Liðsmenn Everton sagðir vilja að Gylfi verði nafngreindur Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. júlí 2021 09:35 Leikmenn knattspyrnuliðins Everton eru sagðir mjög ósáttir með þa að Gylfi Þór Sigurðsson, sem grunaður er um kynferðisbrot gegn barni, hafi ekki verið nefndur á nafn. Getty/Michael Regan Liðsmenn knattspyrnufélagsins Everton hafa kallað eftir því að liðsfélagi þeirra, sem handtekinn var fyrir viku grunaður um kynferðisbrot gegn barni og heimildir Vísis staðfesta að sé Gylfi Þór Sigurðsson, verði nefndur á nafn. Þetta segir í fréttum bresku slúðurblaðanna The Sun og Mirror. Af lagalegum ástæðum hefur Gylfi ekki verið nefndur á nafn í breskum fjölmiðlum. Lögreglan í Manchester hefur ekki staðfest að um Gylfa sé að ræða, meðal annars í samskiptum við fréttastofu, vegna rannsóknarhagsmuna. Leikmennirnir eru einnig sagðir mjög ósáttir með það að hafa verið bannað að tala við Gylfa. Einn lýsir því að hafa misst af fimm símtölum frá Gylfa, sem hann mátti ekki svara og er sagður bálreiður yfir því. Lögreglan í Manchester lýsti því yfir á mánudag að hún hefði handtekið 31 árs gamlan knattspyrnumann í tengslum við málið. Everton staðfesti svo síðar þann dag að um leikmann liðsins væri að ræða. Hann væri fjölskyldumaður og landsliðsleikmaður í sínu heimalandi. Að sögn heimildamanna Sun hafa liðsmenn Everton krafið yfirmenn sína hjá knattspyrnuliðinu að nefna Gylfa opinberlega. Þeir séu mjög ósáttir með óvissuna sem ríki vegna þess að hann hafi ekki verið nafngreindur og að einhverjir liðsmenn Everton hafi verið nefndir í sambandi við málið, þar á meðal Fabian Delph, sem er eini liðsmaðurinn utan Gylfa sem er 31 árs gamall. „Markaðsefni með andliti hins grunaða var fjarlægt úr búðarhillum í heimalandi hans – og það kom í ljós á miðvikudag að eiginkona hans yfirgaf þriggja milljóna punda heimili þeirra en leikmaðurinn er undir eftirliti utan heimilis síns,“ segir í frétt The Sun. Enski boltinn Kynferðisofbeldi England Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Delph sagður æfur vegna yfirlýsingar Everton Fabian Delph, liðsfélagi Gylfa Þórs Sigurðssonar, hjá enska knattspyrnuliðinu Everton er sagður vera æfur yfir því að yfirlýsing liðsins vegna máls Gylfa hafi ekki verið afdráttarlausari en svo að Delph var bendlaður við málið á samfélagsmiðlum. 22. júlí 2021 21:28 Gylfi sagður neita sök Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Everton í ensku deildinni og landsliðsmaður, er sagður harðneita þeim ásökunum sem bornar eru á hann. Hann er grunaður um kynferðisbrot gegn barni og var handtekinn á föstudaginn í Manchester í Englandi. 21. júlí 2021 10:50 Gylfi Þór sá sem var handtekinn Gylfi Þór Sigurðsson landsliðsmaður í knattspyrnu er sá leikmaður hjá enska knattspyrnuliðinu Everton sem lögregla í Manchester handtók á föstudag í tengslum við kynferðisbrot gagnvart ólögráða stúlku, samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttastofu. Everton greindi frá því í gær að um væri að ræða leikmann liðsins. 20. júlí 2021 13:52 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Þetta segir í fréttum bresku slúðurblaðanna The Sun og Mirror. Af lagalegum ástæðum hefur Gylfi ekki verið nefndur á nafn í breskum fjölmiðlum. Lögreglan í Manchester hefur ekki staðfest að um Gylfa sé að ræða, meðal annars í samskiptum við fréttastofu, vegna rannsóknarhagsmuna. Leikmennirnir eru einnig sagðir mjög ósáttir með það að hafa verið bannað að tala við Gylfa. Einn lýsir því að hafa misst af fimm símtölum frá Gylfa, sem hann mátti ekki svara og er sagður bálreiður yfir því. Lögreglan í Manchester lýsti því yfir á mánudag að hún hefði handtekið 31 árs gamlan knattspyrnumann í tengslum við málið. Everton staðfesti svo síðar þann dag að um leikmann liðsins væri að ræða. Hann væri fjölskyldumaður og landsliðsleikmaður í sínu heimalandi. Að sögn heimildamanna Sun hafa liðsmenn Everton krafið yfirmenn sína hjá knattspyrnuliðinu að nefna Gylfa opinberlega. Þeir séu mjög ósáttir með óvissuna sem ríki vegna þess að hann hafi ekki verið nafngreindur og að einhverjir liðsmenn Everton hafi verið nefndir í sambandi við málið, þar á meðal Fabian Delph, sem er eini liðsmaðurinn utan Gylfa sem er 31 árs gamall. „Markaðsefni með andliti hins grunaða var fjarlægt úr búðarhillum í heimalandi hans – og það kom í ljós á miðvikudag að eiginkona hans yfirgaf þriggja milljóna punda heimili þeirra en leikmaðurinn er undir eftirliti utan heimilis síns,“ segir í frétt The Sun.
Enski boltinn Kynferðisofbeldi England Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Delph sagður æfur vegna yfirlýsingar Everton Fabian Delph, liðsfélagi Gylfa Þórs Sigurðssonar, hjá enska knattspyrnuliðinu Everton er sagður vera æfur yfir því að yfirlýsing liðsins vegna máls Gylfa hafi ekki verið afdráttarlausari en svo að Delph var bendlaður við málið á samfélagsmiðlum. 22. júlí 2021 21:28 Gylfi sagður neita sök Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Everton í ensku deildinni og landsliðsmaður, er sagður harðneita þeim ásökunum sem bornar eru á hann. Hann er grunaður um kynferðisbrot gegn barni og var handtekinn á föstudaginn í Manchester í Englandi. 21. júlí 2021 10:50 Gylfi Þór sá sem var handtekinn Gylfi Þór Sigurðsson landsliðsmaður í knattspyrnu er sá leikmaður hjá enska knattspyrnuliðinu Everton sem lögregla í Manchester handtók á föstudag í tengslum við kynferðisbrot gagnvart ólögráða stúlku, samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttastofu. Everton greindi frá því í gær að um væri að ræða leikmann liðsins. 20. júlí 2021 13:52 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Delph sagður æfur vegna yfirlýsingar Everton Fabian Delph, liðsfélagi Gylfa Þórs Sigurðssonar, hjá enska knattspyrnuliðinu Everton er sagður vera æfur yfir því að yfirlýsing liðsins vegna máls Gylfa hafi ekki verið afdráttarlausari en svo að Delph var bendlaður við málið á samfélagsmiðlum. 22. júlí 2021 21:28
Gylfi sagður neita sök Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Everton í ensku deildinni og landsliðsmaður, er sagður harðneita þeim ásökunum sem bornar eru á hann. Hann er grunaður um kynferðisbrot gegn barni og var handtekinn á föstudaginn í Manchester í Englandi. 21. júlí 2021 10:50
Gylfi Þór sá sem var handtekinn Gylfi Þór Sigurðsson landsliðsmaður í knattspyrnu er sá leikmaður hjá enska knattspyrnuliðinu Everton sem lögregla í Manchester handtók á föstudag í tengslum við kynferðisbrot gagnvart ólögráða stúlku, samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttastofu. Everton greindi frá því í gær að um væri að ræða leikmann liðsins. 20. júlí 2021 13:52