Hættan á nýrri bylgju hræðir fjárfesta víða um heim Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. júlí 2021 19:45 Hlutabréf féllu í verði víða í dag, miðlurum sem og öðrum til mæðu. AP Photo/Richard Drew Það var víðar en á Íslandi þar sem rauður dagur sást í kauphöllum. Hlutabréfavísitölur víða um heim féllu í dag, ástæðan er rakin til ótta fjárfesta við að ný bylgja kórónuveirufaraldursins geti farið af stað, auk vaxandi spennu í samskiptum Kína og Bandaríkjanna. Í kauphöllinni hér á landi lækkuðu öll fyrirtækin sem skráð eru á aðalmarkað Kauphallarinnar, Arion banki mest eða um 3,59 prósent í viðskiptum upp á 292 milljónir. Hlutabréf í Icelandair lækkuðu um 2,60 prósent en alls lækkaði úrvalsvísitalan um 1,89 prósent í dag. Þetta er þó dropi í hafið miðað við þær hækkanir sem orðið á íslenskum hlutabréfamörkuðum undanfarin misseri. Sömu sögu er að segja erlendis frá. Í London lækkaði FTSE-100 vísitalan um 2,6 prósent þar sem hlutabréf í sjónvarpsfyrirtækinu ITV og IAG, móðurfélagi British Airways og fleiri flugfélaga. Vestan hafs hafa vísitölur einnig farið lækkandi, S&P 500 hefur til að mynda lækkað um tvö prósent það sem af er degi. Tölurnar voru rauðar í dag.Mynd/Keldan Í frétt BBC eru lækkanir á mörkuðum helst raktar til þess að fjárfestar hafi áhyggjur af því að nýjar bylgjur kórónuveirufaraldursins séu að fara að stað sökum útbreiðslu delta-afbrigðisins svokallaða. Smituðum fer fjölgandi í Bretlandi þar sem um 50 þúsund greinast daglega, þrátt fyrir að um 70 prósent Breta hafi fengið bóluefni við kórónuveirunni. Í frétt Bloomberg þar sem vendingar dagsins á markaði eru raktar segir að fjárfestar virðist hafa áhyggjur af því að yfirvöld í ríkjum þar sem smitum fer fjölgandi gætu hert aðgerðir innan landamæra sinna, með tilheyrandi áhrifum á efnahag þeirra. Þá er einnig talið að aukin spenna í samskiptum Kína og Bandaríkjanna hafi hrætt fjárfesta. Bandaríkin, Bretland og Evrópusambandið sökuðu kínversk yfirvöld í dag um að hafa staðið að baki tölvuárás á bandaríska tæknirisann Microsoft. Kauphöllin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Bandaríkin Tengdar fréttir Margfalt fleiri hlutabréfaeigendur og gengi rýkur upp Hlutabréfaeigendur eru fjórfalt fleiri en þeir voru í lok árs 2019, en þeir hafa farið úr átta þúsund í 32 þúsund. Þá hefur gengið hlutabréfa rokið upp á síðustu tólf mánuðum og aðeins eitt félag á markaði sýnir neikvæða ávöxtun. Almenningur sýnir stöðugt meiri áhuga á hlutabréfaviðskiptum. 15. júlí 2021 19:00 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Í kauphöllinni hér á landi lækkuðu öll fyrirtækin sem skráð eru á aðalmarkað Kauphallarinnar, Arion banki mest eða um 3,59 prósent í viðskiptum upp á 292 milljónir. Hlutabréf í Icelandair lækkuðu um 2,60 prósent en alls lækkaði úrvalsvísitalan um 1,89 prósent í dag. Þetta er þó dropi í hafið miðað við þær hækkanir sem orðið á íslenskum hlutabréfamörkuðum undanfarin misseri. Sömu sögu er að segja erlendis frá. Í London lækkaði FTSE-100 vísitalan um 2,6 prósent þar sem hlutabréf í sjónvarpsfyrirtækinu ITV og IAG, móðurfélagi British Airways og fleiri flugfélaga. Vestan hafs hafa vísitölur einnig farið lækkandi, S&P 500 hefur til að mynda lækkað um tvö prósent það sem af er degi. Tölurnar voru rauðar í dag.Mynd/Keldan Í frétt BBC eru lækkanir á mörkuðum helst raktar til þess að fjárfestar hafi áhyggjur af því að nýjar bylgjur kórónuveirufaraldursins séu að fara að stað sökum útbreiðslu delta-afbrigðisins svokallaða. Smituðum fer fjölgandi í Bretlandi þar sem um 50 þúsund greinast daglega, þrátt fyrir að um 70 prósent Breta hafi fengið bóluefni við kórónuveirunni. Í frétt Bloomberg þar sem vendingar dagsins á markaði eru raktar segir að fjárfestar virðist hafa áhyggjur af því að yfirvöld í ríkjum þar sem smitum fer fjölgandi gætu hert aðgerðir innan landamæra sinna, með tilheyrandi áhrifum á efnahag þeirra. Þá er einnig talið að aukin spenna í samskiptum Kína og Bandaríkjanna hafi hrætt fjárfesta. Bandaríkin, Bretland og Evrópusambandið sökuðu kínversk yfirvöld í dag um að hafa staðið að baki tölvuárás á bandaríska tæknirisann Microsoft.
Kauphöllin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Bandaríkin Tengdar fréttir Margfalt fleiri hlutabréfaeigendur og gengi rýkur upp Hlutabréfaeigendur eru fjórfalt fleiri en þeir voru í lok árs 2019, en þeir hafa farið úr átta þúsund í 32 þúsund. Þá hefur gengið hlutabréfa rokið upp á síðustu tólf mánuðum og aðeins eitt félag á markaði sýnir neikvæða ávöxtun. Almenningur sýnir stöðugt meiri áhuga á hlutabréfaviðskiptum. 15. júlí 2021 19:00 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Margfalt fleiri hlutabréfaeigendur og gengi rýkur upp Hlutabréfaeigendur eru fjórfalt fleiri en þeir voru í lok árs 2019, en þeir hafa farið úr átta þúsund í 32 þúsund. Þá hefur gengið hlutabréfa rokið upp á síðustu tólf mánuðum og aðeins eitt félag á markaði sýnir neikvæða ávöxtun. Almenningur sýnir stöðugt meiri áhuga á hlutabréfaviðskiptum. 15. júlí 2021 19:00