Umfjöllun og viðtöl: Leiknir R. - Stjarnan 2-0 | Auðvelt hjá Breiðhyltingum Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 19. júlí 2021 22:55 Leiknismenn eru komnir í efri hluta deildarinnar. Vísir/Hulda Margrét Það var blíðskaparveður á Domusnova vellinum í Efra-Breiðholti þegar að heimamenn í Leikni fengu Stjörnuna í heimsókn Léttskýjað, 14 stiga hiti og hægur andvari. Fyrir leikinn voru heimamenn í Leikni í 8. sæti með 14 stig en Stjarnan sat fyrir leikinn í 10. sæti með 13 stig. Það var því til mikils að vinna fyrir sigurvegarann í þessum leik, möguleiki á því að stimpla sig út úr fallbaráttunni. Í bili að minnsta kosti. Liðin áttu misjöfnu gengi að fagna í síðasta deildarleik sínum. Leiknismenn unnu auðveldan 2-0 sigur á ÍA en Stjarnan tapaði á heimavelli fyrir nýliðum Keflavíkur 2-3. Það er skemmst frá því að segja að heimamenn í Leikni voru mun sterkari aðilinn frá upphafi til enda og unnu góðan sigur, 2-0. Sævar Atli Magnússon og Hjalti Sigurðarson skoruðu mörkin. Fyrri hálfleikurinn fór rólega af stað, en Leiknismenn virkuðu á undirritaðan sem ákafara liðið frá fyrstu mínútu. Það tók þá heldur ekki langan tíma að skora. Fyrsta markið kom strax á 7. Mínútu. Máni Austmann fór þá upp vinstri kantinn og negldi boltanum fyrir, boltinn fór í gegnum teiginn þar sem Manga Escobar reyndi að taka við honum, missti hann aðeins frá sér og þar var einn heitasti framherji deildarinnar mættur á svæðið og skilaði boltanum í netið. Sævar Atli Magnússon kominn með 11 mörk í deildinni í sumar og Leiknismenn komnir í vænlega stöðu strax í byrjun. Stjörnumenn voru svo meira með boltann næsta korterið eða svo án þess þó að skapa sér hættuleg færi. Miðja Stjörnunnar virkaði svifasein og ekki voru framherjarnir neitt líklegri. Á sama tíma var mun meira líf þegar að Leiknismenn sóttu, Manga var stórskemmtilegur á kantinum og Sævar var flottur fremsti maður. Það voru líka Leiknismenn sem skoruðu annað markið. Emil Berger og Ósvald léku saman á vinstri kantinum þangað til Emil fékk algerlega ótruflaður að smella boltanum fyrir með hægri færi inn að marki. Þar reis hæst Hjalti Sigurðarson sem skallaði boltann auðveldlega í hægra hornið niðri. 2-0 og Stjörnumenn farnir að sjá sýnir af leiknum gegn Keflvíkingum. Hálfleikurinn fjaraði svo út án teljandi marktækifæra, utan við frábæran sprett hjá Manga Escobar sem komst upp að endalínu og gaf boltann fyrir en Stjörnumenn náðu að koma boltanum frá. Manga meiddist á sprettinum og þurfti að fara af velli, vonandi ekki meiddur lengi. Undirritaður bjóst við að síðari hálfleikurinn myndi spilast eins, með bakfallandi Leiknismenn sem myndu leyfa gestunum að sækja. En annað kom á daginn. Leiknir mættu grjótharðir út á völlinn í seinni hálfleik og gjörsamlega tóku yfir leikinn. Stjarnan fékk engann tíma á boltanum og virtust algerlega ráðalausir. Leiknir komust í nokkrar ákjósanlegar stöður í hálfleiknum án þess þó að koma sér í frábær færi og sigldu þessum leik mjög fagmannlega í höfn. 2-0 sigur staðreynd. Frábær úrslit fyrir Leikni sem fer upp í 17 stig, 7 stigum frá HK sem er í næstneðsta sætinu með 10 stig. Af hverju vann Leiknir? Leiknir einfaldlega átti þennan leik frá upphafi til enda. Sáu við öllum tilraunum Stjörnunnar sem átti í miklum vandræðum með að skapa sér góðar stöður. Leiknir dómineraði í loftinu og voru svo eldsnöggir fram þegar það átti við. Sérstaklega flott taktísk breyting í hálfleik eftir að hafa legið til baka í fyrri hálfleik þá tóku heimamenn einfaldlega leikinn yfir í þeim síðari og jörðuðu Stjörnumenn. Af hverju tapaði Stjarnan? Í kvöld töpuðu þeir eiginlega bara fyrir betra liði. En það var samt erfitt að fylgjast með sumum Stjörnumönnunum í þessum leik. Einar Karl Ingvarsson átti vondann leik á miðjunni, Hilmar Árni var með allt á hornum sér og framherjar liðsins voru aldrei líklegir. Maður leiksins Allt leiknisliðið stóð sig vel í kvöld. Eiginlega án undantekninga. Að mati fréttaritara Vísis er erfitt að horfa framhjá Emil Berger sem átti mjög flottan leik og er nú stoðsendingahæsti leikmaður deildarinnar. Sævar Atli var einnig frábær sem og öll vörnin en þetta fer á Emil. Hvað næst? Bæði lið eiga leik næsta sunnudag, 25. júlí. Leiknisljónin fá KA menn frá Akureyri í Breiðholtið. KA vann fínan sigur á HK í vikunni. Leikurinn hefst klukkan 17:00. Stjarnan fer þá í heimsókn á heimavöll hamingjunnar í Víkinni og mæta þar bráðhressum Víkingum sem unnu baráttusigur á Keflavík í kvöld. Hefjast leikar klukkan 19:15. Þorvaldur: Kom mér mest á óvart hversu lélegir við vorum Það kom Þorvaldi á óvart hversu slakir Garðbæingar voru í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Þorvaldur Örlygsson þjálfari Stjörnunnar var ekki maður margra orða eftir tapið gegn Leikni í Breiðholtinu. „Við settum aldrei mark okkar á leikinn, hvorki seinna né fyrr.“ Það kom Þorvaldi að vissu leiti á óvart hversu slakir hans menn voru „Kom mér eiginlega mest á óvart hversu slakir við vorum. En Leiknir voru mun ferskari og gerðu hlutina betur en við. Mér fannst skiptingarnar breyta hlutunum aðeins en þær gerðu samt ekki mikið. En við fáum oft á okkur klaufaleg mörk og fáum ekkert út úr þessum leik í dag.“ Stjarnan lenti líka undir á móti Keflavík í síðasta deildarleik sínum. Aðspurður sagði Þorvaldur það áhyggjuefni. „Það er alltaf áhyggjuefni í fótboltaleik að lenda undir. Hvort sem það er í þessum leik eða öðrum.“ Sigurður: Skoðum andstæðingana alltaf mjög vel Sigurður var að vonum ánægður með sigur kvöldsins.Vísir/Hulda Margrét Sigurður Höskuldsson þjálfari Leiknis var að vonum ánægður með sína menn eftir sigurinn á Stjörnunni í Breiðholti í kvöld. „Við náttúrulega skorum tvö mörk í fyrri hálfleik og fannst fyrri hálfleikurinn ágætlega jafn. Svo fannst mér við bara gjörsamlega ganga frá leiknum í seinni hálfleik. Hvernig við spiluðum boltanum og stjórnuðum tempóinu. Mér fannst þetta vera virkilega, virkilega góð frammistaða. Sérstaklega í síðari hálfleik.“ Eftir að hafa legið til baka í fyrri hálfleik tóku Leiknismenn öll völd á vellinum fyrstu 25 mínúturnar í síðari hálfleik. Það var engin tilviljun: „Við skoðum andstæðingana alltaf mjög vel og ég var sérstaklega ánægður með strákana og hvernig við komum inn í seinni hálfleikinn. Við hefðum átt að skora tvö eða þrjú mörk í seinni hálfleik og þetta var bara flott frammistaða og nú þurfum við bara að byggja á þessu.“ segir Sigurður. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Leiknir Reykjavík Stjarnan
Það var blíðskaparveður á Domusnova vellinum í Efra-Breiðholti þegar að heimamenn í Leikni fengu Stjörnuna í heimsókn Léttskýjað, 14 stiga hiti og hægur andvari. Fyrir leikinn voru heimamenn í Leikni í 8. sæti með 14 stig en Stjarnan sat fyrir leikinn í 10. sæti með 13 stig. Það var því til mikils að vinna fyrir sigurvegarann í þessum leik, möguleiki á því að stimpla sig út úr fallbaráttunni. Í bili að minnsta kosti. Liðin áttu misjöfnu gengi að fagna í síðasta deildarleik sínum. Leiknismenn unnu auðveldan 2-0 sigur á ÍA en Stjarnan tapaði á heimavelli fyrir nýliðum Keflavíkur 2-3. Það er skemmst frá því að segja að heimamenn í Leikni voru mun sterkari aðilinn frá upphafi til enda og unnu góðan sigur, 2-0. Sævar Atli Magnússon og Hjalti Sigurðarson skoruðu mörkin. Fyrri hálfleikurinn fór rólega af stað, en Leiknismenn virkuðu á undirritaðan sem ákafara liðið frá fyrstu mínútu. Það tók þá heldur ekki langan tíma að skora. Fyrsta markið kom strax á 7. Mínútu. Máni Austmann fór þá upp vinstri kantinn og negldi boltanum fyrir, boltinn fór í gegnum teiginn þar sem Manga Escobar reyndi að taka við honum, missti hann aðeins frá sér og þar var einn heitasti framherji deildarinnar mættur á svæðið og skilaði boltanum í netið. Sævar Atli Magnússon kominn með 11 mörk í deildinni í sumar og Leiknismenn komnir í vænlega stöðu strax í byrjun. Stjörnumenn voru svo meira með boltann næsta korterið eða svo án þess þó að skapa sér hættuleg færi. Miðja Stjörnunnar virkaði svifasein og ekki voru framherjarnir neitt líklegri. Á sama tíma var mun meira líf þegar að Leiknismenn sóttu, Manga var stórskemmtilegur á kantinum og Sævar var flottur fremsti maður. Það voru líka Leiknismenn sem skoruðu annað markið. Emil Berger og Ósvald léku saman á vinstri kantinum þangað til Emil fékk algerlega ótruflaður að smella boltanum fyrir með hægri færi inn að marki. Þar reis hæst Hjalti Sigurðarson sem skallaði boltann auðveldlega í hægra hornið niðri. 2-0 og Stjörnumenn farnir að sjá sýnir af leiknum gegn Keflvíkingum. Hálfleikurinn fjaraði svo út án teljandi marktækifæra, utan við frábæran sprett hjá Manga Escobar sem komst upp að endalínu og gaf boltann fyrir en Stjörnumenn náðu að koma boltanum frá. Manga meiddist á sprettinum og þurfti að fara af velli, vonandi ekki meiddur lengi. Undirritaður bjóst við að síðari hálfleikurinn myndi spilast eins, með bakfallandi Leiknismenn sem myndu leyfa gestunum að sækja. En annað kom á daginn. Leiknir mættu grjótharðir út á völlinn í seinni hálfleik og gjörsamlega tóku yfir leikinn. Stjarnan fékk engann tíma á boltanum og virtust algerlega ráðalausir. Leiknir komust í nokkrar ákjósanlegar stöður í hálfleiknum án þess þó að koma sér í frábær færi og sigldu þessum leik mjög fagmannlega í höfn. 2-0 sigur staðreynd. Frábær úrslit fyrir Leikni sem fer upp í 17 stig, 7 stigum frá HK sem er í næstneðsta sætinu með 10 stig. Af hverju vann Leiknir? Leiknir einfaldlega átti þennan leik frá upphafi til enda. Sáu við öllum tilraunum Stjörnunnar sem átti í miklum vandræðum með að skapa sér góðar stöður. Leiknir dómineraði í loftinu og voru svo eldsnöggir fram þegar það átti við. Sérstaklega flott taktísk breyting í hálfleik eftir að hafa legið til baka í fyrri hálfleik þá tóku heimamenn einfaldlega leikinn yfir í þeim síðari og jörðuðu Stjörnumenn. Af hverju tapaði Stjarnan? Í kvöld töpuðu þeir eiginlega bara fyrir betra liði. En það var samt erfitt að fylgjast með sumum Stjörnumönnunum í þessum leik. Einar Karl Ingvarsson átti vondann leik á miðjunni, Hilmar Árni var með allt á hornum sér og framherjar liðsins voru aldrei líklegir. Maður leiksins Allt leiknisliðið stóð sig vel í kvöld. Eiginlega án undantekninga. Að mati fréttaritara Vísis er erfitt að horfa framhjá Emil Berger sem átti mjög flottan leik og er nú stoðsendingahæsti leikmaður deildarinnar. Sævar Atli var einnig frábær sem og öll vörnin en þetta fer á Emil. Hvað næst? Bæði lið eiga leik næsta sunnudag, 25. júlí. Leiknisljónin fá KA menn frá Akureyri í Breiðholtið. KA vann fínan sigur á HK í vikunni. Leikurinn hefst klukkan 17:00. Stjarnan fer þá í heimsókn á heimavöll hamingjunnar í Víkinni og mæta þar bráðhressum Víkingum sem unnu baráttusigur á Keflavík í kvöld. Hefjast leikar klukkan 19:15. Þorvaldur: Kom mér mest á óvart hversu lélegir við vorum Það kom Þorvaldi á óvart hversu slakir Garðbæingar voru í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Þorvaldur Örlygsson þjálfari Stjörnunnar var ekki maður margra orða eftir tapið gegn Leikni í Breiðholtinu. „Við settum aldrei mark okkar á leikinn, hvorki seinna né fyrr.“ Það kom Þorvaldi að vissu leiti á óvart hversu slakir hans menn voru „Kom mér eiginlega mest á óvart hversu slakir við vorum. En Leiknir voru mun ferskari og gerðu hlutina betur en við. Mér fannst skiptingarnar breyta hlutunum aðeins en þær gerðu samt ekki mikið. En við fáum oft á okkur klaufaleg mörk og fáum ekkert út úr þessum leik í dag.“ Stjarnan lenti líka undir á móti Keflavík í síðasta deildarleik sínum. Aðspurður sagði Þorvaldur það áhyggjuefni. „Það er alltaf áhyggjuefni í fótboltaleik að lenda undir. Hvort sem það er í þessum leik eða öðrum.“ Sigurður: Skoðum andstæðingana alltaf mjög vel Sigurður var að vonum ánægður með sigur kvöldsins.Vísir/Hulda Margrét Sigurður Höskuldsson þjálfari Leiknis var að vonum ánægður með sína menn eftir sigurinn á Stjörnunni í Breiðholti í kvöld. „Við náttúrulega skorum tvö mörk í fyrri hálfleik og fannst fyrri hálfleikurinn ágætlega jafn. Svo fannst mér við bara gjörsamlega ganga frá leiknum í seinni hálfleik. Hvernig við spiluðum boltanum og stjórnuðum tempóinu. Mér fannst þetta vera virkilega, virkilega góð frammistaða. Sérstaklega í síðari hálfleik.“ Eftir að hafa legið til baka í fyrri hálfleik tóku Leiknismenn öll völd á vellinum fyrstu 25 mínúturnar í síðari hálfleik. Það var engin tilviljun: „Við skoðum andstæðingana alltaf mjög vel og ég var sérstaklega ánægður með strákana og hvernig við komum inn í seinni hálfleikinn. Við hefðum átt að skora tvö eða þrjú mörk í seinni hálfleik og þetta var bara flott frammistaða og nú þurfum við bara að byggja á þessu.“ segir Sigurður.