Nýr raforkusamningur Landsvirkjunar og Verne Global Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. júní 2021 14:35 Helgi Helgason, framkvæmdastjóri Verne Global hf, Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar og Tinna Traustadóttir, framkvæmdastjóri Sölu og þjónustu hjá Landsvirkjun. Aðsend Landsvirkjun og Verne Global hf. tilkynntu í dag undirritun nýs raforkusamnings. Um er að ræða grænan raforkusamning sem gildir til 2030, en í honum er samið um upprunaábyrgðir til staðfestingar á því að öll raforka sem seld er til gagnavers Verne Global á Íslandi er einungis framleidd með endurnýjanlegum orkugjöfum. Í tilkynningu frá Landsvirkjun segir að Verne Global hafi átt viðskipti við Landsvirkjun frá 2009 og var fyrsta alþjóðlega gagnaverið sem komið var á fót á Íslandi. „Starfsemin, sem losar engan útblástur, er sérhönnuð fyrir gervigreind og stórvirka gagnavinnslu, um leið og viðskiptavinum er boðið upp á alhliða stuðning meðan á vinnsluferlinu stendur til þess að hámarka afköst og sveigjanleika.“ Með samstarfi við Landsvirkjun geti Verne Global boðið viðskiptavinum sínum umtalsvert kostnaðarhagræði með aðgengi að gnótt endurnýjanlegrar vatns- og jarðhitaorku sem Ísland hafi upp á að bjóða um leið og dregið sé úr kolefnislosun. „Þess má geta að bílaframleiðendurnir BMW og Volkswagen vinna með Verne Global og nýta sér umfangsmikla vinnslugetu gagnaversins til þess að bæta hönnun bíla sem þeir framleiða, stytta hönnunartímann og stuðla að bestun í bílaumferð án þess að skaða umhverfið. Meðal annarra viðskiptavina Verne Global eru fjármálastofnanir, rannsóknarfyrirtæki á sviði líftækni og sérfræðingar í gervigreind.“ Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir gagnaversiðnaðinn á Íslandi stöðugt eflast og sé sá orkufreki iðnaður sem vaxi hvað hraðast á heimsvísu. „Eftirspurn eftir stórvirkri tölvuvinnslu fer vaxandi og sú sérstaða landsins að geta boðið upp á áreiðanlega græna orku á samkeppnishæfum kjörum og hentugt veðurfar gera Ísland að svalasta staðnum fyrir gagnver. Það er okkur sönn ánægja að sjá áframhaldandi vöxt Verne Global og styðja við framtíðaráætlanir fyrirtækisins.“ Dominic Ward, forstjóri Verne Global, segir í tilkynningunni að fyrirtækið hafi á Íslandi fundið ákjósanlegt svæði fyrir stórvirka tölvuvinnslu knúna af stórkostlegri orku sem skaði ekki umhverfið. „Landsvirkjun hefur leikið lykilhlutverk í því að gera okkur kleift að bjóða viðskiptavinum okkar einstakt forskot í samkeppninni, eins og lágt orkuverð og verðöryggi. Raforkuverð í flestum öðrum löndum sveiflast eftir aðstæðum á markaði, en í gegnum samstarf okkar við Landsvirkjun á Íslandi getum við boðið viðskiptavinum okkar þann stöðugleika sem fylgir því að vita fyrirfram hver orkukostnaður gagnaversins verður og að orkan er fullkomlega endurnýjanleg.“ Landsvirkjun Orkumál Mest lesið Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Nebraska heyrir sögunni til Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Sjá meira
Í tilkynningu frá Landsvirkjun segir að Verne Global hafi átt viðskipti við Landsvirkjun frá 2009 og var fyrsta alþjóðlega gagnaverið sem komið var á fót á Íslandi. „Starfsemin, sem losar engan útblástur, er sérhönnuð fyrir gervigreind og stórvirka gagnavinnslu, um leið og viðskiptavinum er boðið upp á alhliða stuðning meðan á vinnsluferlinu stendur til þess að hámarka afköst og sveigjanleika.“ Með samstarfi við Landsvirkjun geti Verne Global boðið viðskiptavinum sínum umtalsvert kostnaðarhagræði með aðgengi að gnótt endurnýjanlegrar vatns- og jarðhitaorku sem Ísland hafi upp á að bjóða um leið og dregið sé úr kolefnislosun. „Þess má geta að bílaframleiðendurnir BMW og Volkswagen vinna með Verne Global og nýta sér umfangsmikla vinnslugetu gagnaversins til þess að bæta hönnun bíla sem þeir framleiða, stytta hönnunartímann og stuðla að bestun í bílaumferð án þess að skaða umhverfið. Meðal annarra viðskiptavina Verne Global eru fjármálastofnanir, rannsóknarfyrirtæki á sviði líftækni og sérfræðingar í gervigreind.“ Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir gagnaversiðnaðinn á Íslandi stöðugt eflast og sé sá orkufreki iðnaður sem vaxi hvað hraðast á heimsvísu. „Eftirspurn eftir stórvirkri tölvuvinnslu fer vaxandi og sú sérstaða landsins að geta boðið upp á áreiðanlega græna orku á samkeppnishæfum kjörum og hentugt veðurfar gera Ísland að svalasta staðnum fyrir gagnver. Það er okkur sönn ánægja að sjá áframhaldandi vöxt Verne Global og styðja við framtíðaráætlanir fyrirtækisins.“ Dominic Ward, forstjóri Verne Global, segir í tilkynningunni að fyrirtækið hafi á Íslandi fundið ákjósanlegt svæði fyrir stórvirka tölvuvinnslu knúna af stórkostlegri orku sem skaði ekki umhverfið. „Landsvirkjun hefur leikið lykilhlutverk í því að gera okkur kleift að bjóða viðskiptavinum okkar einstakt forskot í samkeppninni, eins og lágt orkuverð og verðöryggi. Raforkuverð í flestum öðrum löndum sveiflast eftir aðstæðum á markaði, en í gegnum samstarf okkar við Landsvirkjun á Íslandi getum við boðið viðskiptavinum okkar þann stöðugleika sem fylgir því að vita fyrirfram hver orkukostnaður gagnaversins verður og að orkan er fullkomlega endurnýjanleg.“
Landsvirkjun Orkumál Mest lesið Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Nebraska heyrir sögunni til Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Sjá meira