Talibanar ráða flugmenn markvisst af dögum Samúel Karl Ólason skrifar 9. júlí 2021 15:48 Sókn Talibana í norðurhluta Afganistans og víðar hefur vakið áhyggjur víða og lýstu þeir því nýverið yfir að þeir stjórnuðu í raun 85 prósentum af landinu. Getty/Haroon Sabawoon Vígamenn Talibana hafa ráðið minnst sjö flugmenn í flugher Afganistans af dögum á undanförnum mánuðum. Talibanar reyna markvisst að myrða flugmenn sem hafa verið þjálfaðir af Bandaríkjunum og Atlantshafsbandalaginu til að draga úr yfirburðum stjórnarhers landsins í lofti og loftárásum. Þetta kemur fram í frétt Reuters fréttaveitunnar en þar er sögð saga flugmanns sem óttaðist svo að verða ráðinn af dögum að hann setti hús sitt á sölu og ætlaði sér að flytja í öruggara hverfi í Kabúl, höfuðborg Afganistans. Flugmaðurinn, sem hét Dastagir Zamaray, fór fyrr á þessu ári til að hitta fasteignasalann sinn en í hans stað beið hans vopnaður maður á skrifstofunni. Sá sagði ekki orð en skaut Zamaray í höfuðið, fyrir framan fjórtán ára gamlan son hans. Í samtali við blaðamann Reuters staðfesti Zabihullah Mujahid, talsmaður Talibana, að þeir hefðu myrt Zamaray og að unnið væri að því að drepa fleiri flugmenn því þeir gerðu loftárásir á eigið fólk. Fram kemur þó í skýrslu Sameinuðu þjóðanna sem fréttaveitan vitnar í að á fyrstu þremur mánuðum þessa árs hafi 229 almennir borgarar fallið í árásum Talíbana og 41 í loftárásum flughers Afganistans. Hafa áhyggjur af árangri Talibana Sókn Talibana í norðurhluta Afganistans og víðar hefur vakið áhyggjur víða og lýstu þeir því nýverið yfir að þeir stjórnuðu í raun 85 prósentum af landinu. Talsmaður Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna sagði í dag að framgangur Talibana væri alvarlegur. Í frétt Politico segir að á undanförnum vikum hafi Talibanar náð tökum á um tíu prósentum landsins og sérfræðingar segja þá stjórna 195 af 407 héruðum landsins að fullu. Barist er um 129 héruð til viðbótar. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hét því í gærkvöldi að allt það herlið sem kalla ætti frá Afganistan yrði komið heim fyrir 31. ágúst næstkomandi. Meðal annars hafa Talibanar náð tökum á landamærum Afganistans við Íran og Túrkmenistan. Iranian media have widely shared this video, reportedly showing Taliban fighters taking down the flag of Afghanistan at the Islam Qala border crossing. pic.twitter.com/2s1SBeOoTq— Kian Sharifi (@KianSharifi) July 9, 2021 Afganistan Bandaríkin Hernaður Tengdar fréttir Johnson kallar herlið Bretlands í Afganistan heim Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti í dag að herlið Bretlands í Afganistan verði fljótlega kallað aftur heim. Breskar hersveitir hafa verið með viðveru í Afganistan í tuttugu ár, frá hryðjuverkaárásinni á Tvíburaturnana árið 2001. 8. júlí 2021 13:53 Yfirgáfu stærstu herstöðina í skjóli nætur Síðustu hermenn Bandaríkjanna yfirgáfu Bagram herstöðina, þá stærstu í Afganistan, um miðja nótt og án þess að segja nýjum afgönskum yfirmanni herstöðvarinnar frá því. Afganskir hermenn uppgötvuðu ekki að þeir væru einir fyrr en nokkrum klukkustundum síðar. 6. júlí 2021 09:20 Þúsund hermenn flúðu Talibana og enduðu í Tadsíkistan Rúmlega þúsund afganskir hermenn flúðu til Tadsíkistan í gær þegar vígamenn Talibana sóttu fram gegn þeim í norðurhluta Afganistan í gær. Talibanar náðu stjórn á nokkrum héruðum í norðurhluta landsins en stjórnarherinn á verulega undir högg að sækja á baráttunni við vígamenn. 5. júlí 2021 13:01 Varar við borgarastyrjöld í Afganistan Austin Miller, herforingi og yfirmaður herafla Bandaríkjanna í Afganistan, varaði í dag við því að Afganar stæðu frammi fyrir erfiðum tímum og mögulega borgarastyrjöld. Leiðtogar ríkisins og aðrir öflugir hópar þurfi að taka höndum saman og berjast gegn Talibönum í kjölfar brottfarar bandarískra hermanna frá landinu. 29. júní 2021 23:05 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Sjá meira
Þetta kemur fram í frétt Reuters fréttaveitunnar en þar er sögð saga flugmanns sem óttaðist svo að verða ráðinn af dögum að hann setti hús sitt á sölu og ætlaði sér að flytja í öruggara hverfi í Kabúl, höfuðborg Afganistans. Flugmaðurinn, sem hét Dastagir Zamaray, fór fyrr á þessu ári til að hitta fasteignasalann sinn en í hans stað beið hans vopnaður maður á skrifstofunni. Sá sagði ekki orð en skaut Zamaray í höfuðið, fyrir framan fjórtán ára gamlan son hans. Í samtali við blaðamann Reuters staðfesti Zabihullah Mujahid, talsmaður Talibana, að þeir hefðu myrt Zamaray og að unnið væri að því að drepa fleiri flugmenn því þeir gerðu loftárásir á eigið fólk. Fram kemur þó í skýrslu Sameinuðu þjóðanna sem fréttaveitan vitnar í að á fyrstu þremur mánuðum þessa árs hafi 229 almennir borgarar fallið í árásum Talíbana og 41 í loftárásum flughers Afganistans. Hafa áhyggjur af árangri Talibana Sókn Talibana í norðurhluta Afganistans og víðar hefur vakið áhyggjur víða og lýstu þeir því nýverið yfir að þeir stjórnuðu í raun 85 prósentum af landinu. Talsmaður Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna sagði í dag að framgangur Talibana væri alvarlegur. Í frétt Politico segir að á undanförnum vikum hafi Talibanar náð tökum á um tíu prósentum landsins og sérfræðingar segja þá stjórna 195 af 407 héruðum landsins að fullu. Barist er um 129 héruð til viðbótar. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hét því í gærkvöldi að allt það herlið sem kalla ætti frá Afganistan yrði komið heim fyrir 31. ágúst næstkomandi. Meðal annars hafa Talibanar náð tökum á landamærum Afganistans við Íran og Túrkmenistan. Iranian media have widely shared this video, reportedly showing Taliban fighters taking down the flag of Afghanistan at the Islam Qala border crossing. pic.twitter.com/2s1SBeOoTq— Kian Sharifi (@KianSharifi) July 9, 2021
Afganistan Bandaríkin Hernaður Tengdar fréttir Johnson kallar herlið Bretlands í Afganistan heim Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti í dag að herlið Bretlands í Afganistan verði fljótlega kallað aftur heim. Breskar hersveitir hafa verið með viðveru í Afganistan í tuttugu ár, frá hryðjuverkaárásinni á Tvíburaturnana árið 2001. 8. júlí 2021 13:53 Yfirgáfu stærstu herstöðina í skjóli nætur Síðustu hermenn Bandaríkjanna yfirgáfu Bagram herstöðina, þá stærstu í Afganistan, um miðja nótt og án þess að segja nýjum afgönskum yfirmanni herstöðvarinnar frá því. Afganskir hermenn uppgötvuðu ekki að þeir væru einir fyrr en nokkrum klukkustundum síðar. 6. júlí 2021 09:20 Þúsund hermenn flúðu Talibana og enduðu í Tadsíkistan Rúmlega þúsund afganskir hermenn flúðu til Tadsíkistan í gær þegar vígamenn Talibana sóttu fram gegn þeim í norðurhluta Afganistan í gær. Talibanar náðu stjórn á nokkrum héruðum í norðurhluta landsins en stjórnarherinn á verulega undir högg að sækja á baráttunni við vígamenn. 5. júlí 2021 13:01 Varar við borgarastyrjöld í Afganistan Austin Miller, herforingi og yfirmaður herafla Bandaríkjanna í Afganistan, varaði í dag við því að Afganar stæðu frammi fyrir erfiðum tímum og mögulega borgarastyrjöld. Leiðtogar ríkisins og aðrir öflugir hópar þurfi að taka höndum saman og berjast gegn Talibönum í kjölfar brottfarar bandarískra hermanna frá landinu. 29. júní 2021 23:05 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Sjá meira
Johnson kallar herlið Bretlands í Afganistan heim Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti í dag að herlið Bretlands í Afganistan verði fljótlega kallað aftur heim. Breskar hersveitir hafa verið með viðveru í Afganistan í tuttugu ár, frá hryðjuverkaárásinni á Tvíburaturnana árið 2001. 8. júlí 2021 13:53
Yfirgáfu stærstu herstöðina í skjóli nætur Síðustu hermenn Bandaríkjanna yfirgáfu Bagram herstöðina, þá stærstu í Afganistan, um miðja nótt og án þess að segja nýjum afgönskum yfirmanni herstöðvarinnar frá því. Afganskir hermenn uppgötvuðu ekki að þeir væru einir fyrr en nokkrum klukkustundum síðar. 6. júlí 2021 09:20
Þúsund hermenn flúðu Talibana og enduðu í Tadsíkistan Rúmlega þúsund afganskir hermenn flúðu til Tadsíkistan í gær þegar vígamenn Talibana sóttu fram gegn þeim í norðurhluta Afganistan í gær. Talibanar náðu stjórn á nokkrum héruðum í norðurhluta landsins en stjórnarherinn á verulega undir högg að sækja á baráttunni við vígamenn. 5. júlí 2021 13:01
Varar við borgarastyrjöld í Afganistan Austin Miller, herforingi og yfirmaður herafla Bandaríkjanna í Afganistan, varaði í dag við því að Afganar stæðu frammi fyrir erfiðum tímum og mögulega borgarastyrjöld. Leiðtogar ríkisins og aðrir öflugir hópar þurfi að taka höndum saman og berjast gegn Talibönum í kjölfar brottfarar bandarískra hermanna frá landinu. 29. júní 2021 23:05