Þúsund Ítalir fá að fljúga til Lundúna á úrslitaleikinn Sindri Sverrisson skrifar 9. júlí 2021 16:30 Það verða skrautlegir, ítalskir stuðningsmenn á meðal áhorfenda á Wembley á sunnudagskvöld en sjálfsagt í miklum minnihluta. EPA/Carl Recine Þrátt fyrir varnaðarorð ferðamálaráðherra Bretlands þá munu þúsund Ítalir fá að fljúga til Lundúna og mæta á Wembley á sunnudagskvöld, í von um að sjá sína menn landa Evrópumeistaratitlinum með sigri á Englendingum. Búist er við því að um 60 þúsund áhorfendur verði á úrslitaleik Englands og Ítalíu á Wembley á sunnudagskvöld. Sáralítið hlutfall þeirra ferðast þó á leikinn frá Ítalíu vegna þess að fólk sem ferðast frá Ítalíu til Bretlands þarf samkvæmt núgildandi sóttvarnareglum að fara í tíu daga sóttkví. Grant Shapps ferðamálaráðherra Bretlands var skýr í máli þegar hann var spurður hvað hann vildi segja við Ítali sem ætluðu sér að ferðast til landsins vegna leiksins: „Ekki gera það. Ef við sjáum fólk vera að koma bara vegna fótbolta þá fær það ekki að koma inn og raunar er búið að aflýsa fjölda fluga út af þessu,“ sagði Shapps við Times Radio. Fréttaveitan Reuters hefur þó fengið staðfest að þúsund, ítalskir stuðningsmenn, búsettir á Ítalíu, fái að mæta á úrslitaleikinn. Er fótboltinn að koma „heim“ eða til Rómar? Það kemur í ljós á sunnudagskvöld.EPA/Carl Recine Þessari undanþágu gáfu bresk stjórnvöld leyfi fyrir gegn því að stuðningsmennirnir verði aðeins í 12 klukkustundir í Bretlandi, ferðist með einkaflugi frá Mílanó og Róm, sýni fram á nýtt, neikvætt Covid-próf, og blandist ekki almenningi í Bretlandi. Ítalska knattspyrnusambandið hefur staðfest að búið sé að deila út öllum þúsund sætunum. Forseti Ítalíu, Sergio Mattarella, verður svo einn af heiðursgestunum á leiknum. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Bretland England Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira
Búist er við því að um 60 þúsund áhorfendur verði á úrslitaleik Englands og Ítalíu á Wembley á sunnudagskvöld. Sáralítið hlutfall þeirra ferðast þó á leikinn frá Ítalíu vegna þess að fólk sem ferðast frá Ítalíu til Bretlands þarf samkvæmt núgildandi sóttvarnareglum að fara í tíu daga sóttkví. Grant Shapps ferðamálaráðherra Bretlands var skýr í máli þegar hann var spurður hvað hann vildi segja við Ítali sem ætluðu sér að ferðast til landsins vegna leiksins: „Ekki gera það. Ef við sjáum fólk vera að koma bara vegna fótbolta þá fær það ekki að koma inn og raunar er búið að aflýsa fjölda fluga út af þessu,“ sagði Shapps við Times Radio. Fréttaveitan Reuters hefur þó fengið staðfest að þúsund, ítalskir stuðningsmenn, búsettir á Ítalíu, fái að mæta á úrslitaleikinn. Er fótboltinn að koma „heim“ eða til Rómar? Það kemur í ljós á sunnudagskvöld.EPA/Carl Recine Þessari undanþágu gáfu bresk stjórnvöld leyfi fyrir gegn því að stuðningsmennirnir verði aðeins í 12 klukkustundir í Bretlandi, ferðist með einkaflugi frá Mílanó og Róm, sýni fram á nýtt, neikvætt Covid-próf, og blandist ekki almenningi í Bretlandi. Ítalska knattspyrnusambandið hefur staðfest að búið sé að deila út öllum þúsund sætunum. Forseti Ítalíu, Sergio Mattarella, verður svo einn af heiðursgestunum á leiknum. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Bretland England Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira