Lýsa yfir neyðarástandi í Haítí og kalla eftir ró Samúel Karl Ólason skrifar 7. júlí 2021 15:31 Hermenn standa vörð við heimili forsetans í Port-au-Prince. AP/Joseph Odelyn Starfandi forsætisráðherra Haítí hefur lýst yfir neyðarástandi og kallar eftir ró meðal íbúa í kjölfar þess að forseti landsins var skotinn til bana á heimili sínu í nótt. Morð Jovenel Moise, forseta Haítí, hefur verið fordæmt af öðrum þjóðarleiðtogum. Samhliða því að kallað hefur verið eftir ró og friði á eyjunni. Forsetinn var myrtur í árás á heimili hans í nótt en starfandi forsætisráðherra landsins, sem nú segist fara með völd, segir hóp sérveitarmanna hafa ráðist á heimilið, myrt forsetann og sært eiginkonu hans. Árásin mun hafa átt sér stað um klukkan eitt í nótt, að staðartíma, og sagði í yfirlýsingu forsætisráðherrans í morgun að einhverjir árásarmannanna hefðu talað spænsku. Seinna sagði hann í útvarpsviðtali að þeir hefðu talað spænsku eða ensku, samkvæmt frétt AP fréttaveitunar. Nágranni forsetans í Port-au-Prince sagði í viðtali við fréttaveituna að hún hefði heyrt árásina. Skothríðin hefði verið svo mikil að fyrst hefði hún talið að jarðskjálfti hefði skollið á. Martine Moise, forsetafrúin, var flutt á sjúkrahús en frekari upplýsingar um líðan hennar hafa ekki litið dagsins ljós. Claude Joseph, forsætisráðherrann, hélt í dag fund með ráðherrum Haítí. Í sjónvarpsávarpi eftir þann fund sagði Joseph að hann hefði lýst yfir neyðarástandi. Ítrekaði hann þó að ríkisstjórnin hefði stjórn á ástandinu, samkvæmt frétt Reuters. Hann veitti ekki frekari upplýsingar um líðan Martine Moise. Um árásina sjálfa sagði hann þungvopnaðan hóp manna sem talað hafi ensku og spænsku hafi ráðist á heimili forsetans. Fordæma morðið og afla upplýsinga Jan Psaki, talskona Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, sagði við blaðamenn í dag að Bandaríkin væru að afla upplýsinga um árásina og lýsti henni sem sorglegri. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, lýsti yfir sorg sinni á Twitter í dag. Hann fordæmdi morðið og kallaði eftir ró á Haítí. Aðrir ráðamenn í Evrópu hafa sömuleiðis slegið á svipaða strengi. I am shocked and saddened at the death of President Moïse. Our condolences are with his family and the people of Haiti. This is an abhorrent act and I call for calm at this time.— Boris Johnson (@BorisJohnson) July 7, 2021 Iván Duque, forseti Kólumbíu, er sömuleiðis meðal þeirra sem hafa fordæmt morðið. Hann hefur kallað eftir því að samband Ameríkuríkja beiti sér til að vernda lýðræðið á Haítí. Moise, sem hafði verið sakaður um alræðistilburði og gert tilraunir til að gera breytingar á stjórnarskrá Haítí og meðal annars auka völd forsetaembættisins, hafði lýst því yfir að halda ætti kosningar seinna á þessu ári. Í gær skipaði hann nýjan forsætisráðherra sem átti að vinna að undirbúningi kosninganna. Skothylki fyrir utan heimili forsetans.AP/Joseph Odelyn Til stóð að halda kosningar í fyrra en þeim var frestað og stjórnarandstaða Haítí hafði kallað eftir því að Moise segði af sér. Undanfarin ár hafa reynst íbúum Haítí erfið. Efnahagsvandræði, náttúruhamfarir og glæpir hafa meðal annars leikið íbúa grátt. Ríkið er þar að auki eitt það fátækasta í Ameríku en meirihluti þjóðarinnar þénar minna en þrjú hundruð krónur á dag. Í frétt France 24 segir að áhyggjur séu uppi um ástandið á Haíti. Stjórnmáladeilur séu miklar og það stefni í fæðuskort. Óttast er að óöld grípi landið á nýjan leik. Ráðmenn í Dóminíska lýðveldinu hafa skipað her landsins að loka landamærum ríkjanna. Haítí Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Forsetinn var myrtur í árás á heimili hans í nótt en starfandi forsætisráðherra landsins, sem nú segist fara með völd, segir hóp sérveitarmanna hafa ráðist á heimilið, myrt forsetann og sært eiginkonu hans. Árásin mun hafa átt sér stað um klukkan eitt í nótt, að staðartíma, og sagði í yfirlýsingu forsætisráðherrans í morgun að einhverjir árásarmannanna hefðu talað spænsku. Seinna sagði hann í útvarpsviðtali að þeir hefðu talað spænsku eða ensku, samkvæmt frétt AP fréttaveitunar. Nágranni forsetans í Port-au-Prince sagði í viðtali við fréttaveituna að hún hefði heyrt árásina. Skothríðin hefði verið svo mikil að fyrst hefði hún talið að jarðskjálfti hefði skollið á. Martine Moise, forsetafrúin, var flutt á sjúkrahús en frekari upplýsingar um líðan hennar hafa ekki litið dagsins ljós. Claude Joseph, forsætisráðherrann, hélt í dag fund með ráðherrum Haítí. Í sjónvarpsávarpi eftir þann fund sagði Joseph að hann hefði lýst yfir neyðarástandi. Ítrekaði hann þó að ríkisstjórnin hefði stjórn á ástandinu, samkvæmt frétt Reuters. Hann veitti ekki frekari upplýsingar um líðan Martine Moise. Um árásina sjálfa sagði hann þungvopnaðan hóp manna sem talað hafi ensku og spænsku hafi ráðist á heimili forsetans. Fordæma morðið og afla upplýsinga Jan Psaki, talskona Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, sagði við blaðamenn í dag að Bandaríkin væru að afla upplýsinga um árásina og lýsti henni sem sorglegri. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, lýsti yfir sorg sinni á Twitter í dag. Hann fordæmdi morðið og kallaði eftir ró á Haítí. Aðrir ráðamenn í Evrópu hafa sömuleiðis slegið á svipaða strengi. I am shocked and saddened at the death of President Moïse. Our condolences are with his family and the people of Haiti. This is an abhorrent act and I call for calm at this time.— Boris Johnson (@BorisJohnson) July 7, 2021 Iván Duque, forseti Kólumbíu, er sömuleiðis meðal þeirra sem hafa fordæmt morðið. Hann hefur kallað eftir því að samband Ameríkuríkja beiti sér til að vernda lýðræðið á Haítí. Moise, sem hafði verið sakaður um alræðistilburði og gert tilraunir til að gera breytingar á stjórnarskrá Haítí og meðal annars auka völd forsetaembættisins, hafði lýst því yfir að halda ætti kosningar seinna á þessu ári. Í gær skipaði hann nýjan forsætisráðherra sem átti að vinna að undirbúningi kosninganna. Skothylki fyrir utan heimili forsetans.AP/Joseph Odelyn Til stóð að halda kosningar í fyrra en þeim var frestað og stjórnarandstaða Haítí hafði kallað eftir því að Moise segði af sér. Undanfarin ár hafa reynst íbúum Haítí erfið. Efnahagsvandræði, náttúruhamfarir og glæpir hafa meðal annars leikið íbúa grátt. Ríkið er þar að auki eitt það fátækasta í Ameríku en meirihluti þjóðarinnar þénar minna en þrjú hundruð krónur á dag. Í frétt France 24 segir að áhyggjur séu uppi um ástandið á Haíti. Stjórnmáladeilur séu miklar og það stefni í fæðuskort. Óttast er að óöld grípi landið á nýjan leik. Ráðmenn í Dóminíska lýðveldinu hafa skipað her landsins að loka landamærum ríkjanna.
Haítí Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira