Íbúar sagðir vopnast vegna ofbeldis í Suður-Afríku Samúel Karl Ólason skrifar 14. júlí 2021 16:45 Verksmiðja brennur í bakgrunninum en í forgrunni má sjá tóma kassa eftir að óeirðarseggir fóru ránshendi um vöruhús í borginni Durban. AP Minnst sjötíu manns eru dáin vegna öldu ofbeldis sem gengur nú yfir Suðu-Afríku eftir að Jacob Zuma, fyrrverandi forseti, var fangelsaður í síðustu viku. Óeirðir hafa átt sér stað og fólk hefur farið ránshendi um verslanir og heimili. Óreiðan er einhver sú versta í Suður-Afríku um árabil og Cyril Ramaphosa, forseti, segist vera að íhuga að senda fleiri hermenn á götur borga og bæja landsins til að kveða niður lætin. Almennir borgarar eru farnir að vopnast til að vernda eigur sínar og fyrirtæki, samkvæmt frétt Reuters. Vegna ránanna og óeirðanna er skortur á nauðsynjum eins og matvælum og eldsneyti víða í Suður-Afríku, samkvæmt BBC. Zuma var sakfelldur fyrir að sýna dómstólum vanvirðingu í síðasta mánuði eftir að hann mætti ekki í dómsal vegna spillingarannsóknar gegn honum. Hann gaf sig svo fram við lögreglu á miðvikudaginn í síðustu viku og byrjaði að afplána fimmtán mánaða fangelsisvist sína. Haldin voru mótmæli vegna fangelsunar Zuma sem leiddu til ofbeldis og íkveikjuárása. Tíu hinna látnu tróðust undir þegar hópur fólks fór ránshendi um verslunarmiðstöð í borginni Soweto. Reuters hefur eftir lögreglu að minnst 1.200 manns hafi verið handtekin vegna óeirðanna og verið sé að íhuga að lýsa yfir neyðarástandi. Ramaphosa fundaði með öðrum stjórnmálaleiðtogum Suður-Afríku í dag um það hvernig hægt væri að koma í veg fyrir frekara ofbeldi. Bandamenn Zuma safa þó gefið út að ekki verði friður í landinu fyrr en forsetanum fyrrverandi hafi verið sleppt úr fangelsi. Hér að neðan má sjá sjónarpsfrétt DW um ástandið í Suður-Afríku. Þar að neðan má svo sjá myndefni frá Al Jazeera. Suður-Afríka Mest lesið Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Erfiður tími þegar barnið kom út sem trans Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Fleiri fréttir Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Sjá meira
Óreiðan er einhver sú versta í Suður-Afríku um árabil og Cyril Ramaphosa, forseti, segist vera að íhuga að senda fleiri hermenn á götur borga og bæja landsins til að kveða niður lætin. Almennir borgarar eru farnir að vopnast til að vernda eigur sínar og fyrirtæki, samkvæmt frétt Reuters. Vegna ránanna og óeirðanna er skortur á nauðsynjum eins og matvælum og eldsneyti víða í Suður-Afríku, samkvæmt BBC. Zuma var sakfelldur fyrir að sýna dómstólum vanvirðingu í síðasta mánuði eftir að hann mætti ekki í dómsal vegna spillingarannsóknar gegn honum. Hann gaf sig svo fram við lögreglu á miðvikudaginn í síðustu viku og byrjaði að afplána fimmtán mánaða fangelsisvist sína. Haldin voru mótmæli vegna fangelsunar Zuma sem leiddu til ofbeldis og íkveikjuárása. Tíu hinna látnu tróðust undir þegar hópur fólks fór ránshendi um verslunarmiðstöð í borginni Soweto. Reuters hefur eftir lögreglu að minnst 1.200 manns hafi verið handtekin vegna óeirðanna og verið sé að íhuga að lýsa yfir neyðarástandi. Ramaphosa fundaði með öðrum stjórnmálaleiðtogum Suður-Afríku í dag um það hvernig hægt væri að koma í veg fyrir frekara ofbeldi. Bandamenn Zuma safa þó gefið út að ekki verði friður í landinu fyrr en forsetanum fyrrverandi hafi verið sleppt úr fangelsi. Hér að neðan má sjá sjónarpsfrétt DW um ástandið í Suður-Afríku. Þar að neðan má svo sjá myndefni frá Al Jazeera.
Suður-Afríka Mest lesið Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Erfiður tími þegar barnið kom út sem trans Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Fleiri fréttir Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Sjá meira