Erlent

Hollenskur táningur verður yngsti geimfari sögunnar

Árni Sæberg skrifar
Engan skyldi furða að Oliver Daemen brosi sínu breiðasta þessa dagana.
Engan skyldi furða að Oliver Daemen brosi sínu breiðasta þessa dagana. Blue Origin

Hollenskur táningur að nafni Oliver Daemen verður yngsti geimfari sögunnar þegar hann fer út í geim ásamt Jeff Bezos þann tuttugasta júlí.

Hinn átján ára gamli Oliver Daemen mun taka sæti nafnlauss sigurvega uppboðs um síðasta sætið um borð í eldflaug geimflugfélags Jeffs Bezos, Blue Origin.

Sigurvegarinn nafnlausi getur ekki nýtt sæti sitt, sem hann borgaði um þrjá og hálfan milljarð króna fyrir, vegna anna.

Faðir Olivers, forstjóri hollenska leigufélagsins Somerset Capital partners hafði keypt sér miða í annað geimflug Blue Origin en þegar sæti losnaði í fyrsta fluginu ákvað hann að gefa syni sínum miðann.

Ásamt Oliver munu Jeff Bezos, bróðir hans Mark Bezos og Wally Funk fara út í geim þann tuttugasta júlí. Wally Funk, áttatíu og tveggja ára gömul kona, verður elsta manneskjan til að ferðast út í geim.

Því mun jómfrúarflug Blue Origin slá tvö met, um borð verður yngsti og elsti geimfari sögunnar.

Geimflugfélag Bezos mun þó ekki slá það met sem það hefði viljað þar sem Virgin Galactic, félag Richards Branson, vann einkarekna geimkapphlaupið á dögunum þegar það sendi eldflaug út í geim, fyrst einkaaðila.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×