Erlent

Milljón bólu­efna­skammtar ó­hreyfðir í dönskum kælum

Atli Ísleifsson skrifar
Danir eru hættir að bóluefnum AstraZeneca og Janssen.
Danir eru hættir að bóluefnum AstraZeneca og Janssen. Vísir/Vilhelm

Yfir ein milljón bóluefnaskammta frá Janssen og AstraZeneca standa óhreyfð í kælum Sóttvarnastofnunar Danmerkur, þrátt fyrir að ekki sé reiknað með að bólusett verði með skömmtunum í landinu.

Danska ríkisútvarpið DR greinir frá þessu og vísar í upplýsingar frá heilbrigðisráðuneytinu. Aðeins sé vika síðan síðast var ákveðið að nota ekki efnin en áfram berist þó stórir skammtar af þeim til landsins.

Haft er eftir Peder Hvelplund, þingmanni danska Einingarlistans,,að óskiljanlegt sé að frekari sendingar af efnunum hafi ekki verið stöðvaðar.

Hann hyggist leggja það til við heilbrigðisráðherra landsins tafarlaust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×