Leirgos líklegasta skýringin á sprengingunni í Kaspíahafi Samúel Karl Ólason skrifar 5. júlí 2021 09:41 Þyrlu var flogið yfir eyjuna í Kaspíhafi í morgun leit hún þá svona út. Forsvarsmenn SOCAR, ríkisolíufyrirtækis Aserbaídsjan, segja svokallað leirgos vera líklegustu skýringuna fyrir sprengingunni í Kaspíhafi í gær. Mikið eldhaf lýsti upp himininn á svæðinu og vakti mikla furðu. Mikil olíu- og jarðgasvinnsla á sér stað á þessu svæði Kaspíahafs og er ekki vitað til þess að skemmdir hafi orðið á búnaði né manntjón hafi átt sér stað. Leirgos eru ekki raunveruleg eldgos og tengjast jarðhræringum ekki endilega. Þau myndast oftast þannig að gastegundir safnast saman undir sjávarbotni sem springur svo fram á yfirborðið. Samkvæmt grein Nature frá því í fyrra er búið að bera kennsl á rúmlega þúsund staði þar sem gos sem þessi hafa orðið. Another video of explosion https://t.co/qlgjvQSBC8 pic.twitter.com/Y2XV2vepuM— Liveuamap (@Liveuamap) July 4, 2021 Margir slíkir staðir eru í Kaspíahafi og í þetta sinn hefur fyrirbæri ausið bæði leðju og jarðgasi út í loftið. Ekki liggur fyrir hvernig kviknaði í gasinu. Líklegast þykir að grjót hafi skollið saman og myndað neista. Upplýsingaráðuneyti Aserbaídsjan birti í morgun meðfylgjandi myndband sem sýnir eyjuna þar sem „leirgosið“ varð. Húnn ber nafnið Dashli og er í um 30 kílómetra fjarlægð frá ströndu. Guardian hefur eftir Mark Tingay, sérfræðingi í leirgosum, að sprengingin í Kaspíahafi beri einkenni leirgoss. Þá sé staðsetningin á svæði þar sem annað slíkt átti sér stað árið 1958 en þá teygðu eldtungurnar sig 500-600 metra í loftið. Hér má sjá kort Tingay af leirgosum í Aserbaídsjan og myndband af einu slíku. And the mud volcanoes in Azerbaijan are some of the biggest and most violent in the world. There are, on average, several large mud volcano eruptions each year, and many of them can have big fires.Here is footage of Lokbatan erupting in 2012.https://t.co/YATgDCjARY— Mark Tingay (@CriticalStress_) July 5, 2021 Aserbaídsjan Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Gríðarleg sprenging í Kaspíahafi Mikil sprenging varð í Kaspíahafi undan ströndum Aserbaídsjan í dag. Sprengingin varð í nokkra kílómetra fjarlægð frá olíuborpalli. 4. júlí 2021 19:02 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Mikil olíu- og jarðgasvinnsla á sér stað á þessu svæði Kaspíahafs og er ekki vitað til þess að skemmdir hafi orðið á búnaði né manntjón hafi átt sér stað. Leirgos eru ekki raunveruleg eldgos og tengjast jarðhræringum ekki endilega. Þau myndast oftast þannig að gastegundir safnast saman undir sjávarbotni sem springur svo fram á yfirborðið. Samkvæmt grein Nature frá því í fyrra er búið að bera kennsl á rúmlega þúsund staði þar sem gos sem þessi hafa orðið. Another video of explosion https://t.co/qlgjvQSBC8 pic.twitter.com/Y2XV2vepuM— Liveuamap (@Liveuamap) July 4, 2021 Margir slíkir staðir eru í Kaspíahafi og í þetta sinn hefur fyrirbæri ausið bæði leðju og jarðgasi út í loftið. Ekki liggur fyrir hvernig kviknaði í gasinu. Líklegast þykir að grjót hafi skollið saman og myndað neista. Upplýsingaráðuneyti Aserbaídsjan birti í morgun meðfylgjandi myndband sem sýnir eyjuna þar sem „leirgosið“ varð. Húnn ber nafnið Dashli og er í um 30 kílómetra fjarlægð frá ströndu. Guardian hefur eftir Mark Tingay, sérfræðingi í leirgosum, að sprengingin í Kaspíahafi beri einkenni leirgoss. Þá sé staðsetningin á svæði þar sem annað slíkt átti sér stað árið 1958 en þá teygðu eldtungurnar sig 500-600 metra í loftið. Hér má sjá kort Tingay af leirgosum í Aserbaídsjan og myndband af einu slíku. And the mud volcanoes in Azerbaijan are some of the biggest and most violent in the world. There are, on average, several large mud volcano eruptions each year, and many of them can have big fires.Here is footage of Lokbatan erupting in 2012.https://t.co/YATgDCjARY— Mark Tingay (@CriticalStress_) July 5, 2021
Aserbaídsjan Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Gríðarleg sprenging í Kaspíahafi Mikil sprenging varð í Kaspíahafi undan ströndum Aserbaídsjan í dag. Sprengingin varð í nokkra kílómetra fjarlægð frá olíuborpalli. 4. júlí 2021 19:02 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Gríðarleg sprenging í Kaspíahafi Mikil sprenging varð í Kaspíahafi undan ströndum Aserbaídsjan í dag. Sprengingin varð í nokkra kílómetra fjarlægð frá olíuborpalli. 4. júlí 2021 19:02