Átján ára spútnikstjarna Wimbledon mótsins varð að hætta keppni vegna öndunarerfiðleika Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. júlí 2021 10:30 Hin unga Emma Raducanu lenti í erfiðleikum í miðjum leik og varð að hætta keppni. Getty/Julian Finney/ Wimbledon ævintýri Emmu Raducanu endaði í gær á leiðinlegan hátt þegar hún varð að hætta keppni í leik sínum á móti Ajlu Tomljanovic í fjórðu umferð risamótsins í tennis. Raducanu gat ekki haldið áfram vegna þess að hún átti erfitt með að anda en það kom fram í opinberri tilkynningu forráðamanna mótsins. Það fór ekki framhjá neinum í öðru setti leiksins að Raducanu leið ekki vel. Hún greip margoft um kviðinn og virtist glíma við umrædda öndunarerfiðleika. Emma Raducanu left the court to receive further treatment, but it was soon announced she would not be returning.We hope she's ok #bbctennis #Wimbledon— BBC Sport (@BBCSport) July 5, 2021 Raducanu var bara í 338. sæti heimslistans fyrir mótið en hafði slegið út tvo mótherja á topp fimmtíu á leið sinni í keppninni. Það eru margir tennisáhugamenn spenntir fyrir framtíðinni hjá þessari ungu tenniskonu og því var þessi endir í gær mikil vonbrigði. Ástralinn Ajla Tomljanovic er því komin áfram í átta manna úrslit þar sem hún mætir Ashleigh Barty. Wimbledon 2021: 18-year-old Emma Raducanu retires from fourth round match https://t.co/MDRyh8thJ3— The Guardian (@guardian) July 5, 2021 Tomljanovic vann fyrsta settið 6-4 og var 3-0 yfir í öðru settinu þegar Emma Raducanu þurfti að yfirgefa völlinn. Seinna var tilkynnt að hún myndi ekki snúa aftur í leikinn og Tomljanovic var þar með komin áfram. „Ég finn til með henni og vildi óska að við hefðum getað klárað leikinn. Ég óska henni alls hins besta,“ sagði Ajla Tomljanovic eftir leik. The moment @EmmaRaducanu became the youngest British woman to reach the fourth round at #Wimbledon in the Open era pic.twitter.com/SUxODx6VIo— Wimbledon (@Wimbledon) July 3, 2021 Hin átján ára gamla Raducanu varð yngsta breska tenniskonan til að komast svo langt á Wimbledon risamótinu í nútíma tennis. Hún var eina heimakonan sem var eftir í keppninni. Í hinum leikjum átta manna úrslitinna í einliðaleik kvenna á Wimbledon mótinu mætast Karolína Muchová og Angelique Kerber, Karolína Plíšková og Viktorija Golubic og svo að síðast en ekki síst Ons Jabeur og Aryna Sabalenka. Tennis Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Fleiri fréttir United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Guy Smit frá KR til Vestra Sjá meira
Raducanu gat ekki haldið áfram vegna þess að hún átti erfitt með að anda en það kom fram í opinberri tilkynningu forráðamanna mótsins. Það fór ekki framhjá neinum í öðru setti leiksins að Raducanu leið ekki vel. Hún greip margoft um kviðinn og virtist glíma við umrædda öndunarerfiðleika. Emma Raducanu left the court to receive further treatment, but it was soon announced she would not be returning.We hope she's ok #bbctennis #Wimbledon— BBC Sport (@BBCSport) July 5, 2021 Raducanu var bara í 338. sæti heimslistans fyrir mótið en hafði slegið út tvo mótherja á topp fimmtíu á leið sinni í keppninni. Það eru margir tennisáhugamenn spenntir fyrir framtíðinni hjá þessari ungu tenniskonu og því var þessi endir í gær mikil vonbrigði. Ástralinn Ajla Tomljanovic er því komin áfram í átta manna úrslit þar sem hún mætir Ashleigh Barty. Wimbledon 2021: 18-year-old Emma Raducanu retires from fourth round match https://t.co/MDRyh8thJ3— The Guardian (@guardian) July 5, 2021 Tomljanovic vann fyrsta settið 6-4 og var 3-0 yfir í öðru settinu þegar Emma Raducanu þurfti að yfirgefa völlinn. Seinna var tilkynnt að hún myndi ekki snúa aftur í leikinn og Tomljanovic var þar með komin áfram. „Ég finn til með henni og vildi óska að við hefðum getað klárað leikinn. Ég óska henni alls hins besta,“ sagði Ajla Tomljanovic eftir leik. The moment @EmmaRaducanu became the youngest British woman to reach the fourth round at #Wimbledon in the Open era pic.twitter.com/SUxODx6VIo— Wimbledon (@Wimbledon) July 3, 2021 Hin átján ára gamla Raducanu varð yngsta breska tenniskonan til að komast svo langt á Wimbledon risamótinu í nútíma tennis. Hún var eina heimakonan sem var eftir í keppninni. Í hinum leikjum átta manna úrslitinna í einliðaleik kvenna á Wimbledon mótinu mætast Karolína Muchová og Angelique Kerber, Karolína Plíšková og Viktorija Golubic og svo að síðast en ekki síst Ons Jabeur og Aryna Sabalenka.
Tennis Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Fleiri fréttir United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Guy Smit frá KR til Vestra Sjá meira