Sjáðu mörkin úr óvæntum sigri ÍA, fyrstu mörk sumarsins á Greifavelli, sigurmark Lennon og glæsimark Höskuldar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. júlí 2021 08:30 Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, skoraði glæsilegt mark gegn KR. Vísir/Hulda Margrét Hér að neðan má sjá mörkin úr síðustu fjórum leikjum Pepsi Max deildar karla. Á laugardag vann ÍA 2-1 sigur á Íslandsmeisturum Vals, í gær vann KA 2-0 sigur á HK í fyrsta leik sumarsins á Greifavelli á Akureyri. FH lagði Fylki 1-0 í leik sem bauð upp á hvert dauðafærið á fætur öðru en á sama tíma gerðu KR og Breiðablik 1-1 jafntefli í Vesturbæ Reykjavíkur. Það verður að segjast að sigur botnliðs ÍA á Íslandsmeisturum Vals hafi verið einkar óvæntur en Valsmenn tróna á toppi deildarinnar um þessar mundir. Eftir markalausan fyrri hálfleik var Sebastian Hedlund fyrir því óláni að skora sjálfsmark er hann skallaði fyrirgjöf í eigið net snemma í síðari hálfleik. Johannes Vall er svo skráður fyrir öðru marki Vals en skot að marki fór þá í hann og í netið. Staðan því 2-0 en leikmenn ÍA ekki enn búnir að koma tuðrunni í netið af eigin sjálfsdáðum. Kaj Leo í Bartalsstovu minnkaði muninn með glæsimarki en nær komust gestirnir ekki og lokatölur því 2-1 ÍA í vil. Klippa: ÍA 2-1 Valur KA tók á móti HK á Greifavelli en fram að leik gærdagsins höfðu heimamenn leikið á Dalvík. Ásgeir Sigurgeirsson kom KA yfir eftir tæpan hálftíma er hann kláraði vel úr þröngu færi. Varnarleikur HK í markinu var ekki til útflutnings. Daníel Hafsteinsson gerði út um leikinn með glæsilegu skoti snemma í síðari hálfleik. Staðan orðin 2-0 og reyndust það lokatölur. Klippa: KA 2-0 HK Steven Lennon tryggði FH 1-0 sigur á Fylki þar sem bæði lið fengu frábær færi til að skora. Heimamenn í FH bókstaflega óðu í færum í fyrri hálfleik en tókst ekki að koma knettinum yfir línuna. Fylkir hefði svo getað tekið forystuna í síðari hálfleik en brást bogalistin. Lennon braut svo ísinn og tryggði FH ómetanlegan 1-0 sigur. Klippa: FH 1-0 Fylkir Að lokum mættust KR og Breiðablik í Vesturbænum. Eftir markalausan fyrri hálfleik skoraði Kjartan Henry Finnbogason með skalla af stuttu færi í upphafi síðari hálfleiks. Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, jafnaði metin með góðu skoti úr aukaspyrnu og staðan því jöfn 1-1 um miðbik hálfleiksins. Fleiri urðu mörkin ekki og loks tókst Blikum að forðast tap gegn KR. Fyrir leikinn höfðu lærisveinar Rúnars Kristinssonar unnið sex leik í röð gegn þeim grænklæddu. Klippa: KR 1-1 Breiðablik Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: FH - Fylkir 1-0| Fyrsti sigur FH í deildinni síðan 17. maí FH unnu sinn fyrsta sigur síðan 17. maí. FH ingar fengu hvert dauðafærið á fætur öðru í fyrri hálfleik sem Aron Snær Friðriksson varði. Steven Lennon gerði fyrsta mark leiksins eftir tæplega 78 mínútna leik og mátti sjá að miklu fargi hafi verið létt af leikmönnum FH eftir að hafa farið illa með ansi mörg dauðafæri. 18. júlí 2021 22:00 Umfjöllun og viðtöl: KR - Breiðablik 1-1 | Sanngjarnt jafntefli í toppslagnum KR og Breiðablik skildu jöfn, 1-1, í stórleik 13. umferðar Pepsi Max-deildar karla á Meistaravöllum í kvöld. 18. júlí 2021 22:27 Umfjöllun og viðtöl: KA - HK 2-0 | KA vann í fyrsta leik sínum á Akureyri KA-menn lögðu HK-inga að velli í 13.umferð Pepsi Max deildarinnar á Akureyri í dag. 18. júlí 2021 17:00 Umfjöllun og viðtöl: ÍA - Valur 2-1 | Botnliðið vann toppliðið á Akranesi ÍA vann Val, 2-1, þegar botn- og topplið Pepsi Max-deildar karla áttust við á Akranesi í dag. Þetta var fyrsti sigur Skagamanna síðan 21. maí og gríðarlega mikilvægur fyrir þá. 17. júlí 2021 18:26 Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira
Á laugardag vann ÍA 2-1 sigur á Íslandsmeisturum Vals, í gær vann KA 2-0 sigur á HK í fyrsta leik sumarsins á Greifavelli á Akureyri. FH lagði Fylki 1-0 í leik sem bauð upp á hvert dauðafærið á fætur öðru en á sama tíma gerðu KR og Breiðablik 1-1 jafntefli í Vesturbæ Reykjavíkur. Það verður að segjast að sigur botnliðs ÍA á Íslandsmeisturum Vals hafi verið einkar óvæntur en Valsmenn tróna á toppi deildarinnar um þessar mundir. Eftir markalausan fyrri hálfleik var Sebastian Hedlund fyrir því óláni að skora sjálfsmark er hann skallaði fyrirgjöf í eigið net snemma í síðari hálfleik. Johannes Vall er svo skráður fyrir öðru marki Vals en skot að marki fór þá í hann og í netið. Staðan því 2-0 en leikmenn ÍA ekki enn búnir að koma tuðrunni í netið af eigin sjálfsdáðum. Kaj Leo í Bartalsstovu minnkaði muninn með glæsimarki en nær komust gestirnir ekki og lokatölur því 2-1 ÍA í vil. Klippa: ÍA 2-1 Valur KA tók á móti HK á Greifavelli en fram að leik gærdagsins höfðu heimamenn leikið á Dalvík. Ásgeir Sigurgeirsson kom KA yfir eftir tæpan hálftíma er hann kláraði vel úr þröngu færi. Varnarleikur HK í markinu var ekki til útflutnings. Daníel Hafsteinsson gerði út um leikinn með glæsilegu skoti snemma í síðari hálfleik. Staðan orðin 2-0 og reyndust það lokatölur. Klippa: KA 2-0 HK Steven Lennon tryggði FH 1-0 sigur á Fylki þar sem bæði lið fengu frábær færi til að skora. Heimamenn í FH bókstaflega óðu í færum í fyrri hálfleik en tókst ekki að koma knettinum yfir línuna. Fylkir hefði svo getað tekið forystuna í síðari hálfleik en brást bogalistin. Lennon braut svo ísinn og tryggði FH ómetanlegan 1-0 sigur. Klippa: FH 1-0 Fylkir Að lokum mættust KR og Breiðablik í Vesturbænum. Eftir markalausan fyrri hálfleik skoraði Kjartan Henry Finnbogason með skalla af stuttu færi í upphafi síðari hálfleiks. Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, jafnaði metin með góðu skoti úr aukaspyrnu og staðan því jöfn 1-1 um miðbik hálfleiksins. Fleiri urðu mörkin ekki og loks tókst Blikum að forðast tap gegn KR. Fyrir leikinn höfðu lærisveinar Rúnars Kristinssonar unnið sex leik í röð gegn þeim grænklæddu. Klippa: KR 1-1 Breiðablik Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: FH - Fylkir 1-0| Fyrsti sigur FH í deildinni síðan 17. maí FH unnu sinn fyrsta sigur síðan 17. maí. FH ingar fengu hvert dauðafærið á fætur öðru í fyrri hálfleik sem Aron Snær Friðriksson varði. Steven Lennon gerði fyrsta mark leiksins eftir tæplega 78 mínútna leik og mátti sjá að miklu fargi hafi verið létt af leikmönnum FH eftir að hafa farið illa með ansi mörg dauðafæri. 18. júlí 2021 22:00 Umfjöllun og viðtöl: KR - Breiðablik 1-1 | Sanngjarnt jafntefli í toppslagnum KR og Breiðablik skildu jöfn, 1-1, í stórleik 13. umferðar Pepsi Max-deildar karla á Meistaravöllum í kvöld. 18. júlí 2021 22:27 Umfjöllun og viðtöl: KA - HK 2-0 | KA vann í fyrsta leik sínum á Akureyri KA-menn lögðu HK-inga að velli í 13.umferð Pepsi Max deildarinnar á Akureyri í dag. 18. júlí 2021 17:00 Umfjöllun og viðtöl: ÍA - Valur 2-1 | Botnliðið vann toppliðið á Akranesi ÍA vann Val, 2-1, þegar botn- og topplið Pepsi Max-deildar karla áttust við á Akranesi í dag. Þetta var fyrsti sigur Skagamanna síðan 21. maí og gríðarlega mikilvægur fyrir þá. 17. júlí 2021 18:26 Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: FH - Fylkir 1-0| Fyrsti sigur FH í deildinni síðan 17. maí FH unnu sinn fyrsta sigur síðan 17. maí. FH ingar fengu hvert dauðafærið á fætur öðru í fyrri hálfleik sem Aron Snær Friðriksson varði. Steven Lennon gerði fyrsta mark leiksins eftir tæplega 78 mínútna leik og mátti sjá að miklu fargi hafi verið létt af leikmönnum FH eftir að hafa farið illa með ansi mörg dauðafæri. 18. júlí 2021 22:00
Umfjöllun og viðtöl: KR - Breiðablik 1-1 | Sanngjarnt jafntefli í toppslagnum KR og Breiðablik skildu jöfn, 1-1, í stórleik 13. umferðar Pepsi Max-deildar karla á Meistaravöllum í kvöld. 18. júlí 2021 22:27
Umfjöllun og viðtöl: KA - HK 2-0 | KA vann í fyrsta leik sínum á Akureyri KA-menn lögðu HK-inga að velli í 13.umferð Pepsi Max deildarinnar á Akureyri í dag. 18. júlí 2021 17:00
Umfjöllun og viðtöl: ÍA - Valur 2-1 | Botnliðið vann toppliðið á Akranesi ÍA vann Val, 2-1, þegar botn- og topplið Pepsi Max-deildar karla áttust við á Akranesi í dag. Þetta var fyrsti sigur Skagamanna síðan 21. maí og gríðarlega mikilvægur fyrir þá. 17. júlí 2021 18:26