Lukkan að snúast hjá Skagamönnum? Valur Páll Eiríksson skrifar 19. júlí 2021 21:00 Jóhannes Karl Guðjónsson er þjálfari ÍA. Vísir/Bára Dröfn ÍA vann mikilvægan og óvæntan 2-1 sigur á Íslandsmeisturum Vals í Pepsi Max-deild karla í fótbolta á laugardag. Farið var yfir fórnfýsi leikmanna Skagaliðsins í varnarleik sínum í Pepsi Max stúkunni, og velti Baldur Sigurðsson því upp hvort lukkan væri að snúast hjá Skagamönnum. ÍA hafði aðeins unnið einn leik í deildinni fyrir þann gegn Val, en sá kom 21. maí gegn HK. Því var um að ræða þeirra fyrsta sigur í tæpa tvo mánuði en þeir höfðu oftar en einu sinni misst sigurstöður niður í jafntefli eða tap á þeim tíma. „Þeir hafa verið að brotna, Keflavíkurleikurinn sem maður man eftir, þar sem þeir komust 2-1 yfir, en það varð 2-2 nánast strax. Víkingsleikurinn þar sem þeir voru með þá í 0-0 en missa það undir lokin. Þetta hefur verið að brotna, en þeir vörðust alveg með kjafti og klóm í þessum leik og ætluðu ekki að gefa þetta frá sér,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson um Skagamenn eftir sigur þeirra á laugardag. Klippa: ÍA vörn „Þetta var bara virkilega vel gert hjá þeim og það gefur þeim sjálfstraust að komast í 1-0, og hvað þá 2-0. Maður varð smá hræddur þegar Valur síðan skorar, um hvað myndi gerast. Valur náttúrulega fær færið í lokin hjá Patrick [Pedersen] sem að hefði getað gert nákvæmlega það sem þú varst að tala um að setja leikinn í eitt stig, sem hefði gert rosalega lítið fyrir Skagann,“ sagði sérfræðingurinn Baldur Sigurðsson um ÍA og bætti við: „En það er bara guð og lukka, sem hjálpar oft liðum, og ef það er einmitt að snúast, maður skapar sína eigin lukku, og ef það snýst fyrir Skagann þá gæti verið bjart fram undan hjá þeim.“ Færi Patricks Pedersen, sem Baldur nefndi, fékk hann á 94. mínútu þegar hann setti boltann í stöngina eftir að boltinn féll fyrir fætur hans á markteig. Um klúður þess danska segir Baldur: „Þetta er skemmtilega gert hjá honum, en hann á að klára þetta. Hornið er opið, en ég veit ekki hvort hann er byrjaður að hugsa um markmanninn, verður dálítið hræddur og vill klára þetta sem fyrst til að lenda ekki í tæklingunni frá Árna [markverði ÍA]. En hann á bara að klára þetta.“ Varnarleik ÍA auk færis Pedersens og umræðu þeirra Kjartans og Baldurs má sjá að ofan. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild karla ÍA Valur Pepsi Max stúkan Mest lesið „Ég er ofurmenni, það á ekkert að geta komið fyrir mig“ Handbolti Segir einhverfu og ADHD hafa hjálpað sér á toppinn Fótbolti Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Enski boltinn Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Enski boltinn Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Enski boltinn Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Íslenski boltinn Mikael meiddur og ekki með gegn Kósovó Fótbolti Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Enski boltinn Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Enski boltinn „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Leifur Andri leggur skóna á hilluna Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Víkingur missir undanúrslitasætið Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Sjá meira
ÍA hafði aðeins unnið einn leik í deildinni fyrir þann gegn Val, en sá kom 21. maí gegn HK. Því var um að ræða þeirra fyrsta sigur í tæpa tvo mánuði en þeir höfðu oftar en einu sinni misst sigurstöður niður í jafntefli eða tap á þeim tíma. „Þeir hafa verið að brotna, Keflavíkurleikurinn sem maður man eftir, þar sem þeir komust 2-1 yfir, en það varð 2-2 nánast strax. Víkingsleikurinn þar sem þeir voru með þá í 0-0 en missa það undir lokin. Þetta hefur verið að brotna, en þeir vörðust alveg með kjafti og klóm í þessum leik og ætluðu ekki að gefa þetta frá sér,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson um Skagamenn eftir sigur þeirra á laugardag. Klippa: ÍA vörn „Þetta var bara virkilega vel gert hjá þeim og það gefur þeim sjálfstraust að komast í 1-0, og hvað þá 2-0. Maður varð smá hræddur þegar Valur síðan skorar, um hvað myndi gerast. Valur náttúrulega fær færið í lokin hjá Patrick [Pedersen] sem að hefði getað gert nákvæmlega það sem þú varst að tala um að setja leikinn í eitt stig, sem hefði gert rosalega lítið fyrir Skagann,“ sagði sérfræðingurinn Baldur Sigurðsson um ÍA og bætti við: „En það er bara guð og lukka, sem hjálpar oft liðum, og ef það er einmitt að snúast, maður skapar sína eigin lukku, og ef það snýst fyrir Skagann þá gæti verið bjart fram undan hjá þeim.“ Færi Patricks Pedersen, sem Baldur nefndi, fékk hann á 94. mínútu þegar hann setti boltann í stöngina eftir að boltinn féll fyrir fætur hans á markteig. Um klúður þess danska segir Baldur: „Þetta er skemmtilega gert hjá honum, en hann á að klára þetta. Hornið er opið, en ég veit ekki hvort hann er byrjaður að hugsa um markmanninn, verður dálítið hræddur og vill klára þetta sem fyrst til að lenda ekki í tæklingunni frá Árna [markverði ÍA]. En hann á bara að klára þetta.“ Varnarleik ÍA auk færis Pedersens og umræðu þeirra Kjartans og Baldurs má sjá að ofan. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max-deild karla ÍA Valur Pepsi Max stúkan Mest lesið „Ég er ofurmenni, það á ekkert að geta komið fyrir mig“ Handbolti Segir einhverfu og ADHD hafa hjálpað sér á toppinn Fótbolti Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Enski boltinn Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Enski boltinn Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Enski boltinn Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Íslenski boltinn Mikael meiddur og ekki með gegn Kósovó Fótbolti Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Enski boltinn Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Enski boltinn „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Leifur Andri leggur skóna á hilluna Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Víkingur missir undanúrslitasætið Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Sjá meira