Viðskipti innlent

Bréf í Solid Clouds halda áfram að lækka

Árni Sæberg skrifar
Viðskipti með hlutabréf tölvuleikjafyrirtækisins Solid Clouds hófust á mánudaginn.
Viðskipti með hlutabréf tölvuleikjafyrirtækisins Solid Clouds hófust á mánudaginn. Birgir Ísleifur Gunnarsson

Gengi hlutabréfa í íslenska tölvuleikjafyrirtækinu Solid Clouds lækkaði um 14,9 prósent í dag. Frá skráningu félagsins á markað á mánudaginn hafa bréf í því lækkað um 36 prósent.

Hlutafjárútboði félagsins lauk miðvikudaginn 30. júní en útboðsgengið var 12,5 krónur á hlut. Þremur dögum eftir skráningu félagsins á markað er gengið komið niður í átta krónur á hlut.

Viðskipti með bréfin hafa verið lítil frá skráningu en í dag námu viðskipti aðeins fjórum milljónum króna. Ástæða þess er líklega veglegur skattaafsláttur sem stendur þeim sem halda bréfum sínum í minnst þrjú ár til boða. 

Einstaklingar sem eru með skattalegt heimilisfesti á Íslandi og skráðu sig fyrir hlutum í félaginu fyrir minnst 300 þúsund krónur uppfylla skilyrði um frádrátt frá tekjuskatts- og/eða fjármagnstekjuskattsstofni sínum fyrir allt að 75% af fjárfestingu sinni, að því gefnu að þeir eigi hlutabréfin í að lágmarki þrjú ár.


Tengdar fréttir

Hlutafjárútboð Solid Clouds hafið

Klukkan tíu hófst hlutafjárútboð í íslenska tölvuleikjafyrirtækinu Solid Clouds hf. Útboðið hefst örfáum dögum eftir að tilkynnt var um næsta tölvuleik úr smiðju fyrirtækisins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu.

Hluta­fjár­út­boð Solid Clouds hefst í næstu viku

Hluta­fjár­út­boð ís­lenska tölvu­leikja­fyrir­tækisins Solid Clouds hefst næsta mánu­dag klukkan 10 og mun standa fyrir til klukkan 16 mið­viku­daginn 30. júní. Arion banki sér um út­boðið en fé­lagið verður skráð á First North markaðinn.

Birtu kitlu úr nýjum Starborne-leik Solid Clouds

Íslenski tölvuleikjaframleiðandinn Solid Clouds birti í dag nýja kitlu úr leiknum Starborne: Frontiers sem kemur út um mitt næsta ár. Leikurinn er hannaður fyrir snjallsíma en verður einnig spilanlegur á PC-tölvum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×