…og þá voru eftir tveir Jóhannes Kolbeinsson skrifar 15. júlí 2021 08:00 Það var dapurlegt að heyra fréttirnar af því fyrir skömmu að greiðslumiðlunin Rapyd hyggist kaupa Valitor. Áður hafði fyrirtækið nefnilega keypt annað íslenskt greiðslumiðlunarfyrirtæki, Korta, og við kaupin á Valitor fækkar greiðslufyrirtækjum á Íslandi í tvö – Rapyd og Salt Pay. Þeir sem þekkja sögu greiðslukortaviðskipta á Íslandi vita vel hvernig ástandið var síðast þegar einungis tvö fyrirtæki buðu upp á greiðslumiðlun á landinu. Sú fákeppni leiddi af sér algera stöðnun þar sem fyrirtækin tvö mjólkuðu söluaðila og almenning í krafti stöðu sinnar, rukkuðu hátt verð og greiddu söluaðilum seint. Það var ekki fyrr er þriðja fyrirtækið – Kortaþjónustan – komst loks inn á markaðinn árið 2002 sem fákeppnin rofnaði, til mikilla hagsbóta fyrir almenning og fyrirtæki. Til vandræða frá því fákeppni lauk Fákeppnisfyrirtækin börðust hatrammlega gegn því að þurfa að stunda eðlileg viðskipti eins og frægt varð, og voru að lokum margdæmd fyrir samkeppnislagabrot. En það voru ekki bara þau sem gerðust brotleg, heldur tóku Íslandsbanki, Landsbankinn og Arion Banki virkan þátt í að brjóta á Kortaþjónustunni. Þeir gerðu sátt við Samkeppniseftirlitið vegna þeirra brota árið 2015, þar sem þeir viðurkenndu langvarandi og alvarleg samkeppnislagabrot og greiddu háar sektir til ríkisins. Það var í raun fyrst eftir þennan úrskurð sem samkeppnisstaðan varð jöfn á markaðnum. Og þá kom best í ljós hversu mikilvæg samkeppnislagabrotin höfðu verið fyrir fákeppnisfyrirtækin, því upp frá því hafa greiðslumiðlunarfyrirtækin tvö verið meira og minna í taprekstri og aðallega til vandræða fyrir aðaleigendur sína, Íslandsbanka, Landsbankann og Arion Banka. Fyrri brot enn óbætt Enn hafa þeir sem raunverulega var brotið á, og þurftu árum saman að reka fyrirtæki sitt í kolskakkri samkeppnisstöðu, þó ekki fengið krónu í skaðabætur frá bönkunum. Það mál er enn fyrir dómstólum og með ólíkindum að sjá hvernig hinir brotlegu komast upp með að þæfa það og tefja árum saman. Samkeppniseftirlitið hefur ítrekað bent á mikilvægi þess fyrir samkeppnismál í landinu að hinir brotlegu bæti brotaþolum skaðann. En dómstólar draga því miður lappirnar og það er skammarlegt hvernig þau fyrirtæki sem verða fyrir barðinu á samkeppnisbrotum á Íslandi fá sinn hlut illa eða aldrei bættan. Hinir brotlegu sleppa hins vegar með að greiða örlítinn hluta af ávinningi sínum af brotunum í sektir til ríkisins og nota sína djúpu vasa til að verjast fórnarlömbum sínum í dómstólum. Með kortamarkaðinn í gjörgæslu Það verður athyglisvert svo ekki sé meira sagt að fylgjast með viðbrögðum Samkeppniseftirlitsins við þessum kaupum Rapyd á Valitor. Eftir að hafa neyðst til að hafa kortamarkaðinn í gjörgæslu í rúman áratug þegar kortafyrirtækin voru þrjú á markaðnum er ómögulegt að sjá hvernig stofnunin ætlar að tryggja virka samkeppni með einungis tveimur fyrirtækjum. Ég hef allavega mínar skoðanir á hversu líklegt er að það fyrirkomulag verði fyrirtækjum og almenningi á Íslandi til hagsbóta. Þeim hjá Samkeppniseftirlitinu er velkomið að heyra í mér með það – þau þekkja númerið. Höfundur er stofnandi og fyrrverandi framkvæmdastjóri Kortaþjónustunnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Greiðslumiðlun Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Það var dapurlegt að heyra fréttirnar af því fyrir skömmu að greiðslumiðlunin Rapyd hyggist kaupa Valitor. Áður hafði fyrirtækið nefnilega keypt annað íslenskt greiðslumiðlunarfyrirtæki, Korta, og við kaupin á Valitor fækkar greiðslufyrirtækjum á Íslandi í tvö – Rapyd og Salt Pay. Þeir sem þekkja sögu greiðslukortaviðskipta á Íslandi vita vel hvernig ástandið var síðast þegar einungis tvö fyrirtæki buðu upp á greiðslumiðlun á landinu. Sú fákeppni leiddi af sér algera stöðnun þar sem fyrirtækin tvö mjólkuðu söluaðila og almenning í krafti stöðu sinnar, rukkuðu hátt verð og greiddu söluaðilum seint. Það var ekki fyrr er þriðja fyrirtækið – Kortaþjónustan – komst loks inn á markaðinn árið 2002 sem fákeppnin rofnaði, til mikilla hagsbóta fyrir almenning og fyrirtæki. Til vandræða frá því fákeppni lauk Fákeppnisfyrirtækin börðust hatrammlega gegn því að þurfa að stunda eðlileg viðskipti eins og frægt varð, og voru að lokum margdæmd fyrir samkeppnislagabrot. En það voru ekki bara þau sem gerðust brotleg, heldur tóku Íslandsbanki, Landsbankinn og Arion Banki virkan þátt í að brjóta á Kortaþjónustunni. Þeir gerðu sátt við Samkeppniseftirlitið vegna þeirra brota árið 2015, þar sem þeir viðurkenndu langvarandi og alvarleg samkeppnislagabrot og greiddu háar sektir til ríkisins. Það var í raun fyrst eftir þennan úrskurð sem samkeppnisstaðan varð jöfn á markaðnum. Og þá kom best í ljós hversu mikilvæg samkeppnislagabrotin höfðu verið fyrir fákeppnisfyrirtækin, því upp frá því hafa greiðslumiðlunarfyrirtækin tvö verið meira og minna í taprekstri og aðallega til vandræða fyrir aðaleigendur sína, Íslandsbanka, Landsbankann og Arion Banka. Fyrri brot enn óbætt Enn hafa þeir sem raunverulega var brotið á, og þurftu árum saman að reka fyrirtæki sitt í kolskakkri samkeppnisstöðu, þó ekki fengið krónu í skaðabætur frá bönkunum. Það mál er enn fyrir dómstólum og með ólíkindum að sjá hvernig hinir brotlegu komast upp með að þæfa það og tefja árum saman. Samkeppniseftirlitið hefur ítrekað bent á mikilvægi þess fyrir samkeppnismál í landinu að hinir brotlegu bæti brotaþolum skaðann. En dómstólar draga því miður lappirnar og það er skammarlegt hvernig þau fyrirtæki sem verða fyrir barðinu á samkeppnisbrotum á Íslandi fá sinn hlut illa eða aldrei bættan. Hinir brotlegu sleppa hins vegar með að greiða örlítinn hluta af ávinningi sínum af brotunum í sektir til ríkisins og nota sína djúpu vasa til að verjast fórnarlömbum sínum í dómstólum. Með kortamarkaðinn í gjörgæslu Það verður athyglisvert svo ekki sé meira sagt að fylgjast með viðbrögðum Samkeppniseftirlitsins við þessum kaupum Rapyd á Valitor. Eftir að hafa neyðst til að hafa kortamarkaðinn í gjörgæslu í rúman áratug þegar kortafyrirtækin voru þrjú á markaðnum er ómögulegt að sjá hvernig stofnunin ætlar að tryggja virka samkeppni með einungis tveimur fyrirtækjum. Ég hef allavega mínar skoðanir á hversu líklegt er að það fyrirkomulag verði fyrirtækjum og almenningi á Íslandi til hagsbóta. Þeim hjá Samkeppniseftirlitinu er velkomið að heyra í mér með það – þau þekkja númerið. Höfundur er stofnandi og fyrrverandi framkvæmdastjóri Kortaþjónustunnar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun