Skipuleggjendur kalla eftir tilmælum: „Takið bara ákvörðun þó hún verði sársaukafull“ Eiður Þór Árnason skrifar 21. júlí 2021 14:24 Góð stemning var á brekkusöngnum á Flúðum árið 2019. Skipuleggjendur bíða enn eftir tækifæri til að endurtaka leikinn. Aðsend Ákveðið hefur verið að aflýsa hátíðinni Flúðir um Versló sem fram átti að fara um verslunarmannahelgina í ljósi fjölgunar smita síðustu daga. Ákvörðunin var tekin eftir að greint var frá því að 56 hafi greinst innanlands með Covid-19 í gær. „Við bara ákváðum að þetta væri of mikil óvissa og of lítið af upplýsingum,“ segir Bergsveinn Theodórsson, skipuleggjandi hátíðarinnar, í samtali við Vísi. „Það er bara ömurlegt að þurfa að taka slíka ákvörðun og geta ekki haldið sínu striki. Í uppsveitum Árnessýslu eru líka viðkvæmir hópar og við viljum bara sýna ábyrgð og reyna að stuðla ekki að því að hér safnist saman mikið af fólki. Við búumst svo sem við því að Hrunamannahreppur og Flúðir verði alveg stappfullar af fólki um verslunarmannahelgina en það verður þá allavega engin skipulögð dagskrá á okkar vegum.“ Kalla eftir frekari tilmælum frá yfirvöldum Bergsveinn segir að skipuleggjendur hafi fylgst vel með þróun faraldursins síðustu daga. „Niðurstaðan var að ef það yrði svipað eða meira af smitum í dag þá sjáum við alveg í hvað stefnir. Þá er óþarfi að halda þeim gríðarlega fjölda fólks sem kemur að hátíðinni í óvissu,“ segir Bergsveinn. Hann segir að skipuleggjendur hátíða séu í lausu lofti eftir þróunina síðustu daga og kallar eftir frekari tilmælum frá heilbrigðisyfirvöldum. Fjölmargar bæjarhátíðir eru fyrirhugaðar næstu tvær helgar og er verslunarmannahelgin þekkt fyrir að vera ein stærsta ferðahelgi landsins. „Það þarf að gefa eitthvað út strax. Því lengur sem er beðið því meiri verður skaðinn. Það þýðir ekkert að liggja bara undir feldi og spekúlera, takið bara ákvörðun þó hún verði sársaukafull,“ segir Bergveinn. Biður fólk um að fara varlega Hörður Orri Grettisson, formaður Þjóðhátíðarnefndar ÍBV, sagði fyrr í dag að hann hefði ónotatilfinningu fyrir því að gripið verði til aðgerða til að bregðast við fjölgun smita. Nefndin hafi áhyggjur af því að aðgerðir muni setja áform um hátíðina úr skorðum. „Því fyrr sem það koma einhver tilmæli, því betra,“ sagði Hörður í samtali við fréttastofu. Bergsveinn er hvergi af baki dottinn og segir að hátíðin muni koma sterkari inn á næsta ári. „Það er eins gott að allir taki þátt og hugi að sínum persónulegum sóttvörnum næstu ellefu mánuðina.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hrunamannahreppur Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
„Við bara ákváðum að þetta væri of mikil óvissa og of lítið af upplýsingum,“ segir Bergsveinn Theodórsson, skipuleggjandi hátíðarinnar, í samtali við Vísi. „Það er bara ömurlegt að þurfa að taka slíka ákvörðun og geta ekki haldið sínu striki. Í uppsveitum Árnessýslu eru líka viðkvæmir hópar og við viljum bara sýna ábyrgð og reyna að stuðla ekki að því að hér safnist saman mikið af fólki. Við búumst svo sem við því að Hrunamannahreppur og Flúðir verði alveg stappfullar af fólki um verslunarmannahelgina en það verður þá allavega engin skipulögð dagskrá á okkar vegum.“ Kalla eftir frekari tilmælum frá yfirvöldum Bergsveinn segir að skipuleggjendur hafi fylgst vel með þróun faraldursins síðustu daga. „Niðurstaðan var að ef það yrði svipað eða meira af smitum í dag þá sjáum við alveg í hvað stefnir. Þá er óþarfi að halda þeim gríðarlega fjölda fólks sem kemur að hátíðinni í óvissu,“ segir Bergsveinn. Hann segir að skipuleggjendur hátíða séu í lausu lofti eftir þróunina síðustu daga og kallar eftir frekari tilmælum frá heilbrigðisyfirvöldum. Fjölmargar bæjarhátíðir eru fyrirhugaðar næstu tvær helgar og er verslunarmannahelgin þekkt fyrir að vera ein stærsta ferðahelgi landsins. „Það þarf að gefa eitthvað út strax. Því lengur sem er beðið því meiri verður skaðinn. Það þýðir ekkert að liggja bara undir feldi og spekúlera, takið bara ákvörðun þó hún verði sársaukafull,“ segir Bergveinn. Biður fólk um að fara varlega Hörður Orri Grettisson, formaður Þjóðhátíðarnefndar ÍBV, sagði fyrr í dag að hann hefði ónotatilfinningu fyrir því að gripið verði til aðgerða til að bregðast við fjölgun smita. Nefndin hafi áhyggjur af því að aðgerðir muni setja áform um hátíðina úr skorðum. „Því fyrr sem það koma einhver tilmæli, því betra,“ sagði Hörður í samtali við fréttastofu. Bergsveinn er hvergi af baki dottinn og segir að hátíðin muni koma sterkari inn á næsta ári. „Það er eins gott að allir taki þátt og hugi að sínum persónulegum sóttvörnum næstu ellefu mánuðina.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hrunamannahreppur Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira