Meirihluti falsfrétta um Covid-19 komi frá tólf einstaklingum Árni Sæberg skrifar 18. júlí 2021 10:03 Mikið er um upplýsingaóreiðu um bólusetningar á miðlum Facebook. Getty/Hakan Nural Mikill meirihluti falsfrétta og hræðsluáróðurs um bólusetningar á samfélagsmiðlum vestanhafs er runninn undan rifjum einungis tólf einstaklinga. Þetta segir í nýrri skýrslu Center for Countering Digital Hate, samtaka sem berjast gegn stafrænu hatri. Center for Countering Digital Hate, eða CCDH, kalla hópinn „disinformation dozen“ eða upplýsingaóreiðutólfmenningana. Samtökin segja hópinn vera með 59 milljónir fylgjenda á samfélagsmiðlum, þar af langflesta á Facebook. Samkvæmt greiningu CCDH á yfir 800 þúsund færslum, sem flokka mætti sem falsfréttir um Covid-19 á samfélagsmiðlum, komu 65 prósent þeirra frá tólfmenningunum. Á Facebook er hlutfallið 73 prósent. Joe Biden Bandaríkjaforseti og Vivek Murphy, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna sögðu í fyrradag að eini faraldurinn sem Bandaríkin væru að glíma við væri faraldur óbólusettra. Þeir kenndu jafnframt samfélagsmiðlum um það hversu margir eru enn óbólusettir. Meðal tólfmenningana eru læknar, líkamsræktarkappi, heilsubloggari, ofsatrúarmaður og Robert F. Kennedy yngri, bróðursonur Johns F. Kennedy. Kennedy hefur verið mikill andstæðingur bólusetninga af öllu tagi í áraraðir. Fylgja ekki eigin reglum „Facebook, Google og Twitter hafa sett regluverk til að koma í veg fyrir dreifingu falsfrétta um bóluefni. Hingað til hefur ekkert þeirra framfylgt eigin reglum á fullnægandi hátt,“ segir Imran Ahmed, forstjóri CCDH, í skýrslunni. „Þau hafa öll verið sérstaklega óvirk í að fjarlægja skemmandi og hættulega upplýsingaóreiðu um bóluefni,“ bætir hann við. Samfélagsmiðlar hafa stigið skref í rétta átt að því að koma í veg fyrir miðlun upplýsingaóreiðu, einn þeirra hefur fjarlægt aðganga þriggja tólfmenninganna en CCDH segir þau ekki gera nóg. Samtökin hafa kallað eftir því að allir helstu samfélagsmiðlar hætti að gefa hópnum vettvang til að dreifa upplýsingaóreiðu. „Þar sem miklum meirihluta falsfrétta er dreift af þessum tólf einstaklingum, myndi verulega draga úr dreifingu upplýsingaóreiðu á miðlunum ef þessum nokkru aðgöngum yrði eytt,“ segir í skýrslu CCDH. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samfélagsmiðlar Fjölmiðlar Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Fleiri fréttir Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Sjá meira
Center for Countering Digital Hate, eða CCDH, kalla hópinn „disinformation dozen“ eða upplýsingaóreiðutólfmenningana. Samtökin segja hópinn vera með 59 milljónir fylgjenda á samfélagsmiðlum, þar af langflesta á Facebook. Samkvæmt greiningu CCDH á yfir 800 þúsund færslum, sem flokka mætti sem falsfréttir um Covid-19 á samfélagsmiðlum, komu 65 prósent þeirra frá tólfmenningunum. Á Facebook er hlutfallið 73 prósent. Joe Biden Bandaríkjaforseti og Vivek Murphy, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna sögðu í fyrradag að eini faraldurinn sem Bandaríkin væru að glíma við væri faraldur óbólusettra. Þeir kenndu jafnframt samfélagsmiðlum um það hversu margir eru enn óbólusettir. Meðal tólfmenningana eru læknar, líkamsræktarkappi, heilsubloggari, ofsatrúarmaður og Robert F. Kennedy yngri, bróðursonur Johns F. Kennedy. Kennedy hefur verið mikill andstæðingur bólusetninga af öllu tagi í áraraðir. Fylgja ekki eigin reglum „Facebook, Google og Twitter hafa sett regluverk til að koma í veg fyrir dreifingu falsfrétta um bóluefni. Hingað til hefur ekkert þeirra framfylgt eigin reglum á fullnægandi hátt,“ segir Imran Ahmed, forstjóri CCDH, í skýrslunni. „Þau hafa öll verið sérstaklega óvirk í að fjarlægja skemmandi og hættulega upplýsingaóreiðu um bóluefni,“ bætir hann við. Samfélagsmiðlar hafa stigið skref í rétta átt að því að koma í veg fyrir miðlun upplýsingaóreiðu, einn þeirra hefur fjarlægt aðganga þriggja tólfmenninganna en CCDH segir þau ekki gera nóg. Samtökin hafa kallað eftir því að allir helstu samfélagsmiðlar hætti að gefa hópnum vettvang til að dreifa upplýsingaóreiðu. „Þar sem miklum meirihluta falsfrétta er dreift af þessum tólf einstaklingum, myndi verulega draga úr dreifingu upplýsingaóreiðu á miðlunum ef þessum nokkru aðgöngum yrði eytt,“ segir í skýrslu CCDH.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samfélagsmiðlar Fjölmiðlar Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Fleiri fréttir Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Sjá meira