atNorth semur um kaup á raforku í kjölfar stækkunar gagnavera Atli Ísleifsson skrifar 1. júlí 2021 09:28 Tinna Traustadóttir, framkvæmdastjóri Sölu og þjónustu hjá Landsvirkjun, Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar og Eyjólfur Magnús Kristinsson, forstjóri ADC. Landsvirkjun Landsvirkjun og atNorth hafa undirritað nýjan raforkusamning til tveggja ára. Frá þessu segir í tilkynningu frá Landsvirkjun, en fyrr á árinu var gengið frá öðrum slíkum samningi og sé því um mikla aukningu í viðskiptum að ræða á stuttum tíma. „AtNorth er 100% eigandi ADC ehf. [Advania Data Centers], sem hefur verið viðskiptavinur Landsvirkjunar um árabil. Starfsmenn eru um 50 talsins auk fjölda verktaka og árleg heildarvelta nemur yfir sex milljörðum króna. Starfsemin fer að mestu fram hér á landi en í lok ársins er áformað að taka í notkun gagnaver í Stokkhólmi, þar sem hitinn frá tölvubúnaði verður nýttur til húshitunar. Gagnaverið sem hefur vaxið hratt á undanförnum árum er staðsett á Fitjum í Reykjanesbæ og er gagnaverið eitt það stærsta í Evrópu. Raforkusamningurinn gerir atNorth kleift að mæta sívaxandi eftirspurn eftir ofurtölvuafli og sérfræðiþjónustu í bálkakeðjutækni (e. blockchain). Í takt við aukna eftirspurn var nýverið lokið við stækkun á þeim hluta gagnaversins sem tryggir hámarks rekstraröryggi og uppfyllir strangar öryggiskröfur. Slík skilyrði eru forsenda þess að þjónusta framsækin alþjóðleg fyrirtæki sem nýta ofurtölvur, t.d. á sviði gervigreindar og útreikninga fyrirtækja sem eru umsvifamikil á sviði rannsókna og vísinda. Markaðssókn til framtíðar beinist í auknum mæli að slíkum verkefnum. Aðstæður hér á landi eru ákjósanlegar fyrir starfsemi gagnavera með fyrirsjáanlegum raforkuverðum, endurnýjanlegri uppsprettu orkunnar og köldu loftslagi sem dregur úr kostnaði við kælingu á tölvubúnaði,“ segir í tilkynningunni. Annar samningurinn á tveimur dögum Greint var frá því í gær að Landsvirkjun og Verne Global hf. Hafi undirritað nýjan raforkusamning sem gildir til 2030. Í honum er samið um upprunaábyrgðir til staðfestingar á því að öll raforka sem seld er til gagnavers Verne Global á Íslandi er einungis framleidd með endurnýjanlegum orkugjöfum. Verne Global hefur átt í viðskiptum við Landsvirkjun frá 2009 og var fyrsta alþjóðlega gagnaverið sem komið var á fót á Íslandi. Landsvirkjun Orkumál Mest lesið Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Hafna ásökunum um smánarlaun Viðskipti innlent Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Viðskipti innlent Nebraska heyrir sögunni til Viðskipti innlent Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Samstarf Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Sjá meira
Frá þessu segir í tilkynningu frá Landsvirkjun, en fyrr á árinu var gengið frá öðrum slíkum samningi og sé því um mikla aukningu í viðskiptum að ræða á stuttum tíma. „AtNorth er 100% eigandi ADC ehf. [Advania Data Centers], sem hefur verið viðskiptavinur Landsvirkjunar um árabil. Starfsmenn eru um 50 talsins auk fjölda verktaka og árleg heildarvelta nemur yfir sex milljörðum króna. Starfsemin fer að mestu fram hér á landi en í lok ársins er áformað að taka í notkun gagnaver í Stokkhólmi, þar sem hitinn frá tölvubúnaði verður nýttur til húshitunar. Gagnaverið sem hefur vaxið hratt á undanförnum árum er staðsett á Fitjum í Reykjanesbæ og er gagnaverið eitt það stærsta í Evrópu. Raforkusamningurinn gerir atNorth kleift að mæta sívaxandi eftirspurn eftir ofurtölvuafli og sérfræðiþjónustu í bálkakeðjutækni (e. blockchain). Í takt við aukna eftirspurn var nýverið lokið við stækkun á þeim hluta gagnaversins sem tryggir hámarks rekstraröryggi og uppfyllir strangar öryggiskröfur. Slík skilyrði eru forsenda þess að þjónusta framsækin alþjóðleg fyrirtæki sem nýta ofurtölvur, t.d. á sviði gervigreindar og útreikninga fyrirtækja sem eru umsvifamikil á sviði rannsókna og vísinda. Markaðssókn til framtíðar beinist í auknum mæli að slíkum verkefnum. Aðstæður hér á landi eru ákjósanlegar fyrir starfsemi gagnavera með fyrirsjáanlegum raforkuverðum, endurnýjanlegri uppsprettu orkunnar og köldu loftslagi sem dregur úr kostnaði við kælingu á tölvubúnaði,“ segir í tilkynningunni. Annar samningurinn á tveimur dögum Greint var frá því í gær að Landsvirkjun og Verne Global hf. Hafi undirritað nýjan raforkusamning sem gildir til 2030. Í honum er samið um upprunaábyrgðir til staðfestingar á því að öll raforka sem seld er til gagnavers Verne Global á Íslandi er einungis framleidd með endurnýjanlegum orkugjöfum. Verne Global hefur átt í viðskiptum við Landsvirkjun frá 2009 og var fyrsta alþjóðlega gagnaverið sem komið var á fót á Íslandi.
Landsvirkjun Orkumál Mest lesið Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Hafna ásökunum um smánarlaun Viðskipti innlent Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Viðskipti innlent Nebraska heyrir sögunni til Viðskipti innlent Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Samstarf Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Sjá meira