Fimm sem stálu fyrirsögnunum í 16-liða úrslitum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. júní 2021 11:30 Enska þjóðin leyfir sér að dreyma eftir 2-0 sigur á Þýskalandi. EPA-EFE/Andy Rain Nú þegar 16-liða úrslitum Evrópumótsins í knattspyrnu er lokið er vert að skoða hvaða fimm leikmann hafa stolið fyrirsögnunum í síðustu leikjum mótsins. 5. Thorgan Hazard Thorgan Hazard, einn af þremur yngri bræðum Eden Hazard, tryggði Belgíu sæti í 8-liða úrslitum en hann skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri á Portúgal er liðin mættust í 16-liða úrslitum. Þrátt fyrir fínan feril er Thorgan töluvert minna þekktur en eldri bróðir sinn Eden. Það sem vekur ef til vill hvað mesta athygli er horft er í frammistöðu Thorgan gegn Portúgal er sú staðreynd að hann lék í stöðu vinstri vængbakvarðar þrátt fyrir að vera réttfættur og leiki iðulega á vængnum eða í ´holunni´ með liði sínu Borussia Dortmund. Alls hefur Thorgan spilað 38 A-landsleiki og skorað átta mörk. Klippa: Thorgan Hazard 4. Unai Simon Spánverjar unnu frækinn 5-3 sigur á Króatíu í leik sem hafði allt: Fjölda marka, framlengingu, drama og eitt ótrúlegasta sjálfsmark síðari ára. Fyrsta mark leiksins var sjálfsmark sem skráist á Pedri en Simon þarf að taka sökina. Það er í raun erfitt að koma í orð hversu slæm mistökin voru. Myndband af þeim má sjá hér að neðan. 3. Danska landsliðið Eftir erfiða byrjun á mótinu, bæði innan vallar sem utan, hefur danska dýnamítið svo sannarlega fundið taktinn. Liðið valtaði yfir Rússland í síðasta leik sínum í riðlakeppninni og hélt góðu gengi sínu áfram í 16-liða úrslitum. Fyrirfram var reiknað með hörkuleik milli Danmerkur og Wales en annað kom á daginn. Kasper Dolberg kom Danmörku yfir um miðbik fyrri hálfleiks og tvöfaldaði forystuna í upphafi síðari hálfleiks. Joakim Mæhle og Martin Braithwaite gulltryggðu svo sigurinn með mörkum undir lok leiks. Lokatölur 4-0 og Danir flugu inn í 8-liða úrslitin þar sem þeir mæta Tékkum. 2. Mario Gavranovic | Kylian Mbappé Það er í raun erfitt að ákvarða hvern átti að taka út fyrir sviga í annars ótrúlegum leik Frakklands og Sviss. Heimsmeistararnir eru úr leik eftir að leikur liðanna fór alla leið í vítaspyrnukeppni. Mario Gavranovic fær heiðurinn þar sem hann jafnaði metin fyrir Sviss í uppbótartíma og fullkomnaði endurkomu liðsins eftir að lenda 3-1 undir. Þá skoraði hann úr fyrsta víti vítaspyrnukeppninnar. Kylian Mbappé fær svo þann vafasama heiður að fljóta með þar sem hann var sá eini sem klúðraði vítinu sem sendi Frakka heim á leið. 1. ´It´s coming home´ Þarf að segja eitthvað meira? Enska þjóðin er á yfirsnúning þar sem Gareth Southgate hefur svæft andstæðinga sína leik eftir leik. Nú síðast lágu þreyttir Þjóðverjar í valnum og ljóst er að England gæti vart beðið um auðveldari leið inn í undanúrslitin en liðið mætir Úkraínu í 8-liða úrslitum. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990. Fótbolti EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Segir þá ensku finna lykt af gulli Margrét Lára Viðarsdóttir, spekingur Stöðvar 2 Sports, hrífst ekki af leikstíl enska landsliðsins í fótbolta en segir hann árangursríkan. 29. júní 2021 19:00 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Sjá meira
5. Thorgan Hazard Thorgan Hazard, einn af þremur yngri bræðum Eden Hazard, tryggði Belgíu sæti í 8-liða úrslitum en hann skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri á Portúgal er liðin mættust í 16-liða úrslitum. Þrátt fyrir fínan feril er Thorgan töluvert minna þekktur en eldri bróðir sinn Eden. Það sem vekur ef til vill hvað mesta athygli er horft er í frammistöðu Thorgan gegn Portúgal er sú staðreynd að hann lék í stöðu vinstri vængbakvarðar þrátt fyrir að vera réttfættur og leiki iðulega á vængnum eða í ´holunni´ með liði sínu Borussia Dortmund. Alls hefur Thorgan spilað 38 A-landsleiki og skorað átta mörk. Klippa: Thorgan Hazard 4. Unai Simon Spánverjar unnu frækinn 5-3 sigur á Króatíu í leik sem hafði allt: Fjölda marka, framlengingu, drama og eitt ótrúlegasta sjálfsmark síðari ára. Fyrsta mark leiksins var sjálfsmark sem skráist á Pedri en Simon þarf að taka sökina. Það er í raun erfitt að koma í orð hversu slæm mistökin voru. Myndband af þeim má sjá hér að neðan. 3. Danska landsliðið Eftir erfiða byrjun á mótinu, bæði innan vallar sem utan, hefur danska dýnamítið svo sannarlega fundið taktinn. Liðið valtaði yfir Rússland í síðasta leik sínum í riðlakeppninni og hélt góðu gengi sínu áfram í 16-liða úrslitum. Fyrirfram var reiknað með hörkuleik milli Danmerkur og Wales en annað kom á daginn. Kasper Dolberg kom Danmörku yfir um miðbik fyrri hálfleiks og tvöfaldaði forystuna í upphafi síðari hálfleiks. Joakim Mæhle og Martin Braithwaite gulltryggðu svo sigurinn með mörkum undir lok leiks. Lokatölur 4-0 og Danir flugu inn í 8-liða úrslitin þar sem þeir mæta Tékkum. 2. Mario Gavranovic | Kylian Mbappé Það er í raun erfitt að ákvarða hvern átti að taka út fyrir sviga í annars ótrúlegum leik Frakklands og Sviss. Heimsmeistararnir eru úr leik eftir að leikur liðanna fór alla leið í vítaspyrnukeppni. Mario Gavranovic fær heiðurinn þar sem hann jafnaði metin fyrir Sviss í uppbótartíma og fullkomnaði endurkomu liðsins eftir að lenda 3-1 undir. Þá skoraði hann úr fyrsta víti vítaspyrnukeppninnar. Kylian Mbappé fær svo þann vafasama heiður að fljóta með þar sem hann var sá eini sem klúðraði vítinu sem sendi Frakka heim á leið. 1. ´It´s coming home´ Þarf að segja eitthvað meira? Enska þjóðin er á yfirsnúning þar sem Gareth Southgate hefur svæft andstæðinga sína leik eftir leik. Nú síðast lágu þreyttir Þjóðverjar í valnum og ljóst er að England gæti vart beðið um auðveldari leið inn í undanúrslitin en liðið mætir Úkraínu í 8-liða úrslitum. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
Fótbolti EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Segir þá ensku finna lykt af gulli Margrét Lára Viðarsdóttir, spekingur Stöðvar 2 Sports, hrífst ekki af leikstíl enska landsliðsins í fótbolta en segir hann árangursríkan. 29. júní 2021 19:00 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Sjá meira
Segir þá ensku finna lykt af gulli Margrét Lára Viðarsdóttir, spekingur Stöðvar 2 Sports, hrífst ekki af leikstíl enska landsliðsins í fótbolta en segir hann árangursríkan. 29. júní 2021 19:00