Betur fór en á horfðist hjá Stefáni Teiti sem missir þó af upphafi tímabilsins Sindri Sverrisson skrifar 13. júlí 2021 16:31 Stefán Teitur Þórðarson á ferðinni í æfingaleik með Silkeborg fyrir tímabilið sem er að hefjast. silkeborgif.com Stefán Teitur Þórðarson þarf að bíða aðeins með að spila sína fyrstu leiki í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta eftir að hann meiddist í hné í æfingaleik gegn þýska liðinu Hamburg í gær. Betur fór þó en á horfðist hjá Stefáni en óttast var að meiðslin gætu verið mjög alvarleg. Eftir skoðun og myndatöku í dag er hins vegar ljóst að um yfirspennu í hnénu var að ræða og mat læknis er að hann verði aðeins 2-3 vikur að jafna sig. „Þetta eru mjög góðar fréttir, en þó bæði súrt og sætt. Það er auðvitað ömurlegt að meiðast þegar það er vika í mótið en maður verður bara að bíða aðeins lengur,“ sagði Stefán Teitur sem stimplaði sig rækilega inn í lið Silkeborgar á síðustu leiktíð, eftir að hafa komið til liðsins frá ÍA. Stefán Teitur fór með Silkeborg upp úr dönsku 1. deildinni í vor, lék með U21-landsliði Íslands í lokakeppni EM í mars, og þessi öflugi miðjumaður var svo valinn í A-landsliðið og lék gegn Færeyjum og Póllandi í júní. „Mikill stígandi hjá liðinu og mér sjálfum“ Á meðan að fyrrverandi liðsfélagar hans á Akranesi hafa átt afar erfitt uppdráttar hefur Stefáni Teiti því gengið allt í haginn, ef horft er framhjá þeim minni háttar meiðslum sem hann þarf nú að jafna sig á. „Þetta er búið að vera mjög flott. Mikill stígandi hjá liðinu og mér sjálfum. Ég var kominn með fast sæti í byrjunarliðinu seinni hlutann á síðustu leiktíð, þegar við komumst á þetta „rönn“ [Silkeborg tapaði ekki neinum af síðustu 18 deildarleikjum sínum og vann 15 þeirra], og það leit út fyrir að ég héldi því núna þegar tímabilið er að byrja. Ég er alla vega mjög spenntur og það verður gaman að spila á móti bestu liðum Danmerkur,“ sagði Stefán Teitur við Vísi. Hann hefur nú spilað fjóra A-landsleiki eftir að hafa eins og fyrr segir verið valinn í síðasta landsliðverkefni, þó að þá væri reyndar mikið um forföll. Ljóst er að þessi 22 ára gamli leikmaður er inni í myndinni hjá Arnari Þór Viðarssyni nú þegar styttist í næstu leiki í undankeppni HM sem fram fara í september. „Það [að hafa verið valinn í landsliðið í júní] sýnir bara að maður hlýtur að vera einhvers staðar nálægt þessu. Maður verður bara að halda áfram. Danska deildin finnst mér vera mjög sterk svo að ef maður stendur sig vel hérna er aldrei að vita með landsliðið,“ sagði Stefán Teitur. Fyrsti leikur tímabilsins hjá Silkeborg er gegn SönderjyskE næsta mánudag og Stefán Teitur kemur einnig til með að missa af leik við stórlið FC Köbenhavn á Parken 25. júlí. Silkeborg mætir svo Aalborg 1. ágúst. Danski boltinn Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Sjá meira
Betur fór þó en á horfðist hjá Stefáni en óttast var að meiðslin gætu verið mjög alvarleg. Eftir skoðun og myndatöku í dag er hins vegar ljóst að um yfirspennu í hnénu var að ræða og mat læknis er að hann verði aðeins 2-3 vikur að jafna sig. „Þetta eru mjög góðar fréttir, en þó bæði súrt og sætt. Það er auðvitað ömurlegt að meiðast þegar það er vika í mótið en maður verður bara að bíða aðeins lengur,“ sagði Stefán Teitur sem stimplaði sig rækilega inn í lið Silkeborgar á síðustu leiktíð, eftir að hafa komið til liðsins frá ÍA. Stefán Teitur fór með Silkeborg upp úr dönsku 1. deildinni í vor, lék með U21-landsliði Íslands í lokakeppni EM í mars, og þessi öflugi miðjumaður var svo valinn í A-landsliðið og lék gegn Færeyjum og Póllandi í júní. „Mikill stígandi hjá liðinu og mér sjálfum“ Á meðan að fyrrverandi liðsfélagar hans á Akranesi hafa átt afar erfitt uppdráttar hefur Stefáni Teiti því gengið allt í haginn, ef horft er framhjá þeim minni háttar meiðslum sem hann þarf nú að jafna sig á. „Þetta er búið að vera mjög flott. Mikill stígandi hjá liðinu og mér sjálfum. Ég var kominn með fast sæti í byrjunarliðinu seinni hlutann á síðustu leiktíð, þegar við komumst á þetta „rönn“ [Silkeborg tapaði ekki neinum af síðustu 18 deildarleikjum sínum og vann 15 þeirra], og það leit út fyrir að ég héldi því núna þegar tímabilið er að byrja. Ég er alla vega mjög spenntur og það verður gaman að spila á móti bestu liðum Danmerkur,“ sagði Stefán Teitur við Vísi. Hann hefur nú spilað fjóra A-landsleiki eftir að hafa eins og fyrr segir verið valinn í síðasta landsliðverkefni, þó að þá væri reyndar mikið um forföll. Ljóst er að þessi 22 ára gamli leikmaður er inni í myndinni hjá Arnari Þór Viðarssyni nú þegar styttist í næstu leiki í undankeppni HM sem fram fara í september. „Það [að hafa verið valinn í landsliðið í júní] sýnir bara að maður hlýtur að vera einhvers staðar nálægt þessu. Maður verður bara að halda áfram. Danska deildin finnst mér vera mjög sterk svo að ef maður stendur sig vel hérna er aldrei að vita með landsliðið,“ sagði Stefán Teitur. Fyrsti leikur tímabilsins hjá Silkeborg er gegn SönderjyskE næsta mánudag og Stefán Teitur kemur einnig til með að missa af leik við stórlið FC Köbenhavn á Parken 25. júlí. Silkeborg mætir svo Aalborg 1. ágúst.
Danski boltinn Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Sjá meira