Segir Arnór Ingva og félaga ekki betri á pappír en þeir séu með góða liðsheild og spili sem lið Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. júlí 2021 15:02 Gonzalo Higuaín og Phil Neville á hliðarlínunni. Sá síðarnefndi segir Inter Miami skorta liðsheild. Ira L. Black/Getty Images Inter Miami tapaði sínum sjötta leik í röð í MLS-deildinni í knattspyrnu er Arnór Ingvi Traustason setti tvö í 5-0 sigri New England Revolution í nótt. Phil Neville, fyrrum leikmaður Manchester United og enska landsliðsins, er í dag þjálfari Inter Miami í MLS-deildinni í Bandaríkjunum. David Beckham á hlut í liðinu sem er á sínu fyrsta ári í deildinni en gengið hefur ekki verið eftir væntingum. Beckham réð sinn gamla vin Phil til að stýra liðinu en yngri Neville-bróðirinn var áður landsliðsþjálfari enska kvennalandsliðsins. Þá voru stórstjörnur á borð við Blaise Matuidi og Gonzalo Higuaín sóttir frá Evrópu sem og varnarjaxlinn Ryan Shawcross. Enginn af þeim átti roð í Arnór Ingva og félaga í nótt er New England valtaði hreinlega yfir lærisveina Neville. Ekki nóg með að tapa sex leikjum í röð þá hefur liðið aðeins skorað eitt mark og fengið á sig 13 talsins. Þjálfarinn vill að leikmenn sýnir horfi vel og lengi í spegilinn í dag eftir tapið sem var þeirra sjötta í röð. Neville vill að leikmenn liðsins spyrji sig hvort þeir séu að gera nægilega mikið fyrir liðið. Hann veit að sæti hans er orðið heitt og allar líkur að hann verði rekinn ef hann nær ekki að snúa gengi liðsins við fljótlega. „Ég finn fyrir stuðningi stjórnarinnar og hef alltaf gert. Þeir þurfa ekki að segja mér sínar áhyggjur þar sem ég er með sömu áhyggjur. Ég hef verið í fótbolta nægilegalengi til að vita afleiðingar þess þegar illa gengur. Við erum að gera allt sem í okkar valdi stendur, við þurfum bara að standa okkur betur á vellinum.“ Phil Neville demanded his players "take a long, hard look at themselves" after Inter Miami lost their sixth consecutive match.Miami were thrashed 5-0 at home by New England Revolution on Wednesday night, a result that leaves them with the worst record of all 27 MLS sides.— Sky Sports News (@SkySportsNews) July 22, 2021 „Ég ber ábyrgð og er undir pressu þar sem gengi okkar er slæmt þessa stundina. Það er mitt starf að gera liðið betur. Við verðum að sjá til þess að við getum höndlað mótlæti og jafnað okkur á því. Um það snýst fótbolti, að hafa trú á verkefninu, að bregðast ekki liðsfélögum þínum þegar út á völl er komið.“ „Eru þeir með betri leikmenn en við? Ekki á pappír en þeir eru með góða liðsheild og spila sem lið. Það er eitthvað sem við þurfum að verða. Það er allt sem ég bið um, að leikmenn berjist fyrir hvorn annan og treysti hvor öðrum,“ sagði Phil Neville að lokum. Inter Miami er í neðsta sæti Austurdeildar með átta stig að loknum 12 leiki. MLS Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Fleiri fréttir Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Sjá meira
Phil Neville, fyrrum leikmaður Manchester United og enska landsliðsins, er í dag þjálfari Inter Miami í MLS-deildinni í Bandaríkjunum. David Beckham á hlut í liðinu sem er á sínu fyrsta ári í deildinni en gengið hefur ekki verið eftir væntingum. Beckham réð sinn gamla vin Phil til að stýra liðinu en yngri Neville-bróðirinn var áður landsliðsþjálfari enska kvennalandsliðsins. Þá voru stórstjörnur á borð við Blaise Matuidi og Gonzalo Higuaín sóttir frá Evrópu sem og varnarjaxlinn Ryan Shawcross. Enginn af þeim átti roð í Arnór Ingva og félaga í nótt er New England valtaði hreinlega yfir lærisveina Neville. Ekki nóg með að tapa sex leikjum í röð þá hefur liðið aðeins skorað eitt mark og fengið á sig 13 talsins. Þjálfarinn vill að leikmenn sýnir horfi vel og lengi í spegilinn í dag eftir tapið sem var þeirra sjötta í röð. Neville vill að leikmenn liðsins spyrji sig hvort þeir séu að gera nægilega mikið fyrir liðið. Hann veit að sæti hans er orðið heitt og allar líkur að hann verði rekinn ef hann nær ekki að snúa gengi liðsins við fljótlega. „Ég finn fyrir stuðningi stjórnarinnar og hef alltaf gert. Þeir þurfa ekki að segja mér sínar áhyggjur þar sem ég er með sömu áhyggjur. Ég hef verið í fótbolta nægilegalengi til að vita afleiðingar þess þegar illa gengur. Við erum að gera allt sem í okkar valdi stendur, við þurfum bara að standa okkur betur á vellinum.“ Phil Neville demanded his players "take a long, hard look at themselves" after Inter Miami lost their sixth consecutive match.Miami were thrashed 5-0 at home by New England Revolution on Wednesday night, a result that leaves them with the worst record of all 27 MLS sides.— Sky Sports News (@SkySportsNews) July 22, 2021 „Ég ber ábyrgð og er undir pressu þar sem gengi okkar er slæmt þessa stundina. Það er mitt starf að gera liðið betur. Við verðum að sjá til þess að við getum höndlað mótlæti og jafnað okkur á því. Um það snýst fótbolti, að hafa trú á verkefninu, að bregðast ekki liðsfélögum þínum þegar út á völl er komið.“ „Eru þeir með betri leikmenn en við? Ekki á pappír en þeir eru með góða liðsheild og spila sem lið. Það er eitthvað sem við þurfum að verða. Það er allt sem ég bið um, að leikmenn berjist fyrir hvorn annan og treysti hvor öðrum,“ sagði Phil Neville að lokum. Inter Miami er í neðsta sæti Austurdeildar með átta stig að loknum 12 leiki.
MLS Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Fleiri fréttir Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Sjá meira