Allison Mack dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir kynlífsþrælkun Samúel Karl Ólason skrifar 30. júní 2021 18:52 Allison Mack á leið úr dómsal í New York í dag, ásamt móður sinni Mindy Mack. AP/Mary Altaffer Allison Mack, fyrrverandi leikkona sem er þekktust fyrir þættina Smallville, hefur verið dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir aðkomu hennar að kynlífs-sértrúarsöfnuðinum Nxivm (borið fram Nexium). Hún játaði árið 2019 að hafa aðstoðað Keith Raniere, forsvarsmann „sjálfshjálparhópsins“ að finna konur og halda þeim í kynlífsþrælkun. Eftir að Mack játaði brot sín starfaði hún með saksóknunum í máli þeirra gegn Raniere, sem var dæmdur í 120 ára fangelsi í fyrra. Sjá einnig: Leiðtogi kynlífsþrælkunarhópsins dæmdur í 120 ára fangelsi Við dómsumkvaðninguna í dag lýsti Mack því yfir að hún sæi eftir gömlum ákvörðunum sínum og væri full eftirsjá og sektarkenndar. Þá bað hún fórnarlömb sín afsökunar, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Dómari málsins sagðist telja afsökunarbeiðni hennar einlæga en sagði brot hennar þó alvarleg og dómur hennar yrði að vera það sömuleiðis. Hún hefði getað verið dæmd í vel á tuttugu ára fangelsi en verjendur hennar fóru fram á mildun vegna samvinnu hennar með saksóknurum. Það samþykkti dómarinn og dæmdi hana í þriggja ára fangelsi, eins og áður hefur komið fram. Jessica Joan, eitt fórnarlamba hennar, sagði þó fyrir dómi að Mack ætti ekki rétt á miskunn. Hún hafnaði alfarið afsökunarbeiðni Mack og sagði hana vera manneskju af sama meiði og Raniere. „Allison Mack er níðingur og ill manneskja,“ sagði Joan. Þvinguðu konur til að taka nektarmyndir Mack er 38 ára gömul og tilheyrði áður innsta hring Raniere. Hún var sökuð um að hafa stýrt kynlífsþrælum hans og skipað þeim að framkvæma ýmsar kynlífsathafnir og önnur verk. Talið er að Raniere hafi haft um fimmtán til tuttugu konur sem stunduðu kynlíf með honum eftir hans hentisemi, og var þeim meinað að ræða samband sitt við leiðtogann við aðra. Þá var þeim skylt að taka nektarmyndir af sér sem gat verið lekið ef þær fóru gegn vilja Raniere. Þá voru þær brennimerktar upphafsstöfum hans. Konunum var boðið að verða meðlimir DOS, nokkurskonar kvenfélags innan Nxivm sem átti að vera valdeflandi og einungis skipað konum. Það hafi komið mörgum þeirra á óvart að það var í raun Raniere sem fór með stjórn hópsins og fyrirkomulagið hafi í raun verið skipulagt þrælahald. Þá hafi hann haft fulla stjórn á athöfnum þeirra, gefið þeim verkefnalista sem innihéldu meðal annars kynferðislegar athafnir með honum og hafi svelt þær til þess að útlit þeirra myndi þóknast honum. Þegar til stóð að handtaka Raniere flúið hann ásamt Mack og öðrum til Mexíkó, þar sem þau reyndu að reisa Nxivm á nýjan leik. Þau voru þó á endanum handtekin og færð til Bandaríkjanna. Bandaríkin Tengdar fréttir Sagði sértrúarsöfnuðinn aðeins hafa snúist um kynlífs- og valdafíkn leiðtogans Saksóknari í máli Keith Raniere, leiðtoga kynlífs-sértrúarsafnaðarins Nxivm í Bandaríkjunum, sagði við lok réttarhaldana yfir honum að undirhópur safnaðarins, ætlaður valdeflingu kvenna, hafi í raun aðeins hafa þjónað þeim tilgangi að uppfylla þörf Raniere fyrir kynlíf og völd. 17. júní 2019 22:48 Þrælar, yfirboðarar, brennimerking og hundaólar hluti af daglegu lífi innan kynlífsþrælkunarhópsins Réttarhöld standa nú yfir Keith Raniere, leiðtoga kynlífs-sértrúarsafnaðarins Nxivm í Bandaríkjunum. Meðal þeirra sem borið hafa vitni gegn honum er kona sem kom fram undir nafninu Sylvie. Í réttarsal lýsti hún daglegu lífi innnan safnaðarins. 9. maí 2019 12:00 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Fleiri fréttir Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Sjá meira
Eftir að Mack játaði brot sín starfaði hún með saksóknunum í máli þeirra gegn Raniere, sem var dæmdur í 120 ára fangelsi í fyrra. Sjá einnig: Leiðtogi kynlífsþrælkunarhópsins dæmdur í 120 ára fangelsi Við dómsumkvaðninguna í dag lýsti Mack því yfir að hún sæi eftir gömlum ákvörðunum sínum og væri full eftirsjá og sektarkenndar. Þá bað hún fórnarlömb sín afsökunar, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Dómari málsins sagðist telja afsökunarbeiðni hennar einlæga en sagði brot hennar þó alvarleg og dómur hennar yrði að vera það sömuleiðis. Hún hefði getað verið dæmd í vel á tuttugu ára fangelsi en verjendur hennar fóru fram á mildun vegna samvinnu hennar með saksóknurum. Það samþykkti dómarinn og dæmdi hana í þriggja ára fangelsi, eins og áður hefur komið fram. Jessica Joan, eitt fórnarlamba hennar, sagði þó fyrir dómi að Mack ætti ekki rétt á miskunn. Hún hafnaði alfarið afsökunarbeiðni Mack og sagði hana vera manneskju af sama meiði og Raniere. „Allison Mack er níðingur og ill manneskja,“ sagði Joan. Þvinguðu konur til að taka nektarmyndir Mack er 38 ára gömul og tilheyrði áður innsta hring Raniere. Hún var sökuð um að hafa stýrt kynlífsþrælum hans og skipað þeim að framkvæma ýmsar kynlífsathafnir og önnur verk. Talið er að Raniere hafi haft um fimmtán til tuttugu konur sem stunduðu kynlíf með honum eftir hans hentisemi, og var þeim meinað að ræða samband sitt við leiðtogann við aðra. Þá var þeim skylt að taka nektarmyndir af sér sem gat verið lekið ef þær fóru gegn vilja Raniere. Þá voru þær brennimerktar upphafsstöfum hans. Konunum var boðið að verða meðlimir DOS, nokkurskonar kvenfélags innan Nxivm sem átti að vera valdeflandi og einungis skipað konum. Það hafi komið mörgum þeirra á óvart að það var í raun Raniere sem fór með stjórn hópsins og fyrirkomulagið hafi í raun verið skipulagt þrælahald. Þá hafi hann haft fulla stjórn á athöfnum þeirra, gefið þeim verkefnalista sem innihéldu meðal annars kynferðislegar athafnir með honum og hafi svelt þær til þess að útlit þeirra myndi þóknast honum. Þegar til stóð að handtaka Raniere flúið hann ásamt Mack og öðrum til Mexíkó, þar sem þau reyndu að reisa Nxivm á nýjan leik. Þau voru þó á endanum handtekin og færð til Bandaríkjanna.
Bandaríkin Tengdar fréttir Sagði sértrúarsöfnuðinn aðeins hafa snúist um kynlífs- og valdafíkn leiðtogans Saksóknari í máli Keith Raniere, leiðtoga kynlífs-sértrúarsafnaðarins Nxivm í Bandaríkjunum, sagði við lok réttarhaldana yfir honum að undirhópur safnaðarins, ætlaður valdeflingu kvenna, hafi í raun aðeins hafa þjónað þeim tilgangi að uppfylla þörf Raniere fyrir kynlíf og völd. 17. júní 2019 22:48 Þrælar, yfirboðarar, brennimerking og hundaólar hluti af daglegu lífi innan kynlífsþrælkunarhópsins Réttarhöld standa nú yfir Keith Raniere, leiðtoga kynlífs-sértrúarsafnaðarins Nxivm í Bandaríkjunum. Meðal þeirra sem borið hafa vitni gegn honum er kona sem kom fram undir nafninu Sylvie. Í réttarsal lýsti hún daglegu lífi innnan safnaðarins. 9. maí 2019 12:00 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Fleiri fréttir Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Sjá meira
Sagði sértrúarsöfnuðinn aðeins hafa snúist um kynlífs- og valdafíkn leiðtogans Saksóknari í máli Keith Raniere, leiðtoga kynlífs-sértrúarsafnaðarins Nxivm í Bandaríkjunum, sagði við lok réttarhaldana yfir honum að undirhópur safnaðarins, ætlaður valdeflingu kvenna, hafi í raun aðeins hafa þjónað þeim tilgangi að uppfylla þörf Raniere fyrir kynlíf og völd. 17. júní 2019 22:48
Þrælar, yfirboðarar, brennimerking og hundaólar hluti af daglegu lífi innan kynlífsþrælkunarhópsins Réttarhöld standa nú yfir Keith Raniere, leiðtoga kynlífs-sértrúarsafnaðarins Nxivm í Bandaríkjunum. Meðal þeirra sem borið hafa vitni gegn honum er kona sem kom fram undir nafninu Sylvie. Í réttarsal lýsti hún daglegu lífi innnan safnaðarins. 9. maí 2019 12:00