Þjóðhátíð er menningararfur og stolt Vestmannaeyinga Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar 22. júlí 2021 14:30 Enn og aftur heyrist í aðdraganda verslunarmannahelgar neikvæðni og gagnrýnisraddir í almennri umræðu gagnvart Þjóðhátíð Vestmannaeyja. Sukk og svínarí, græðgishátíð og jafnvel verri hlutir eru látnir flakka tengdir kynferðisafbrotum sem eru ólíðandi sama í hvaða umhverfi og á hvaða tímapunkti þau gerast. Enda eru afbrotin hvorki aðstæðum né staðsetningu um að kenna, heldur einungis afbrotamanninum sjálfum. Eldgos og heimsfaraldur hafa truflað hátíðarhöldin Í þá einu og hálfu öld sem þjóðhátíð hefur verið haldin hafa tvær náttúruhamfarir truflað hátíðarhöldin, Heimaeyjargosið 1973 og heimsfaraldur Kórónuveiru 2020. Það vita allir sem vilja að þjóðhátíð er meginfjáröflun ÍBV íþróttafélags og undirstaða mikilvægs æskulýðs- og íþróttastarfs í Vestmannaeyjum og með ómetanlegu vinnuframlagi sjálfboðaliða og starfsmanna ÍBV er undirbúningur og skipulag hátíðarinnar framúrskarandi og aðdáunarvert á landsvísu og þó víðar væri leitað. Hvert ár sem þjóðhátíð er lögð niður gerir það erfiðara um vik að viðhalda slíkri ómetanlegri hefð. Þjóðhátíð uppspretta ástkærra minninga Þjóðhátíð er ekki fylliríshátíð líkt og þorri nettrölla vill halda fram. Þjóðhátíð er menningararfur Vestmannaeyja, rík af hefðum og fjölbreyttri dagskrá fyrir alla fjölskylduna. Saga hátíðarinnar er samofin tónlistarsögu þjóðarinnar og uppspretta ástkærra minninga ekki bara Vestmannaeyinga heldur langflestra gesta hátíðarinnar, uppspretta fjölda vinasambanda, ástarævintýra, hjónabanda og afkomenda. Þannig kynntist undirrituð t.d. eiginmanni og barnsföður sínum á þjóðhátíðinni 1999. Sóttvarnartakmarkanir geta haft alvarlegar afleiðingar Við höfum glímt frá því í byrjun árs 2020 við heimsfaraldur sem Íslendingar hafa tekist á við með aðdáun annarra þjóða, samstilltu átaki landsmanna um bættar persónulegar sóttvarnir, erfiðum og kostnaðarsömum ákvörðunum stjórnvalda sem hafa þegar haft alvarlegar afleiðingar á efnahag, atvinnulíf og heilsu almennings. Íþyngjandi sóttvarnartakmarkanir eru ákveðinn faraldur í sjálfu sér, hinn vestræni heimur hefur ekki glímt við jafn alvarlegar frelsisskerðingar í lengri tíma. Takmarkanirnar hafa gert út af við margan rekstur, valdið því að erfiðara er að fá fólk aftur til starfa, valdið heilsufarsvandamálum hjá einstaklingum sem ekki komust t.d. til heilsuræktar, kvíðaeinkennum osfrv. sem við verðum eflaust í marga áratugi að bíta úr nálinni með. Takmarkanir hafa þó hamið faraldurinn og gefið okkur tækifæri og tíma til að bólusetja nær alla þjóðina, hraðar og betur en flestar aðrar þjóðir heimsins. Sóttvarnartakmarkanir og afléttingar á víxl líkjast að vissu leyti ákveðnum pyntingaraðferðum sem nýttar hafa verið gegn stríðsföngum þar sem súrefni til fangans er takmarkað þar til hann getur vart meir en fær svo að anda, fær von um líf (og tækifæri til að leysa frá skjóðunni), loks þegar ljósið við enda ganganna er gefið er það svo jafnharðan slökkt aftur og vonin hverfur. Slíkar aðgerðir, að veita fólki frelsi bara til að taka það aftur jafnharðan hljóta að taka sinn toll af almenningi sem heilbrigðiskerfið verður eflaust í langan tíma að vinna úr. Alvarlegt ástand á Landspítala vegna fjölda fæðinga Rúmlega 85% þjóðarinnar, 16 ára og eldri, er bólusettur, bólusetningar eiga að skapa hjarðónæmi og hafa sýnt að dragi verulega úr dánartíðni enda besta bólusetningarhlutfallið meðal viðkvæmustu hópanna. Takmarkanir þurfa fyrst og fremst að taka mið af stöðu og afkastagetu heilbrigðisþjónustunnar, en eins og staðan er í dag, er hálfgert neyðarástand og mönnunarvandamál fyrst og fremst vegna fjölda kvenna sem vænta fæðingar á Landspítalanum en ekki vegna umönnunar Covid sjúklinga. Ég hvet fólk til að gæta meðalhófs í umræðu og ákvörðunum, bæði hvað varðar umræðu um þjóðhátíð, sem er í augum margra Eyjamanna jafn ef ekki heilagri en sjálf jólahátíðin og undirbúningur og tilhlökkun eftir því hjá ungum sem öldnum. Ég hvet jafnframt ráðamenn að gæta meðalhófs við ákvörðunartöku og stíga varlega og ígrundað til jarðar hvað varðar frelsistakmarkanir þegna landsins því þær eru ákveðin ógn í sjálfu sér. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þjóðhátíð í Eyjum Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vestmannaeyjar Mest lesið Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Lítil breyting sem getur skipt sköpum! Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Sjá meira
Enn og aftur heyrist í aðdraganda verslunarmannahelgar neikvæðni og gagnrýnisraddir í almennri umræðu gagnvart Þjóðhátíð Vestmannaeyja. Sukk og svínarí, græðgishátíð og jafnvel verri hlutir eru látnir flakka tengdir kynferðisafbrotum sem eru ólíðandi sama í hvaða umhverfi og á hvaða tímapunkti þau gerast. Enda eru afbrotin hvorki aðstæðum né staðsetningu um að kenna, heldur einungis afbrotamanninum sjálfum. Eldgos og heimsfaraldur hafa truflað hátíðarhöldin Í þá einu og hálfu öld sem þjóðhátíð hefur verið haldin hafa tvær náttúruhamfarir truflað hátíðarhöldin, Heimaeyjargosið 1973 og heimsfaraldur Kórónuveiru 2020. Það vita allir sem vilja að þjóðhátíð er meginfjáröflun ÍBV íþróttafélags og undirstaða mikilvægs æskulýðs- og íþróttastarfs í Vestmannaeyjum og með ómetanlegu vinnuframlagi sjálfboðaliða og starfsmanna ÍBV er undirbúningur og skipulag hátíðarinnar framúrskarandi og aðdáunarvert á landsvísu og þó víðar væri leitað. Hvert ár sem þjóðhátíð er lögð niður gerir það erfiðara um vik að viðhalda slíkri ómetanlegri hefð. Þjóðhátíð uppspretta ástkærra minninga Þjóðhátíð er ekki fylliríshátíð líkt og þorri nettrölla vill halda fram. Þjóðhátíð er menningararfur Vestmannaeyja, rík af hefðum og fjölbreyttri dagskrá fyrir alla fjölskylduna. Saga hátíðarinnar er samofin tónlistarsögu þjóðarinnar og uppspretta ástkærra minninga ekki bara Vestmannaeyinga heldur langflestra gesta hátíðarinnar, uppspretta fjölda vinasambanda, ástarævintýra, hjónabanda og afkomenda. Þannig kynntist undirrituð t.d. eiginmanni og barnsföður sínum á þjóðhátíðinni 1999. Sóttvarnartakmarkanir geta haft alvarlegar afleiðingar Við höfum glímt frá því í byrjun árs 2020 við heimsfaraldur sem Íslendingar hafa tekist á við með aðdáun annarra þjóða, samstilltu átaki landsmanna um bættar persónulegar sóttvarnir, erfiðum og kostnaðarsömum ákvörðunum stjórnvalda sem hafa þegar haft alvarlegar afleiðingar á efnahag, atvinnulíf og heilsu almennings. Íþyngjandi sóttvarnartakmarkanir eru ákveðinn faraldur í sjálfu sér, hinn vestræni heimur hefur ekki glímt við jafn alvarlegar frelsisskerðingar í lengri tíma. Takmarkanirnar hafa gert út af við margan rekstur, valdið því að erfiðara er að fá fólk aftur til starfa, valdið heilsufarsvandamálum hjá einstaklingum sem ekki komust t.d. til heilsuræktar, kvíðaeinkennum osfrv. sem við verðum eflaust í marga áratugi að bíta úr nálinni með. Takmarkanir hafa þó hamið faraldurinn og gefið okkur tækifæri og tíma til að bólusetja nær alla þjóðina, hraðar og betur en flestar aðrar þjóðir heimsins. Sóttvarnartakmarkanir og afléttingar á víxl líkjast að vissu leyti ákveðnum pyntingaraðferðum sem nýttar hafa verið gegn stríðsföngum þar sem súrefni til fangans er takmarkað þar til hann getur vart meir en fær svo að anda, fær von um líf (og tækifæri til að leysa frá skjóðunni), loks þegar ljósið við enda ganganna er gefið er það svo jafnharðan slökkt aftur og vonin hverfur. Slíkar aðgerðir, að veita fólki frelsi bara til að taka það aftur jafnharðan hljóta að taka sinn toll af almenningi sem heilbrigðiskerfið verður eflaust í langan tíma að vinna úr. Alvarlegt ástand á Landspítala vegna fjölda fæðinga Rúmlega 85% þjóðarinnar, 16 ára og eldri, er bólusettur, bólusetningar eiga að skapa hjarðónæmi og hafa sýnt að dragi verulega úr dánartíðni enda besta bólusetningarhlutfallið meðal viðkvæmustu hópanna. Takmarkanir þurfa fyrst og fremst að taka mið af stöðu og afkastagetu heilbrigðisþjónustunnar, en eins og staðan er í dag, er hálfgert neyðarástand og mönnunarvandamál fyrst og fremst vegna fjölda kvenna sem vænta fæðingar á Landspítalanum en ekki vegna umönnunar Covid sjúklinga. Ég hvet fólk til að gæta meðalhófs í umræðu og ákvörðunum, bæði hvað varðar umræðu um þjóðhátíð, sem er í augum margra Eyjamanna jafn ef ekki heilagri en sjálf jólahátíðin og undirbúningur og tilhlökkun eftir því hjá ungum sem öldnum. Ég hvet jafnframt ráðamenn að gæta meðalhófs við ákvörðunartöku og stíga varlega og ígrundað til jarðar hvað varðar frelsistakmarkanir þegna landsins því þær eru ákveðin ógn í sjálfu sér. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar
Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar
Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun