Kolbeinn spenntur fyrir komu hins þaulreynda Marcus Berg Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. júlí 2021 20:31 Kolbeinn Sigþórsson, framherji Gautaborgar í Svíþjóð og íslenska landsliðsins. fotbollskanalen.se Samherji Kolbeins Sigþórssonar hjá IFK Gautaborg segir hann einn besta framherja sænsku úrvalsdeildarinnar þegar hann er meiðslalaus. Sænski landsliðsframherjinn Marcus Berg mun ganga til liðs við félagið á næstunni og gæti sæti Kolbeins í byrjunarliðinu verið í hættu. „Fyrir mér er hann besti framherji í deildinni. Þegar hann er heill heilsu eru fáir betri hann. Hann átti mjög góðan leik í dag,“ sagði Tobias Sana við Fotbollskanalen eftir leikinn gegn Elfsborg. Kolbeinn átti fínan leik þó hann hafi ekki skorað, hann fiskaði vítaspyrnu í fyrri hálfleik sem fór því miður forgörðum og þá hefði hann að öllum líkindum jafnað metin undir leiks hefði markvörður Gautaborgar ekki þvælst fyrir honum. Kolbeinn meiddist á undirbúningstímabilinu en er hægt og rólega að komast í sitt gamla form. „Ég er alltaf að færast nær og nær. Ég held að ég sé ekki enn 100 prósent en mér líður eins og ég geti gefið meira af mér. Því betra formi sem ég er í, því betri færi kemst ég. Þetta er enn í vinnslu og ég reyni að vinna eins og ég get fyrir liðið. Ég tel það ganga ágætlega, við þurfum samt að bæta okkur og ná í fleiri stig,“ sagði Kolbeinn sjálfur. „Ef við hefðum nýtt vítaspyrnuna hefði þetta verið allt annar leikur. Elfsborg gerði vel i að nýta færið sem þeir fengu,“ bætti hann við áður en hann hrósaði Mikael Stahre, nýráðnum þjálfara liðsins. Straff till IFK Göteborg! pic.twitter.com/OplL65Jg7x— discovery+ sport (@dplus_sportSE) July 5, 2021 Vilken räddning! Tim Rönning räddar Sanas straff pic.twitter.com/SBAlKrc4qZ— discovery+ sport (@dplus_sportSE) July 5, 2021 „Mér líður eins og Micke hafi rifið okkur upp. Fengið okkur til að hlaupa meira, pressa betur og berjast af meiri krafti. Við sjáum nú að við getum hlaupið yfir mótherja okkar. Auðvitað var þetta fyrsti leikurinn undir hans stjórn en ég tel frammistöðuna lofa góðu. Til að vinna leiki þarftu að vera skynsamur og nýta færin sem þú færð, því við fengum færi.“ Landsliðsframherji Svíþjóðar á heimleið Reynsluboltinn Marcus Berg mun ganga til liðs við Gautaborg í sumar eftir fjölda ára erlendis. Hefur hann leikið með Groningen, Hamburger, PSV, Panathinaikos, Al Ain og Krasnodar á ferli sínum. Þá á þessi 34 ára gamli framherji 90 landsleiki að baki en hann byrjaði tvo af fjórum leikjum Svía á EM. Endurkoma Berg mun valda Stahre vandræðum þar sem hann spilaði 4-2-3-1 leikkerfi gegn Elfsborg en þarf nú að ákveða hvort hann spili landsliðsframherjunum saman upp á topp eða geymi annan á bekknum. „Mér líkar vel við þetta kerfi en Marcus er markaskorari og ég er vanur að spila leikkerfi með tvo framherja líkt og hjá íslenska landsliðinu. Ég er ánægður að hann sé að koma með öll sín gæði. Ég hlakka til að spila með honum,“ sagði Kolbeinn um endurkomu Berg sem skoraði á sínum tíma 21 mark fyrir félagið. Marcus Berg í leik gegn Spáni á EM.EPA-EFE/Jose Manuel Vidal Gautaborg er í 12. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar, aðeins stigi fyrir ofan Östursund sem situr í sætinu sem fer í umspil um að halda sæti sínu í deildinni. Liðið hefur aðeins unnið einn af níu fyrstu leikjum sínum á tímabilinu, gert sex jafntefli og tapað tveimur leikjum. Fótbolti Sænski boltinn Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Fleiri fréttir Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Sjá meira
„Fyrir mér er hann besti framherji í deildinni. Þegar hann er heill heilsu eru fáir betri hann. Hann átti mjög góðan leik í dag,“ sagði Tobias Sana við Fotbollskanalen eftir leikinn gegn Elfsborg. Kolbeinn átti fínan leik þó hann hafi ekki skorað, hann fiskaði vítaspyrnu í fyrri hálfleik sem fór því miður forgörðum og þá hefði hann að öllum líkindum jafnað metin undir leiks hefði markvörður Gautaborgar ekki þvælst fyrir honum. Kolbeinn meiddist á undirbúningstímabilinu en er hægt og rólega að komast í sitt gamla form. „Ég er alltaf að færast nær og nær. Ég held að ég sé ekki enn 100 prósent en mér líður eins og ég geti gefið meira af mér. Því betra formi sem ég er í, því betri færi kemst ég. Þetta er enn í vinnslu og ég reyni að vinna eins og ég get fyrir liðið. Ég tel það ganga ágætlega, við þurfum samt að bæta okkur og ná í fleiri stig,“ sagði Kolbeinn sjálfur. „Ef við hefðum nýtt vítaspyrnuna hefði þetta verið allt annar leikur. Elfsborg gerði vel i að nýta færið sem þeir fengu,“ bætti hann við áður en hann hrósaði Mikael Stahre, nýráðnum þjálfara liðsins. Straff till IFK Göteborg! pic.twitter.com/OplL65Jg7x— discovery+ sport (@dplus_sportSE) July 5, 2021 Vilken räddning! Tim Rönning räddar Sanas straff pic.twitter.com/SBAlKrc4qZ— discovery+ sport (@dplus_sportSE) July 5, 2021 „Mér líður eins og Micke hafi rifið okkur upp. Fengið okkur til að hlaupa meira, pressa betur og berjast af meiri krafti. Við sjáum nú að við getum hlaupið yfir mótherja okkar. Auðvitað var þetta fyrsti leikurinn undir hans stjórn en ég tel frammistöðuna lofa góðu. Til að vinna leiki þarftu að vera skynsamur og nýta færin sem þú færð, því við fengum færi.“ Landsliðsframherji Svíþjóðar á heimleið Reynsluboltinn Marcus Berg mun ganga til liðs við Gautaborg í sumar eftir fjölda ára erlendis. Hefur hann leikið með Groningen, Hamburger, PSV, Panathinaikos, Al Ain og Krasnodar á ferli sínum. Þá á þessi 34 ára gamli framherji 90 landsleiki að baki en hann byrjaði tvo af fjórum leikjum Svía á EM. Endurkoma Berg mun valda Stahre vandræðum þar sem hann spilaði 4-2-3-1 leikkerfi gegn Elfsborg en þarf nú að ákveða hvort hann spili landsliðsframherjunum saman upp á topp eða geymi annan á bekknum. „Mér líkar vel við þetta kerfi en Marcus er markaskorari og ég er vanur að spila leikkerfi með tvo framherja líkt og hjá íslenska landsliðinu. Ég er ánægður að hann sé að koma með öll sín gæði. Ég hlakka til að spila með honum,“ sagði Kolbeinn um endurkomu Berg sem skoraði á sínum tíma 21 mark fyrir félagið. Marcus Berg í leik gegn Spáni á EM.EPA-EFE/Jose Manuel Vidal Gautaborg er í 12. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar, aðeins stigi fyrir ofan Östursund sem situr í sætinu sem fer í umspil um að halda sæti sínu í deildinni. Liðið hefur aðeins unnið einn af níu fyrstu leikjum sínum á tímabilinu, gert sex jafntefli og tapað tveimur leikjum.
Fótbolti Sænski boltinn Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Fleiri fréttir Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Sjá meira
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti