Valsmenn lausir við EM-kappa á illa förnum velli í Zagreb Sindri Sverrisson skrifar 5. júlí 2021 16:01 Mario Gavranovic skoraði jöfnunarmark Sviss gegn Frakklandi og einnig í vítaspyrnukeppninni þegar Svisslendingar slógu heimsmeistarana út af EM. EPA/JEAN-CHRISTOPHE BOTT Valsmenn eiga fyrir höndum gríðarlega erfiðan leik á illa förnum Maksimir-vellinum í Zagreb á miðvikudaginn, í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Dinamo Zagreb er sennilega sterkasta liðið í fyrstu umferð undankeppninnar enda átti liðið átta fulltrúa á Evrópumótinu sem nú er að ljúka, og sló út Tottenham í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í vetur. Dinamo var auk þess í þriðja sæti yfir þau félög sem „ólu upp“ flesta leikmenn á EM – menn á borð við Luka Modric, Mateo Kovacic og fleiri. Leikmenn Dinamo sem spiluðu á EM virðast hins vegar flestir fá stutt sumarfrí í stað þess að mæta Val á miðvikudaginn. Ein af hetjum Sviss, Mario Gavranovic, verður alla vega í fríi og Króatarnir Mislav Orsic, sem skoraði í tapinu gegn Spáni, Bruno Petkovic og Dominik Livakovic, aðalmarkvörður Króata, verða ekki með gegn Val, samkvæmt króatíska miðlinum 24 Sata. Illa farinn völlur en áhorfendur mega mæta Miðillinn bendir á það að Maksimir-völlurinn sé í skelfilegu ástandi vegna sýkingar í grassverðinum. Leikurinn við Val verður fyrsti heimaleikur Dinamo síðan 22. maí þegar liðið lauk síðasta tímabili, þar sem liðið varð króatískur meistari af miklu öryggi. Sjá má á myndum á heimasíðu Dinamo hve illa farinn völlur liðsins er.Dinamo Zagreb Það verða hins vegar áhorfendur á Maksimir-leikvanginum, í fyrsta sinn í níu mánuði vegna banns sem sett var vegna kórónuveirufaraldursins. Leikur Dinamo Zagreb og Vals hefst kl. 17 á miðvikudaginn og er sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Liðin mætast svo aftur á Hlíðarenda viku síðar. Meistaradeild Evrópu Valur Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Fleiri fréttir „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Sjá meira
Dinamo Zagreb er sennilega sterkasta liðið í fyrstu umferð undankeppninnar enda átti liðið átta fulltrúa á Evrópumótinu sem nú er að ljúka, og sló út Tottenham í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í vetur. Dinamo var auk þess í þriðja sæti yfir þau félög sem „ólu upp“ flesta leikmenn á EM – menn á borð við Luka Modric, Mateo Kovacic og fleiri. Leikmenn Dinamo sem spiluðu á EM virðast hins vegar flestir fá stutt sumarfrí í stað þess að mæta Val á miðvikudaginn. Ein af hetjum Sviss, Mario Gavranovic, verður alla vega í fríi og Króatarnir Mislav Orsic, sem skoraði í tapinu gegn Spáni, Bruno Petkovic og Dominik Livakovic, aðalmarkvörður Króata, verða ekki með gegn Val, samkvæmt króatíska miðlinum 24 Sata. Illa farinn völlur en áhorfendur mega mæta Miðillinn bendir á það að Maksimir-völlurinn sé í skelfilegu ástandi vegna sýkingar í grassverðinum. Leikurinn við Val verður fyrsti heimaleikur Dinamo síðan 22. maí þegar liðið lauk síðasta tímabili, þar sem liðið varð króatískur meistari af miklu öryggi. Sjá má á myndum á heimasíðu Dinamo hve illa farinn völlur liðsins er.Dinamo Zagreb Það verða hins vegar áhorfendur á Maksimir-leikvanginum, í fyrsta sinn í níu mánuði vegna banns sem sett var vegna kórónuveirufaraldursins. Leikur Dinamo Zagreb og Vals hefst kl. 17 á miðvikudaginn og er sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Liðin mætast svo aftur á Hlíðarenda viku síðar.
Meistaradeild Evrópu Valur Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Fleiri fréttir „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Sjá meira