Fótbolti

Lofar því að knúsa vörðinn sem reyndi að meina honum að­gang að vellinum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Bonucci og félagar eru komnir í úrslitaleikinn á Wembley á sunnudaginn.
Bonucci og félagar eru komnir í úrslitaleikinn á Wembley á sunnudaginn. Shaun Botterill/Getty

Leonardo Bonucci, varnarmaður ítalska landsliðsins, komst í fréttirnar á dögunum er öryggisvörður á Wembley reyndi að stöðva kappann á leið inn á völlinn.

Bonucci hafði verið að fagna með stuðningsmönnum ítalska landsliðsins eftir sigurinn á Spáni í vítaspyrnukeppni er vörðurinn stöðvaði hann.

Bonucci var léttur á því er hann ræddi um þetta atvik við fjölmiðlamenn.

„Þetta var skemmtileg lífsreynsla. Ég knúsaði hana og henni var kalt,“ sagði Bonucci. „Þau eru að vinna ansi erfiðara vinnu.“

„Þau eru að halda aftur að stuðningsmönnunum svo ef ég hitta hana aftur í úrslitaleiknum þá mun ég knúsa hana aftur.“

Varnarmaðurinn segir að þeir ensku þurfi að halda aftur að Harry Kane og Raheem Sterling.

„Ensku framherjarnir eru frábærir. Við þurfum að hafa augun á þeim en við þurfum að vera öflugir til að komast í gegnum þeirra vörn.“

„Ég hef alltaf sagt að þeir ensku eru einna líklegastir og nú eru þeir komnir í úrslitaleikinn með okkur,“ sagði varnarmaðurinn öflugi að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×