrópu og hafa hvassir vindar og mikill hiti ekki hjálpað til í baráttunni gegn eldtungunum. Á sama tíma heyja ríki í norðurhluta Evrópu enn baráttu við úrhellisrigningar og flóð. Kyriakos Mitsotakis, forsætisráðherra Grikklands, tilkynnti í dag að slökkviliðsmenn hafi barist við meira en fimmtíu elda á undanförnum sólarhring og líklegt sé að enn fleiri eldar kvikni á næstu dögum vegna hitabylgju sem er í kortunum. Fréttastofa Reuters greinir frá. „Ég vil ítreka það að ágúst verður erfiður mánuður,“ sagði forsætisráðherrann í dag. „Þess vegna er svo mikilvægt fyrir okkur að vera í viðbragðsstöðu þar til þetta tímabil er yfirstaðið.“ Slökkviliðið í Grikklandi lýsti því yfir í dag að vanræksla á sveitabæjum og framkvæmdasvæðum hafi orðið til þess að einhverjir eldar hafi kviknað. Flestir eldanna hafa brunnið í suðurhluta Peloponnese héraðsins en engir hafa farist í eldunum. Auk eldanna í Grikklandi hafa eldar logað á Sardiníu og Sikiley í Ítalíu. Slökkviliðið á Sardiníu hefur notið aðstoðar slökkviliðsflugvéla frá Frakklandi og Grikklandi, sem hafa barist gegn eldunum úr lofti. Meira en fjögur þúsund hektarar af skóglendi hafa orðið eldunum að bráð og meira en 350 manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna eldanna. Þá kviknuðu eldar nærri bænum Erice á Sikiley í dag. Meira en 1.500 hektarar af skóglendi hafa brunnið í Katalóníu á Spáni um helgina og tugir hafa þurft að flýja heimili sín. Tekist hefur þó að slökkva lang flesta eldana í dag. Þá hafa meira en 2.500 hektarar brunnið í Lietor á Spáni undanfarna daga áður en slökkviliði tókst að ráða niðurlögum eldanna þar. Á þessu ári hafa meira en 35 þúsund hektarar af landi brunnið á Spáni. Náttúruhamfarir í Evrópu hafa verið mikið í fréttum undanfarið en flóð eftir hamfararigningar riðu yfir Þýskaland, Belgíu, Austurríki og fleiri lönd í Vestur-Evrópu í síðustu viku. Hátt í 200 fórust í flóðunum. Þá hafa úrhellisrigningar í Englandi og Wales leikið landsmenn grátt og breyttust götur Lundúna í ár í nótt og í morgun. Spánn Grikkland Ítalía Náttúruhamfarir Gróðureldar í Grikklandi Tengdar fréttir Ólíklegt að fleiri finnist á lífi eftir flóðin Björgunarsveitir í Þýskalandi telja ólíklegt að þær finni fleiri á lífi í rústum bæjanna sem urðu fyrir barðinu á flóðunum í Þýskalandi. Minnst 170 fórust í hamförunum í síðustu viku, sem eru þær verstu sem riðið hafa yfir landið í meira en hálfa öld. Hundruða er enn saknað. 21. júlí 2021 08:17 Drónamyndband sýnir eyðilegginguna í Þýskalandi Myndband sem tekið er á dróna í bænum Erfstadt-Blessem í vesturhluta Þýskalands sýnir glögglega hversu mikil eyðilegging hefur orðið að völdum mikilla flóða eftir úrhellisrigningu á svæðinu. 16. júlí 2021 13:38 Mest lesið Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Sjá meira
Kyriakos Mitsotakis, forsætisráðherra Grikklands, tilkynnti í dag að slökkviliðsmenn hafi barist við meira en fimmtíu elda á undanförnum sólarhring og líklegt sé að enn fleiri eldar kvikni á næstu dögum vegna hitabylgju sem er í kortunum. Fréttastofa Reuters greinir frá. „Ég vil ítreka það að ágúst verður erfiður mánuður,“ sagði forsætisráðherrann í dag. „Þess vegna er svo mikilvægt fyrir okkur að vera í viðbragðsstöðu þar til þetta tímabil er yfirstaðið.“ Slökkviliðið í Grikklandi lýsti því yfir í dag að vanræksla á sveitabæjum og framkvæmdasvæðum hafi orðið til þess að einhverjir eldar hafi kviknað. Flestir eldanna hafa brunnið í suðurhluta Peloponnese héraðsins en engir hafa farist í eldunum. Auk eldanna í Grikklandi hafa eldar logað á Sardiníu og Sikiley í Ítalíu. Slökkviliðið á Sardiníu hefur notið aðstoðar slökkviliðsflugvéla frá Frakklandi og Grikklandi, sem hafa barist gegn eldunum úr lofti. Meira en fjögur þúsund hektarar af skóglendi hafa orðið eldunum að bráð og meira en 350 manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna eldanna. Þá kviknuðu eldar nærri bænum Erice á Sikiley í dag. Meira en 1.500 hektarar af skóglendi hafa brunnið í Katalóníu á Spáni um helgina og tugir hafa þurft að flýja heimili sín. Tekist hefur þó að slökkva lang flesta eldana í dag. Þá hafa meira en 2.500 hektarar brunnið í Lietor á Spáni undanfarna daga áður en slökkviliði tókst að ráða niðurlögum eldanna þar. Á þessu ári hafa meira en 35 þúsund hektarar af landi brunnið á Spáni. Náttúruhamfarir í Evrópu hafa verið mikið í fréttum undanfarið en flóð eftir hamfararigningar riðu yfir Þýskaland, Belgíu, Austurríki og fleiri lönd í Vestur-Evrópu í síðustu viku. Hátt í 200 fórust í flóðunum. Þá hafa úrhellisrigningar í Englandi og Wales leikið landsmenn grátt og breyttust götur Lundúna í ár í nótt og í morgun.
Spánn Grikkland Ítalía Náttúruhamfarir Gróðureldar í Grikklandi Tengdar fréttir Ólíklegt að fleiri finnist á lífi eftir flóðin Björgunarsveitir í Þýskalandi telja ólíklegt að þær finni fleiri á lífi í rústum bæjanna sem urðu fyrir barðinu á flóðunum í Þýskalandi. Minnst 170 fórust í hamförunum í síðustu viku, sem eru þær verstu sem riðið hafa yfir landið í meira en hálfa öld. Hundruða er enn saknað. 21. júlí 2021 08:17 Drónamyndband sýnir eyðilegginguna í Þýskalandi Myndband sem tekið er á dróna í bænum Erfstadt-Blessem í vesturhluta Þýskalands sýnir glögglega hversu mikil eyðilegging hefur orðið að völdum mikilla flóða eftir úrhellisrigningu á svæðinu. 16. júlí 2021 13:38 Mest lesið Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Sjá meira
Ólíklegt að fleiri finnist á lífi eftir flóðin Björgunarsveitir í Þýskalandi telja ólíklegt að þær finni fleiri á lífi í rústum bæjanna sem urðu fyrir barðinu á flóðunum í Þýskalandi. Minnst 170 fórust í hamförunum í síðustu viku, sem eru þær verstu sem riðið hafa yfir landið í meira en hálfa öld. Hundruða er enn saknað. 21. júlí 2021 08:17
Drónamyndband sýnir eyðilegginguna í Þýskalandi Myndband sem tekið er á dróna í bænum Erfstadt-Blessem í vesturhluta Þýskalands sýnir glögglega hversu mikil eyðilegging hefur orðið að völdum mikilla flóða eftir úrhellisrigningu á svæðinu. 16. júlí 2021 13:38
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent