Fótbolti

Sout­hgate segir árangur Eng­lands á stór­mótum of­metinn

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Gareth Southgate segir Englendinga ofmeta árangur þjóðarinnar á stórmótum.
Gareth Southgate segir Englendinga ofmeta árangur þjóðarinnar á stórmótum. EPA-EFE/Ettore Ferrari

Gareth Southgate, landsliðseinvaldur Englands, segir árangur liðsins á stórmótum í gegnum árin stórlega ofmetin. Southgate getur stýrt liðinu í fyrsta úrslitaleikinn á stórmóti síðan liðið varð heimsmeistari árið 1966.

Undir stjórn Southgate hefur England nú komist í undanúrslit á HM 2018, Þjóðadeildinni 2019 og nú EM 2020. Allt er þegar þrennt er og treysta Englendingar á að nú sé kominn tími til að vinna undanúrslitaviðureign.

„Við erum ekki með jafn ríka fótboltasögu og við höldum oft á tíðum. Leikmennirnir eru að bæta sig dag frá degi. Við höfum brotið niður hvern múrinn á fætur öðrum á þessu móti og höfum tækifæri til að gera það enn á ný í kvöld. Við höfum aldrei leikið til úrslita á Evrópumóti svo það er mjög spennandi tilhugsun fyrir alla í hópnum,“ sagði Southgate á blaðamannafundi í gær.

„Danmörk hefur unnið EM og eru því með betri árangur en við í keppninni. Ég held að fólk hér í landi gleymi því stundum. Við vitum að við erum að spila við mjög gott lið. Þetta verður mjög jafn og spennandi leikur fyrir alla,“ bætti hann við.

England ekki enn fengið á sig mark á mótinu

„Það eykur trúnna. Þú þarft að vinna stóra leiki og gera það reglulega, það verður að vera markmiðið.

„Sem stendur eru allir klárir í leikinn en við þurfum að skoða einn eða tvo leikmenn fyrir leik og taka stöðuna á þeim. Við höfum alltaf verið sveigjanlegir í okkar taktík og nálgun á leikinn,“ sagði þjálfari Englands að endingu.

England mætir Danmörku á Wembley á Lundúnum þar sem 60 þúsund manns verða að mestu á bandi heimamanna. Hefst leikurinn klukkan 19.00 og er hann í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Upphitun hefst 40 mínútum fyrir leik eða 18.20.



Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×