Íslenski boltinn

Þórdís Hrönn til Kýpur

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Þórdís Hrönn með boltann í leik með KR sumarið 2020.
Þórdís Hrönn með boltann í leik með KR sumarið 2020. Vísir/Hulda Margrét

Knattspyrnukonan Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir er á leið til Apollon Limassol á láni frá Breiðabliki ef marka má heimildir Fótbolta.net.

Samkvæmt frétt Fótbolta.net er hin 27 ára gamla Þórdís Hrönn á lið til Kýpur en Apollon eru ríkjandi meistarar. Þetta væri í annað sinn sem Þórdís Hrönn myndi fara í atvinnumennsku en hún hefur leikið með Alta og Kristianstad á ferli sínum.

Þórdís Hrönn samdi við Breiðablik fyrir núverandi tímabil eftir að hafa leikið með KR á síðustu leiktíð. Hún hefur einnig leikið fyrir Stjörnuna og Þór/KA hér á landi.

Þórdís Hrönn væri ekki fyrsti Íslendingurinn til að leika með Apollon Limassol en Jasmín Erla Ingadóttir lék með félaginu frá 2019 til 2020 og varð meistari með liðinu sem hefur mikla yfirburði í heimalandinu.

Þórdís Hrönn hefur komið sögu í alls níu leikjum Blika í sumar og skorað í þeim tvö mörk. Íslandsmeistararnir sitja sem stendur í 2. sæti Pepsi Max deildar kvenna með 18 stig, tveimur stigum minna en topplið Vals þegar níu umferðir eru búnar.


Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×