Fresta réttarhöldum yfir 47 lýðræðissinnum um ellefu vikur Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. júlí 2021 13:04 Ákærur á hendur lýðræðissinnanna 47 hafa verið harðlega gagnrýndar og stuðningsmenn þeirra krefjast að þeim verði sleppt úr haldi. Getty/Anthony Kwan Saksóknarar hafa frestað réttarhöldum yfir 47 lýðræðissinnum í Hong Kong, sem blésu til prófkjörs sem dæmt var ólöglegt, um ellefu vikur. Búist var við því að saksóknarar myndu óska eftir að málið yrði flutt fyrir dómstóli sem getur gefið harðari refsingar en þess í stað óskuðu þeir eftir frestun, þar sem þeir segjast þurfa að undirbúa dómsmálið betur. Hinir 47 ákærðu voru í 55 manna hópi sem var handtekinn af þjóðaröryggislögreglunni þann 6. janúar síðastliðinn fyrir að hafa brotið umdeild öryggislög Hong Kong. Meðal ákærðu eru kennarar, opinberir starfsmenn og fyrrverandi, lýðræðissinnaðir, þingmenn Hong Kong. Fréttastofa Guardian greinir frá. Meirihluti fólksins í hópnum hefur setið í fangelsi síðan í febrúar síðastliðnum. Tólf voru leyst úr haldi gegn tryggingu eftir að fangelsisyfirvöld voru sökuð um að meina þeim að baða sig og hvílast og fjórir höfðu verið fluttir á sjúkrahús úr fangelsinu. Hópurinn hefur verið ákærður fyrir samsæri gegn stjórnvöldum, sem er brotlegt samkvæmt öryggislögunum sem voru innleidd fyrir rúmu ári, en hópurinn blés til óformlegs prófkjörs í júlí 2020 í aðdraganda þingkosninga í héraðinu, sem síðar var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Prófkjör fara almennt ekki fram í Hong Kong en ýmsir stjórnmálaflokkar hafa haldið prófkjör, þar á meðal stjórnarflokkar. Niðurstöður þeirra hafa þó aldrei verið bindandi. Stjórnvöld litu hins vegar á prófkjörið sem andstöðu gegn þáverandi yfirvöldum, í kjölfar árslangra mótmæla, og talið er að allt að 600 þúsund manns hafi tekið þátt í prófkjörinu. Yfirvöld í Peking lýstu því yfir að prófkjörið hafi verið ólöglegt og sex mánuðum seinna nýttu yfirvöld í Hong Kong sér öryggislögin, sem innleidd voru að frumkvæði Kína, og lét handtaka alla frambjóðendur og skipuleggjendur prófkjörsins. Öryggislögin voru lögð til af kínverskum stjórnvöldum og samþykkt af yfirvöldum í Hong Kong aðeins tíu dögum áður en prófkjörið fór fram. Öryggislögin eru mjög ströng og banna alla andstöðu gegn yfirvöldum í Kína. Hong Kong Kína Tengdar fréttir Hvetur foreldra, kennara og aðra til að vakta ungmenni og tilkynna þau til lögreglu Lögreglan í Hong Kong hefur handtekið níu manns vegna meintrar hryðjuverkaógnar. Meðal hinna handteknu eru sex krakkar í menntaskóla en fólkið er fimmtán til 39 ára. Lögreglan segir þau hafa leigt hótelherbergi til að framleiða þar sprengjur og markmið hópsins hafi verið að gera sprengjuárásir á skotmörk í borginni. 6. júlí 2021 11:49 Lýðræðissinnum bannað að syrgja félaga sinn sem sakaður er um hryðjuverk Lögreglan í Hong Kong hefur varað lýðræðissinna við því að syrgi þeir dauða mótmælanda, sem stakk lögreglumann með kuta, verði litið á það sem stuðning við hryðjuverk. Það sé vegna þess að árásin sé nú til rannsóknar hjá þjóðaröryggisstofnun Hong Kong. 5. júlí 2021 14:24 Lýðræðisdagblaði gert að hætta útgáfu og blaðamenn handteknir Dagblaðinu Apple Daily hefur verið gert að hætt útgáfu en það hefur verið einn af hornsteinum lýðræðisbaráttumanna í Hong Kong undanfarin ár. Blaðið er það stærsta sinnar tegundar í héraðinu en vefsíða blaðsins mun loka á miðnætti í dag og síðasta útgáfa prentsins mun koma út á morgun. 23. júní 2021 14:01 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Búist var við því að saksóknarar myndu óska eftir að málið yrði flutt fyrir dómstóli sem getur gefið harðari refsingar en þess í stað óskuðu þeir eftir frestun, þar sem þeir segjast þurfa að undirbúa dómsmálið betur. Hinir 47 ákærðu voru í 55 manna hópi sem var handtekinn af þjóðaröryggislögreglunni þann 6. janúar síðastliðinn fyrir að hafa brotið umdeild öryggislög Hong Kong. Meðal ákærðu eru kennarar, opinberir starfsmenn og fyrrverandi, lýðræðissinnaðir, þingmenn Hong Kong. Fréttastofa Guardian greinir frá. Meirihluti fólksins í hópnum hefur setið í fangelsi síðan í febrúar síðastliðnum. Tólf voru leyst úr haldi gegn tryggingu eftir að fangelsisyfirvöld voru sökuð um að meina þeim að baða sig og hvílast og fjórir höfðu verið fluttir á sjúkrahús úr fangelsinu. Hópurinn hefur verið ákærður fyrir samsæri gegn stjórnvöldum, sem er brotlegt samkvæmt öryggislögunum sem voru innleidd fyrir rúmu ári, en hópurinn blés til óformlegs prófkjörs í júlí 2020 í aðdraganda þingkosninga í héraðinu, sem síðar var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Prófkjör fara almennt ekki fram í Hong Kong en ýmsir stjórnmálaflokkar hafa haldið prófkjör, þar á meðal stjórnarflokkar. Niðurstöður þeirra hafa þó aldrei verið bindandi. Stjórnvöld litu hins vegar á prófkjörið sem andstöðu gegn þáverandi yfirvöldum, í kjölfar árslangra mótmæla, og talið er að allt að 600 þúsund manns hafi tekið þátt í prófkjörinu. Yfirvöld í Peking lýstu því yfir að prófkjörið hafi verið ólöglegt og sex mánuðum seinna nýttu yfirvöld í Hong Kong sér öryggislögin, sem innleidd voru að frumkvæði Kína, og lét handtaka alla frambjóðendur og skipuleggjendur prófkjörsins. Öryggislögin voru lögð til af kínverskum stjórnvöldum og samþykkt af yfirvöldum í Hong Kong aðeins tíu dögum áður en prófkjörið fór fram. Öryggislögin eru mjög ströng og banna alla andstöðu gegn yfirvöldum í Kína.
Hong Kong Kína Tengdar fréttir Hvetur foreldra, kennara og aðra til að vakta ungmenni og tilkynna þau til lögreglu Lögreglan í Hong Kong hefur handtekið níu manns vegna meintrar hryðjuverkaógnar. Meðal hinna handteknu eru sex krakkar í menntaskóla en fólkið er fimmtán til 39 ára. Lögreglan segir þau hafa leigt hótelherbergi til að framleiða þar sprengjur og markmið hópsins hafi verið að gera sprengjuárásir á skotmörk í borginni. 6. júlí 2021 11:49 Lýðræðissinnum bannað að syrgja félaga sinn sem sakaður er um hryðjuverk Lögreglan í Hong Kong hefur varað lýðræðissinna við því að syrgi þeir dauða mótmælanda, sem stakk lögreglumann með kuta, verði litið á það sem stuðning við hryðjuverk. Það sé vegna þess að árásin sé nú til rannsóknar hjá þjóðaröryggisstofnun Hong Kong. 5. júlí 2021 14:24 Lýðræðisdagblaði gert að hætta útgáfu og blaðamenn handteknir Dagblaðinu Apple Daily hefur verið gert að hætt útgáfu en það hefur verið einn af hornsteinum lýðræðisbaráttumanna í Hong Kong undanfarin ár. Blaðið er það stærsta sinnar tegundar í héraðinu en vefsíða blaðsins mun loka á miðnætti í dag og síðasta útgáfa prentsins mun koma út á morgun. 23. júní 2021 14:01 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Hvetur foreldra, kennara og aðra til að vakta ungmenni og tilkynna þau til lögreglu Lögreglan í Hong Kong hefur handtekið níu manns vegna meintrar hryðjuverkaógnar. Meðal hinna handteknu eru sex krakkar í menntaskóla en fólkið er fimmtán til 39 ára. Lögreglan segir þau hafa leigt hótelherbergi til að framleiða þar sprengjur og markmið hópsins hafi verið að gera sprengjuárásir á skotmörk í borginni. 6. júlí 2021 11:49
Lýðræðissinnum bannað að syrgja félaga sinn sem sakaður er um hryðjuverk Lögreglan í Hong Kong hefur varað lýðræðissinna við því að syrgi þeir dauða mótmælanda, sem stakk lögreglumann með kuta, verði litið á það sem stuðning við hryðjuverk. Það sé vegna þess að árásin sé nú til rannsóknar hjá þjóðaröryggisstofnun Hong Kong. 5. júlí 2021 14:24
Lýðræðisdagblaði gert að hætta útgáfu og blaðamenn handteknir Dagblaðinu Apple Daily hefur verið gert að hætt útgáfu en það hefur verið einn af hornsteinum lýðræðisbaráttumanna í Hong Kong undanfarin ár. Blaðið er það stærsta sinnar tegundar í héraðinu en vefsíða blaðsins mun loka á miðnætti í dag og síðasta útgáfa prentsins mun koma út á morgun. 23. júní 2021 14:01