Hafnarfjarðarbær hyggst gefa nýburum krúttkörfur Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 15. júlí 2021 22:47 Hafnarfjarðarbær mun gefa nýburum svokallaða krúttkörfu frá og með haustinu. Í henni verður að finna helstu nauðsynjar fyrir barnið fyrstu dagana. Stöð 2 Nýbakaðir foreldrar í Hafnarfirði mega með haustinu vænta þess að fá svokallaða krúttkörfu frá bænum sem inniheldur allar helstu nauðsynjar fyrir barnið á borð við samfellur, smekki og bleyjur. Ágúst Bjarni Garðarsson, formaður bæjarráðs í Hafnarfirði segir þetta vera leið til þess að taka á móti nýjum íbúum með táknrænni hætti en hefur verið gert hingað til. Hugmyndin byggir á finnskri fyrirmynd en þar geta foreldrar fengið veglegan barnsburðarpakka sem inniheldur nær allt sem ung börn þurfa fyrstu mánuðina, sængur og sængurföt, bleyjur, sokka, smekki, galla, húfur, föt og þannig mætti lengi telja. Foreldrarnir sjálfir fá krem, getnaðarvarnir, tíðarvörur og fleira. En þeir sem ekki vilja pakkann geta fengið um hundrað og sjötíu evrur eða um tuttugu og fimm þúsund krónur. Hafnarfjarðarbær hefur tekið hugmyndina upp en þar er í bígerð svonefnd krúttkarfa sem glænýir bæjarbúar fá að gjöf. „Okkur langar að taka á móti nýjum íbúum með kannski táknrænni hætti en verið hefur. Það er að segja að gefa eða láta nýja íbúa hafa körfu með nytsamlegum og eigulegum hlutum og góðum ráðum fyrir okkur foreldrana, afar og ömmur og aðstandendur,“ segir Ágúst Bjarni. Ágúst Bjarni Garðarsson er formaður bæjarráðs í Hafnarfirði.Stöð 2 Markmiðið að taka vel á móti nýjum íbúum Hugmyndin hefur áður skotið upp kollinum hér á landi og var þingsályktunartillaga þess efnis lögð fram á Alþingi árið 2015 sem þó náði ekki fram að ganga. Þá hafa nýfædd börn í Reykhólahreppi fengið vöggugjöf frá sveitarfélaginu, en þar var markmiðið að hvetja til frjósemi. „Hugsunin er sú sama, að taka vel á móti nýjum íbúum og það er það sem við erum að gera með því að fara í þessa vinnu hér í Hafnarfirði.“ Ágúst segir að þó krúttkarfan sé ekki eins vegleg og hjá frændum okkar Finnum, þá verði í henni ýmsir nytsamlegir hlutir. „Þetta verður eitthvað sem að börnin geta svona notað á fyrstu dögum. Það verður húfa, samfella, smekkur og jafnvel einhver góð bók.“ Hann vill hins vegar ekki svipta hulunni alfarið af innihaldi kassans alveg strax. „Ég vonast til þess að við getum afhent fyrsta kassann núna í september, október.“ Hafnarfjörður Börn og uppeldi Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Hugmyndin byggir á finnskri fyrirmynd en þar geta foreldrar fengið veglegan barnsburðarpakka sem inniheldur nær allt sem ung börn þurfa fyrstu mánuðina, sængur og sængurföt, bleyjur, sokka, smekki, galla, húfur, föt og þannig mætti lengi telja. Foreldrarnir sjálfir fá krem, getnaðarvarnir, tíðarvörur og fleira. En þeir sem ekki vilja pakkann geta fengið um hundrað og sjötíu evrur eða um tuttugu og fimm þúsund krónur. Hafnarfjarðarbær hefur tekið hugmyndina upp en þar er í bígerð svonefnd krúttkarfa sem glænýir bæjarbúar fá að gjöf. „Okkur langar að taka á móti nýjum íbúum með kannski táknrænni hætti en verið hefur. Það er að segja að gefa eða láta nýja íbúa hafa körfu með nytsamlegum og eigulegum hlutum og góðum ráðum fyrir okkur foreldrana, afar og ömmur og aðstandendur,“ segir Ágúst Bjarni. Ágúst Bjarni Garðarsson er formaður bæjarráðs í Hafnarfirði.Stöð 2 Markmiðið að taka vel á móti nýjum íbúum Hugmyndin hefur áður skotið upp kollinum hér á landi og var þingsályktunartillaga þess efnis lögð fram á Alþingi árið 2015 sem þó náði ekki fram að ganga. Þá hafa nýfædd börn í Reykhólahreppi fengið vöggugjöf frá sveitarfélaginu, en þar var markmiðið að hvetja til frjósemi. „Hugsunin er sú sama, að taka vel á móti nýjum íbúum og það er það sem við erum að gera með því að fara í þessa vinnu hér í Hafnarfirði.“ Ágúst segir að þó krúttkarfan sé ekki eins vegleg og hjá frændum okkar Finnum, þá verði í henni ýmsir nytsamlegir hlutir. „Þetta verður eitthvað sem að börnin geta svona notað á fyrstu dögum. Það verður húfa, samfella, smekkur og jafnvel einhver góð bók.“ Hann vill hins vegar ekki svipta hulunni alfarið af innihaldi kassans alveg strax. „Ég vonast til þess að við getum afhent fyrsta kassann núna í september, október.“
Hafnarfjörður Börn og uppeldi Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent