Heimsókn til Danmerkur fyrir áratug síðan gæti verið lykillinn að velgengni Englands Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. júlí 2021 10:00 Gareth Southgate hefur aðeins breyst síðan árið 2011. Paul Gilham/Getty Images Árangur Gareth Southgate með enska landsliðið gæti átt heimsókn hans til Danmerkur árið 2011 margt að þakka. Southgate fór til að sitja þjálfaranámskeið á vegum UEFA í Árósum ásamt því að fylgjast með Evrópumóti U-21 árs landsliða. Það gæti verið svo lykillinn að árangri enska liðsins megi finna í heimsókn Southgate til Danmerkur fyrir áratug síðan. Téður lykill gæti loks opnað hurðina að úrslitaleik stórmóts í knattspyrnu en þangað hefur enska landsliðið ekki komist síðan árið 1966. Snakker du dansk? Tíu ár eru síðan Gareth Southgate auglýsti eftir dönskumælandi einstaklingum til að hjálpa sér með nokkur lykilhugtök þar sem hann var á leiðinni til Danmerkur á þjálfaranámskeið hjá knattspyrnusambandi Evrópu ásamt því að fylgjast með Evrópumóti sem við Íslendingar munum ágætlega eftir. Þó Southgate hafi ekki fengið mikla hjálpa á Twitter var hann sáttur með viðbrögðin, svona mestmegnis. Very grateful,my Danish now extends to;bacon,beer,penalties +some other random phrase likely to get me a smack in the chops. Cheers tweeps!— Gareth Southgate (@GarethSouthgate) June 13, 2011 Stuart Pearce stýrði enska liðinu á mótinu en því gekk illa og komst ekki upp úr riðlinum. Tveir leikmenn liðsins í Danmörku fyrir áratug síðar eru í enska landsliðshópnum í dag, þeir Jordan Henderson og Kyle Walker. Tvíeykið hjá Ajax vakti mesta athygli Southgate, sem var þá yfir þróun leikmanna hjá enska knattspyrnu-sambandinu, nýtti ferðina einkar vel. Ásamt því að sitja þjálfaranámskeið í Árósum sat hann fyrir svörum með Morten Olsen, þáverandi landsliðsþjálfara Dana, ásamt því að skoða U-21 landslið Dana vel en mótið var haldið þar í landi. Eftir að hafa skoðað heimamenn vel og vandlega taldi Southgate að almenningur ætti að fylgjast hvað best með tvíeykinu sem lék með Ajax á þeim tíma. Um var að ræða þá Christian Eriksen og Nicolai Boilsen. Þeir voru báðir í byrjunarliði Danmerkur sem tapaði 3-1 gegn Íslandi. Eriksen í baráttunni gegn Jóhanni Berg Guðmundssyni í leik liðanna í Álaborg á meðan Kolbeinn Sigþórsson horfir á. Michael Steele/Getty Images Southgate hafði því safnað duglega í reynslubankann áður en hann tók við U-21 árs landsliði Englands árið 2013. Svo virðist sem reynsla hans sé að skila sér en England er komið alla leið í undanúrslit annað stórmótið í röð. Liðið ekki fullmótað fyrir þremur árum „Við vitum það að með tíð og tíða þá verðum við betri en frammistaðan í gær var risa tækifæri fyrir okkur og ekki eitthvað sem við vildum missa að. Ég er svo, svo stoltur af leikmönnunum og starfsliðinu fyrir alla þessa samstöðu,” sagði Southgate er það var ljóst að England var komið í undanúrslit HM. England 'will not settle for semi-final', says Gareth Southgate | @Matt_Law_DT Plus, @JBurtTelegraph writes on a squad blissfully free of baggagehttps://t.co/VHzlgxeCpz— Telegraph Sport (@TelegraphSport) July 4, 2021 Nú, þremur árum síðar ætlar Southgate að stíga skrefið til fulls og fara alla leið í úrslitaleikinn. Southgate verið að leggja grunn í áratug Southgate hefur svo sannarlega unnið fyrir því að vera á þessum stað en hann hefur lagt hart að sér undanfarinn áratug og eflaust lengur. Á rétt rúmum mánuði sumarið 2011 fór hann til Danmerkur á þjálfaranámskeið ásamt öllu sem var nefnt hér að ofan. Hann sá A-landslið Englands keppa á Wembley í Lundúnum, sá U-19 ára landslið Englands spila í Genf og HM U-20 ára landsliða í Kólumbíu. Gareth Southgate used to be a prolific tweeter and the journeys he recorded 10 years ago, including a trip to Denmark, are instructive of his journey and body of work. He also signed off "cheers tweeps!" https://t.co/fNuEtaIwT7— Matt Law (@Matt_Law_DT) July 4, 2021 Ekki nóg með það heldur mætti hann á leiksýningu fyrir börn í Walsall eftir að heimsreisunni lauk. Southgate var virkur á samfélagsmiðlum á þeim tíma og leyfði fólki að fylgjast vel með starfi sínu. Til að mynda birti hann byrjunarlið enska U-19 ára landsliðsins fyrir einn leik liðsins en gleymdi ákveðnum Harry Kane í uppstillingu sinni. Eitthvað sem Southgate hefur forðast síðan hann tók við enska A-landsliðinu. Hann hélt trú við Kane þrátt fyrir að framherjinn hafi verið slakur í riðlakeppninni. Apologies think I left Harry Kane of that starting XI— Gareth Southgate (@GarethSouthgate) September 1, 2011 Hann vaknaði loks til lífsins í 16-liða úrslitum þar sem hann skoraði síðara mark Englands í 2-0 sigri á Þýskalandi og þá skoraði hann tvívegis í 4-0 stórsigri á Úkraínu í 8-liða úrslitum. Hvort Kane haldi áfram að láta ljós sitt skína kemur í ljós í kvöld. Hollendingurinn Danny Makkelie flautar leik Englands og Danmerkur á klukkan 19.00. Tæpum tveimur tímum síðar ætti að vera ljóst hvort heimsókn Soutghate til Danmerkur fyrir áratug síðan skipti sköpum eða ekki. Southgate hefur passað sig að gleyma ekki Harry Kane síðan hann tók við enska landsliðinu enda Kane skorað 37 mörk í 59 landsleikjum.EPA-EFE/Ettore Ferrari EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Fótbolti Mest lesið Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Enski boltinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Enski boltinn Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Enski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Handbolti Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Fleiri fréttir Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Juventus ekki enn tapað deildarleik á tímabilinu Kolbeinn skoraði í síðasta heimaleik tímabilsins Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Kane allt í öllu í sigri Bayern Diljá skoraði í bikar og Daníel lék fyrir meistarana Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sjáðu frábært mark Hlínar sem berst um gullskó Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Lið Dags tapaði í vító og þarf oddaleik Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Öruggt hjá Bröndby og Karólína og Leverkusen upp í annað sætið Þriðja tap Düsseldorf í síðustu fjórum leikjum Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti Yorke ráðinn landsliðsþjálfari heimalandsins Má spila þrátt fyrir áfrýjun Laugardalsvöllur eins og þú hefur aldrei séð hann áður „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Einstök fótboltaferð boðin upp á herrakvöldi HK Fyrrverandi fótboltamaður á meðal hinna látnu „Passar fullkomlega við svona félag“ Rússneskur markvörður vill verða Norðmaður Sjá meira
Það gæti verið svo lykillinn að árangri enska liðsins megi finna í heimsókn Southgate til Danmerkur fyrir áratug síðan. Téður lykill gæti loks opnað hurðina að úrslitaleik stórmóts í knattspyrnu en þangað hefur enska landsliðið ekki komist síðan árið 1966. Snakker du dansk? Tíu ár eru síðan Gareth Southgate auglýsti eftir dönskumælandi einstaklingum til að hjálpa sér með nokkur lykilhugtök þar sem hann var á leiðinni til Danmerkur á þjálfaranámskeið hjá knattspyrnusambandi Evrópu ásamt því að fylgjast með Evrópumóti sem við Íslendingar munum ágætlega eftir. Þó Southgate hafi ekki fengið mikla hjálpa á Twitter var hann sáttur með viðbrögðin, svona mestmegnis. Very grateful,my Danish now extends to;bacon,beer,penalties +some other random phrase likely to get me a smack in the chops. Cheers tweeps!— Gareth Southgate (@GarethSouthgate) June 13, 2011 Stuart Pearce stýrði enska liðinu á mótinu en því gekk illa og komst ekki upp úr riðlinum. Tveir leikmenn liðsins í Danmörku fyrir áratug síðar eru í enska landsliðshópnum í dag, þeir Jordan Henderson og Kyle Walker. Tvíeykið hjá Ajax vakti mesta athygli Southgate, sem var þá yfir þróun leikmanna hjá enska knattspyrnu-sambandinu, nýtti ferðina einkar vel. Ásamt því að sitja þjálfaranámskeið í Árósum sat hann fyrir svörum með Morten Olsen, þáverandi landsliðsþjálfara Dana, ásamt því að skoða U-21 landslið Dana vel en mótið var haldið þar í landi. Eftir að hafa skoðað heimamenn vel og vandlega taldi Southgate að almenningur ætti að fylgjast hvað best með tvíeykinu sem lék með Ajax á þeim tíma. Um var að ræða þá Christian Eriksen og Nicolai Boilsen. Þeir voru báðir í byrjunarliði Danmerkur sem tapaði 3-1 gegn Íslandi. Eriksen í baráttunni gegn Jóhanni Berg Guðmundssyni í leik liðanna í Álaborg á meðan Kolbeinn Sigþórsson horfir á. Michael Steele/Getty Images Southgate hafði því safnað duglega í reynslubankann áður en hann tók við U-21 árs landsliði Englands árið 2013. Svo virðist sem reynsla hans sé að skila sér en England er komið alla leið í undanúrslit annað stórmótið í röð. Liðið ekki fullmótað fyrir þremur árum „Við vitum það að með tíð og tíða þá verðum við betri en frammistaðan í gær var risa tækifæri fyrir okkur og ekki eitthvað sem við vildum missa að. Ég er svo, svo stoltur af leikmönnunum og starfsliðinu fyrir alla þessa samstöðu,” sagði Southgate er það var ljóst að England var komið í undanúrslit HM. England 'will not settle for semi-final', says Gareth Southgate | @Matt_Law_DT Plus, @JBurtTelegraph writes on a squad blissfully free of baggagehttps://t.co/VHzlgxeCpz— Telegraph Sport (@TelegraphSport) July 4, 2021 Nú, þremur árum síðar ætlar Southgate að stíga skrefið til fulls og fara alla leið í úrslitaleikinn. Southgate verið að leggja grunn í áratug Southgate hefur svo sannarlega unnið fyrir því að vera á þessum stað en hann hefur lagt hart að sér undanfarinn áratug og eflaust lengur. Á rétt rúmum mánuði sumarið 2011 fór hann til Danmerkur á þjálfaranámskeið ásamt öllu sem var nefnt hér að ofan. Hann sá A-landslið Englands keppa á Wembley í Lundúnum, sá U-19 ára landslið Englands spila í Genf og HM U-20 ára landsliða í Kólumbíu. Gareth Southgate used to be a prolific tweeter and the journeys he recorded 10 years ago, including a trip to Denmark, are instructive of his journey and body of work. He also signed off "cheers tweeps!" https://t.co/fNuEtaIwT7— Matt Law (@Matt_Law_DT) July 4, 2021 Ekki nóg með það heldur mætti hann á leiksýningu fyrir börn í Walsall eftir að heimsreisunni lauk. Southgate var virkur á samfélagsmiðlum á þeim tíma og leyfði fólki að fylgjast vel með starfi sínu. Til að mynda birti hann byrjunarlið enska U-19 ára landsliðsins fyrir einn leik liðsins en gleymdi ákveðnum Harry Kane í uppstillingu sinni. Eitthvað sem Southgate hefur forðast síðan hann tók við enska A-landsliðinu. Hann hélt trú við Kane þrátt fyrir að framherjinn hafi verið slakur í riðlakeppninni. Apologies think I left Harry Kane of that starting XI— Gareth Southgate (@GarethSouthgate) September 1, 2011 Hann vaknaði loks til lífsins í 16-liða úrslitum þar sem hann skoraði síðara mark Englands í 2-0 sigri á Þýskalandi og þá skoraði hann tvívegis í 4-0 stórsigri á Úkraínu í 8-liða úrslitum. Hvort Kane haldi áfram að láta ljós sitt skína kemur í ljós í kvöld. Hollendingurinn Danny Makkelie flautar leik Englands og Danmerkur á klukkan 19.00. Tæpum tveimur tímum síðar ætti að vera ljóst hvort heimsókn Soutghate til Danmerkur fyrir áratug síðan skipti sköpum eða ekki. Southgate hefur passað sig að gleyma ekki Harry Kane síðan hann tók við enska landsliðinu enda Kane skorað 37 mörk í 59 landsleikjum.EPA-EFE/Ettore Ferrari EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Fótbolti Mest lesið Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Enski boltinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Enski boltinn Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Enski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Handbolti Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Fleiri fréttir Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Juventus ekki enn tapað deildarleik á tímabilinu Kolbeinn skoraði í síðasta heimaleik tímabilsins Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Kane allt í öllu í sigri Bayern Diljá skoraði í bikar og Daníel lék fyrir meistarana Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sjáðu frábært mark Hlínar sem berst um gullskó Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Lið Dags tapaði í vító og þarf oddaleik Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Öruggt hjá Bröndby og Karólína og Leverkusen upp í annað sætið Þriðja tap Düsseldorf í síðustu fjórum leikjum Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti Yorke ráðinn landsliðsþjálfari heimalandsins Má spila þrátt fyrir áfrýjun Laugardalsvöllur eins og þú hefur aldrei séð hann áður „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Einstök fótboltaferð boðin upp á herrakvöldi HK Fyrrverandi fótboltamaður á meðal hinna látnu „Passar fullkomlega við svona félag“ Rússneskur markvörður vill verða Norðmaður Sjá meira