Tveir Bandaríkjamenn grunaðir um aðild að morðinu á Moïse Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 8. júlí 2021 22:16 Hér má sá nokkra af þeim sem grunaðir eru fyrir aðild að morðinu á Moïse. AP/Jean Marc Hervé Abélard Sex manns hafa verið handteknir í tengslum við morðið á Jovenel Moïse, forseta Haítí. Tveir eru karlmenn af bandarískum og haítískum uppruna. Annar þeirra er bandaríski ríkisborgarinn James Solages. Þessu greinir Mathias Pierre, ráðherra kosningamála á Haítí, frá við fréttastofu AP News. Pierre vildi þó ekki veita neinar upplýsingar um hinn manninn. Solages hefur starfað sem lífvörður fyrir kanadíska sendiráðið á Haítí. Sendiráðið hefur ekkert tjáð sig um málið. James Solages, fyrrverandi lífvörður fyrir kanadíska sendiráðið á Haítí, er meðal þeirra sem grunaðir eru fyrir morðið á forsetanum.Facebook/James Solages Það var hópur þungvopnaðra manna sem ruddi sér leið inn á heimili forsetans í Port-au-Prince aðfaranótt miðvikudags og skaut forsetann til bana. Hann er talinn hafa verið skotinn tólf sinnum. Martine Moïse, eiginkona forsetans, slasaðist einnig og var flutt á sjúkrahús. Jomarlie Jovenel, dóttir þeirra, faldi sig í svefnherbergi bróður síns á meðan á árásinni stóð. Bocchit Edmond, sendiherra Haítí í Bandaríkjunum, telur morðið hafi verið vel skipulagt og framið af atvinnumorðingjum sem höfðu villt á sér heimildir. Íbúar óttast um líf sitt Jan Psaki, talskona Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, sagði við blaðamenn í gær að Bandaríkin væru að afla upplýsinga um árásina og lýsti henni sem sorglegri. Mikill ótti hefur gripið um sig á meðal íbúa Haítí. Marco Destin, íbúi á staðnum, segir fjölskyldu sína ekki hafa hætt sér út úr húsi síðan forsetinn var myrtur, af ótta við að vera sjálf drepin. „Allir á heimilinu sofa með annað augað opið. Ef æðsti maður okkar er ekki verndaður, þá höfum við alls enga vernd,“ segir hann. Haítí Bandaríkin Tengdar fréttir Pólitísk framtíð Haítí í óvissu: Tveir menn telja sig forsætisráðherra Pólitísk framtíð Haítí er í töluverðri óvissu eftir að Jovenel Moise, forseti ríkisins, var myrtur af hópi þungvopnaðra manna sem réðust á heimili hans í Port-au-Prince, aðfaranótt miðvikudags. Tveir menn segjast vera forsætisráðherra ríkisins. 8. júlí 2021 12:31 Forseti Haítí skotinn til bana á heimili sínu Jovenel Moïse, forseti Haítí, er sagður hafa verið myrtur í árás í nótt. Hópur vopnaðra manna er sagður hafa rutt sér leið inn á heimili hans í Port-au-Prince í nótt og skotið forsetann til bana og sært Martine Moise, eiginkonu hans, sem sé nú á sjúkrahúsi. 7. júlí 2021 10:06 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Annar þeirra er bandaríski ríkisborgarinn James Solages. Þessu greinir Mathias Pierre, ráðherra kosningamála á Haítí, frá við fréttastofu AP News. Pierre vildi þó ekki veita neinar upplýsingar um hinn manninn. Solages hefur starfað sem lífvörður fyrir kanadíska sendiráðið á Haítí. Sendiráðið hefur ekkert tjáð sig um málið. James Solages, fyrrverandi lífvörður fyrir kanadíska sendiráðið á Haítí, er meðal þeirra sem grunaðir eru fyrir morðið á forsetanum.Facebook/James Solages Það var hópur þungvopnaðra manna sem ruddi sér leið inn á heimili forsetans í Port-au-Prince aðfaranótt miðvikudags og skaut forsetann til bana. Hann er talinn hafa verið skotinn tólf sinnum. Martine Moïse, eiginkona forsetans, slasaðist einnig og var flutt á sjúkrahús. Jomarlie Jovenel, dóttir þeirra, faldi sig í svefnherbergi bróður síns á meðan á árásinni stóð. Bocchit Edmond, sendiherra Haítí í Bandaríkjunum, telur morðið hafi verið vel skipulagt og framið af atvinnumorðingjum sem höfðu villt á sér heimildir. Íbúar óttast um líf sitt Jan Psaki, talskona Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, sagði við blaðamenn í gær að Bandaríkin væru að afla upplýsinga um árásina og lýsti henni sem sorglegri. Mikill ótti hefur gripið um sig á meðal íbúa Haítí. Marco Destin, íbúi á staðnum, segir fjölskyldu sína ekki hafa hætt sér út úr húsi síðan forsetinn var myrtur, af ótta við að vera sjálf drepin. „Allir á heimilinu sofa með annað augað opið. Ef æðsti maður okkar er ekki verndaður, þá höfum við alls enga vernd,“ segir hann.
Haítí Bandaríkin Tengdar fréttir Pólitísk framtíð Haítí í óvissu: Tveir menn telja sig forsætisráðherra Pólitísk framtíð Haítí er í töluverðri óvissu eftir að Jovenel Moise, forseti ríkisins, var myrtur af hópi þungvopnaðra manna sem réðust á heimili hans í Port-au-Prince, aðfaranótt miðvikudags. Tveir menn segjast vera forsætisráðherra ríkisins. 8. júlí 2021 12:31 Forseti Haítí skotinn til bana á heimili sínu Jovenel Moïse, forseti Haítí, er sagður hafa verið myrtur í árás í nótt. Hópur vopnaðra manna er sagður hafa rutt sér leið inn á heimili hans í Port-au-Prince í nótt og skotið forsetann til bana og sært Martine Moise, eiginkonu hans, sem sé nú á sjúkrahúsi. 7. júlí 2021 10:06 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Pólitísk framtíð Haítí í óvissu: Tveir menn telja sig forsætisráðherra Pólitísk framtíð Haítí er í töluverðri óvissu eftir að Jovenel Moise, forseti ríkisins, var myrtur af hópi þungvopnaðra manna sem réðust á heimili hans í Port-au-Prince, aðfaranótt miðvikudags. Tveir menn segjast vera forsætisráðherra ríkisins. 8. júlí 2021 12:31
Forseti Haítí skotinn til bana á heimili sínu Jovenel Moïse, forseti Haítí, er sagður hafa verið myrtur í árás í nótt. Hópur vopnaðra manna er sagður hafa rutt sér leið inn á heimili hans í Port-au-Prince í nótt og skotið forsetann til bana og sært Martine Moise, eiginkonu hans, sem sé nú á sjúkrahúsi. 7. júlí 2021 10:06