Talibanar ráða flugmenn markvisst af dögum Samúel Karl Ólason skrifar 9. júlí 2021 15:48 Sókn Talibana í norðurhluta Afganistans og víðar hefur vakið áhyggjur víða og lýstu þeir því nýverið yfir að þeir stjórnuðu í raun 85 prósentum af landinu. Getty/Haroon Sabawoon Vígamenn Talibana hafa ráðið minnst sjö flugmenn í flugher Afganistans af dögum á undanförnum mánuðum. Talibanar reyna markvisst að myrða flugmenn sem hafa verið þjálfaðir af Bandaríkjunum og Atlantshafsbandalaginu til að draga úr yfirburðum stjórnarhers landsins í lofti og loftárásum. Þetta kemur fram í frétt Reuters fréttaveitunnar en þar er sögð saga flugmanns sem óttaðist svo að verða ráðinn af dögum að hann setti hús sitt á sölu og ætlaði sér að flytja í öruggara hverfi í Kabúl, höfuðborg Afganistans. Flugmaðurinn, sem hét Dastagir Zamaray, fór fyrr á þessu ári til að hitta fasteignasalann sinn en í hans stað beið hans vopnaður maður á skrifstofunni. Sá sagði ekki orð en skaut Zamaray í höfuðið, fyrir framan fjórtán ára gamlan son hans. Í samtali við blaðamann Reuters staðfesti Zabihullah Mujahid, talsmaður Talibana, að þeir hefðu myrt Zamaray og að unnið væri að því að drepa fleiri flugmenn því þeir gerðu loftárásir á eigið fólk. Fram kemur þó í skýrslu Sameinuðu þjóðanna sem fréttaveitan vitnar í að á fyrstu þremur mánuðum þessa árs hafi 229 almennir borgarar fallið í árásum Talíbana og 41 í loftárásum flughers Afganistans. Hafa áhyggjur af árangri Talibana Sókn Talibana í norðurhluta Afganistans og víðar hefur vakið áhyggjur víða og lýstu þeir því nýverið yfir að þeir stjórnuðu í raun 85 prósentum af landinu. Talsmaður Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna sagði í dag að framgangur Talibana væri alvarlegur. Í frétt Politico segir að á undanförnum vikum hafi Talibanar náð tökum á um tíu prósentum landsins og sérfræðingar segja þá stjórna 195 af 407 héruðum landsins að fullu. Barist er um 129 héruð til viðbótar. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hét því í gærkvöldi að allt það herlið sem kalla ætti frá Afganistan yrði komið heim fyrir 31. ágúst næstkomandi. Meðal annars hafa Talibanar náð tökum á landamærum Afganistans við Íran og Túrkmenistan. Iranian media have widely shared this video, reportedly showing Taliban fighters taking down the flag of Afghanistan at the Islam Qala border crossing. pic.twitter.com/2s1SBeOoTq— Kian Sharifi (@KianSharifi) July 9, 2021 Afganistan Bandaríkin Hernaður Tengdar fréttir Johnson kallar herlið Bretlands í Afganistan heim Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti í dag að herlið Bretlands í Afganistan verði fljótlega kallað aftur heim. Breskar hersveitir hafa verið með viðveru í Afganistan í tuttugu ár, frá hryðjuverkaárásinni á Tvíburaturnana árið 2001. 8. júlí 2021 13:53 Yfirgáfu stærstu herstöðina í skjóli nætur Síðustu hermenn Bandaríkjanna yfirgáfu Bagram herstöðina, þá stærstu í Afganistan, um miðja nótt og án þess að segja nýjum afgönskum yfirmanni herstöðvarinnar frá því. Afganskir hermenn uppgötvuðu ekki að þeir væru einir fyrr en nokkrum klukkustundum síðar. 6. júlí 2021 09:20 Þúsund hermenn flúðu Talibana og enduðu í Tadsíkistan Rúmlega þúsund afganskir hermenn flúðu til Tadsíkistan í gær þegar vígamenn Talibana sóttu fram gegn þeim í norðurhluta Afganistan í gær. Talibanar náðu stjórn á nokkrum héruðum í norðurhluta landsins en stjórnarherinn á verulega undir högg að sækja á baráttunni við vígamenn. 5. júlí 2021 13:01 Varar við borgarastyrjöld í Afganistan Austin Miller, herforingi og yfirmaður herafla Bandaríkjanna í Afganistan, varaði í dag við því að Afganar stæðu frammi fyrir erfiðum tímum og mögulega borgarastyrjöld. Leiðtogar ríkisins og aðrir öflugir hópar þurfi að taka höndum saman og berjast gegn Talibönum í kjölfar brottfarar bandarískra hermanna frá landinu. 29. júní 2021 23:05 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Sjá meira
Þetta kemur fram í frétt Reuters fréttaveitunnar en þar er sögð saga flugmanns sem óttaðist svo að verða ráðinn af dögum að hann setti hús sitt á sölu og ætlaði sér að flytja í öruggara hverfi í Kabúl, höfuðborg Afganistans. Flugmaðurinn, sem hét Dastagir Zamaray, fór fyrr á þessu ári til að hitta fasteignasalann sinn en í hans stað beið hans vopnaður maður á skrifstofunni. Sá sagði ekki orð en skaut Zamaray í höfuðið, fyrir framan fjórtán ára gamlan son hans. Í samtali við blaðamann Reuters staðfesti Zabihullah Mujahid, talsmaður Talibana, að þeir hefðu myrt Zamaray og að unnið væri að því að drepa fleiri flugmenn því þeir gerðu loftárásir á eigið fólk. Fram kemur þó í skýrslu Sameinuðu þjóðanna sem fréttaveitan vitnar í að á fyrstu þremur mánuðum þessa árs hafi 229 almennir borgarar fallið í árásum Talíbana og 41 í loftárásum flughers Afganistans. Hafa áhyggjur af árangri Talibana Sókn Talibana í norðurhluta Afganistans og víðar hefur vakið áhyggjur víða og lýstu þeir því nýverið yfir að þeir stjórnuðu í raun 85 prósentum af landinu. Talsmaður Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna sagði í dag að framgangur Talibana væri alvarlegur. Í frétt Politico segir að á undanförnum vikum hafi Talibanar náð tökum á um tíu prósentum landsins og sérfræðingar segja þá stjórna 195 af 407 héruðum landsins að fullu. Barist er um 129 héruð til viðbótar. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hét því í gærkvöldi að allt það herlið sem kalla ætti frá Afganistan yrði komið heim fyrir 31. ágúst næstkomandi. Meðal annars hafa Talibanar náð tökum á landamærum Afganistans við Íran og Túrkmenistan. Iranian media have widely shared this video, reportedly showing Taliban fighters taking down the flag of Afghanistan at the Islam Qala border crossing. pic.twitter.com/2s1SBeOoTq— Kian Sharifi (@KianSharifi) July 9, 2021
Afganistan Bandaríkin Hernaður Tengdar fréttir Johnson kallar herlið Bretlands í Afganistan heim Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti í dag að herlið Bretlands í Afganistan verði fljótlega kallað aftur heim. Breskar hersveitir hafa verið með viðveru í Afganistan í tuttugu ár, frá hryðjuverkaárásinni á Tvíburaturnana árið 2001. 8. júlí 2021 13:53 Yfirgáfu stærstu herstöðina í skjóli nætur Síðustu hermenn Bandaríkjanna yfirgáfu Bagram herstöðina, þá stærstu í Afganistan, um miðja nótt og án þess að segja nýjum afgönskum yfirmanni herstöðvarinnar frá því. Afganskir hermenn uppgötvuðu ekki að þeir væru einir fyrr en nokkrum klukkustundum síðar. 6. júlí 2021 09:20 Þúsund hermenn flúðu Talibana og enduðu í Tadsíkistan Rúmlega þúsund afganskir hermenn flúðu til Tadsíkistan í gær þegar vígamenn Talibana sóttu fram gegn þeim í norðurhluta Afganistan í gær. Talibanar náðu stjórn á nokkrum héruðum í norðurhluta landsins en stjórnarherinn á verulega undir högg að sækja á baráttunni við vígamenn. 5. júlí 2021 13:01 Varar við borgarastyrjöld í Afganistan Austin Miller, herforingi og yfirmaður herafla Bandaríkjanna í Afganistan, varaði í dag við því að Afganar stæðu frammi fyrir erfiðum tímum og mögulega borgarastyrjöld. Leiðtogar ríkisins og aðrir öflugir hópar þurfi að taka höndum saman og berjast gegn Talibönum í kjölfar brottfarar bandarískra hermanna frá landinu. 29. júní 2021 23:05 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Sjá meira
Johnson kallar herlið Bretlands í Afganistan heim Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti í dag að herlið Bretlands í Afganistan verði fljótlega kallað aftur heim. Breskar hersveitir hafa verið með viðveru í Afganistan í tuttugu ár, frá hryðjuverkaárásinni á Tvíburaturnana árið 2001. 8. júlí 2021 13:53
Yfirgáfu stærstu herstöðina í skjóli nætur Síðustu hermenn Bandaríkjanna yfirgáfu Bagram herstöðina, þá stærstu í Afganistan, um miðja nótt og án þess að segja nýjum afgönskum yfirmanni herstöðvarinnar frá því. Afganskir hermenn uppgötvuðu ekki að þeir væru einir fyrr en nokkrum klukkustundum síðar. 6. júlí 2021 09:20
Þúsund hermenn flúðu Talibana og enduðu í Tadsíkistan Rúmlega þúsund afganskir hermenn flúðu til Tadsíkistan í gær þegar vígamenn Talibana sóttu fram gegn þeim í norðurhluta Afganistan í gær. Talibanar náðu stjórn á nokkrum héruðum í norðurhluta landsins en stjórnarherinn á verulega undir högg að sækja á baráttunni við vígamenn. 5. júlí 2021 13:01
Varar við borgarastyrjöld í Afganistan Austin Miller, herforingi og yfirmaður herafla Bandaríkjanna í Afganistan, varaði í dag við því að Afganar stæðu frammi fyrir erfiðum tímum og mögulega borgarastyrjöld. Leiðtogar ríkisins og aðrir öflugir hópar þurfi að taka höndum saman og berjast gegn Talibönum í kjölfar brottfarar bandarískra hermanna frá landinu. 29. júní 2021 23:05
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent