Fótbolti

Valskonur mæta Hoffenheim en Blikar byrja á Færeyingum

Sindri Sverrisson skrifar
Ísland á tvo fulltrúa í undankeppni Meistaradeildarinnar í ár eftir að hafa átt eitt sæti í keppninni síðustu ár.
Ísland á tvo fulltrúa í undankeppni Meistaradeildarinnar í ár eftir að hafa átt eitt sæti í keppninni síðustu ár. vísir/elín björg

Íslandsmeistarar Breiðabliks þurfa að slá út KÍ Klaksvík frá Færeyjum og eitt lið til viðbótar til að komast í gegnum fyrri umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta.

Takist Blikakonum að vinna Færeyingana mæta þær sigurliðinu úr leik Gintra frá Litáen og Flora Tallinn frá Eistlandi, í úrslitaleik. Sigurliðið í úrslitaleiknum kemst í seinni umferð undankeppninnar, í einvígi um að komast í sjálfa riðlakeppni Meistaradeildarinnar með bestu liðum Evrópu.

Riðill Blika í undankeppninni ætti samkvæmt heimasíðu UEFA að vera leikinn í Litháen þar sem Gintra er efst liðanna á styrkleikalista UEFA.

Ísland á tvo fulltrúa í keppninni í ár eftir góðan árangur síðustu ár, en Valskonur eiga fyrir höndum afar erfitt verkefni.

Valur mætir þriðja besta liði Þýskalands á síðustu leiktíð, Hoffenheim, í undanúrslitum. Sigurliðið fer í úrslitaleik við Zürich eða AC Milan um eitt laust sæti í seinni umferðinni.

Fyrri leikirnir fara fram 18. ágúst en úrslitaleikirnir eru þremur dögum síðar. Tapliðin í leikjunum 18. ágúst mætast í leik um þriðja sæti hvers riðils.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×