Segir skerta þjónustu við íbúa birtingarmynd rekstrarvanda hjúkrunarheimila Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 28. júní 2021 21:01 María Fjóla Harðardóttir, forstjóri Hrafnistu, segir skerta þjónustu við íbúa heimilisins eina birtingarmynd rekstrarvanda hjúkrunarheimilanna. Vísir/Vilhelm Íbúar á Hrafnistu geta héðan í frá hvorki fengið fylgd í fótsnyrtingu né hárgreiðslu, sem þeir hafa fengið hingað til. Forstjóri Hrafnistuheimilanna segir þessa skerðingu enn eina birtingarmynd rekstrarvanda hjúkrunarheimilanna. Í aðsendri skoðanagrein sem birtist á Vísi í morgun fjallar höfundurinn Þorgerður María Halldórsdóttir um ákvörðun Hrafnistu þess efnis að héðan í frá hafi starfsfólk Hrafnistuheimilanna ekki tök á að fylgja íbúum sem ekki komast sjálfir leiða sinna í fótsnyrtingu né hárgreiðslu. Slíkt þurfi aðstandendur nú að sjá um sjálfir. Forstjóri Hrafnistu segir þessa ákvörðun enn eina birtingarmynd rekstrarvanda hjúkrunarheimilanna. „Það hefur ekki farið fram hjá neinum að það er rekstrarvandi hjá hjúkrunarheimilunum. Við þurfum að reyna að beina okkur mannafla þangað sem þörfin er mest og það eru grunnþarfir okkar íbúa þannig við þurfum að forgangsraða og þetta er bara hluti af því,“ segir María Fjóla Harðardóttir, forstjóri Hrafnistu. Hér áður fyrr gátu flestir heimilismenn farið sjálfir leiða sinna sjálfir í hárgreiðslu og fótsnyrtingu, nú geti það fæstir. „Staðan er önnur þar sem strangara skilyrði færni og heilsumatsnefndar þá er veikara og veikara fólk að koma til okkar og við þurfum að skutla og sækja hvern einn og einasta,“ segir María. „Það tekur meira en nokkrar mínútur að fara með einstakling og sækja hann aftur þannig að samanlagt er þetta að taka stóran hluta af okkar fáa mannafla sem er inni á deild hverju sinni.“ María segir að líkt og flestum sé kunnugt vanti hjúkrunarheimilunum fjármagn og úr því hafi enn ekki verið leyst. „Markmið okkar er fyrst og fremst að tryggja öryggi fólks og þjónustu til fólks og með þessu erum við að tryggja hana,“ segir María. Hjúkrunarheimili Eldri borgarar Tengdar fréttir Fötlunarskattur á Hrafnistu Í maí bárust þau tíðindi frá Hrafnistu að frá 1. júní myndi starfsfólk ekki lengur fylgja íbúum heimilanna sem ekki komast sjálfir, í fótsnyrtingu eða hárgreiðslu né sjá um tímabókanir. 28. júní 2021 08:31 Hjúkrunarheimilin þurfa fimm milljarða Rúmir fimm milljarðar króna hafa bæst við heildarrekstrarkostnað hjúkrunarheimila á Íslandi ef borin eru saman árin 2021 og 2019. Fjöldi hjúkrunarheimila er í afar bágri fjárhagsstöðu, meðal annars vegna launahækkana sem enn ekki hefur fengist aukið framlag frá ríkinu til að greiða fyrir. 23. apríl 2021 18:50 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Fleiri fréttir Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Sjá meira
Í aðsendri skoðanagrein sem birtist á Vísi í morgun fjallar höfundurinn Þorgerður María Halldórsdóttir um ákvörðun Hrafnistu þess efnis að héðan í frá hafi starfsfólk Hrafnistuheimilanna ekki tök á að fylgja íbúum sem ekki komast sjálfir leiða sinna í fótsnyrtingu né hárgreiðslu. Slíkt þurfi aðstandendur nú að sjá um sjálfir. Forstjóri Hrafnistu segir þessa ákvörðun enn eina birtingarmynd rekstrarvanda hjúkrunarheimilanna. „Það hefur ekki farið fram hjá neinum að það er rekstrarvandi hjá hjúkrunarheimilunum. Við þurfum að reyna að beina okkur mannafla þangað sem þörfin er mest og það eru grunnþarfir okkar íbúa þannig við þurfum að forgangsraða og þetta er bara hluti af því,“ segir María Fjóla Harðardóttir, forstjóri Hrafnistu. Hér áður fyrr gátu flestir heimilismenn farið sjálfir leiða sinna sjálfir í hárgreiðslu og fótsnyrtingu, nú geti það fæstir. „Staðan er önnur þar sem strangara skilyrði færni og heilsumatsnefndar þá er veikara og veikara fólk að koma til okkar og við þurfum að skutla og sækja hvern einn og einasta,“ segir María. „Það tekur meira en nokkrar mínútur að fara með einstakling og sækja hann aftur þannig að samanlagt er þetta að taka stóran hluta af okkar fáa mannafla sem er inni á deild hverju sinni.“ María segir að líkt og flestum sé kunnugt vanti hjúkrunarheimilunum fjármagn og úr því hafi enn ekki verið leyst. „Markmið okkar er fyrst og fremst að tryggja öryggi fólks og þjónustu til fólks og með þessu erum við að tryggja hana,“ segir María.
Hjúkrunarheimili Eldri borgarar Tengdar fréttir Fötlunarskattur á Hrafnistu Í maí bárust þau tíðindi frá Hrafnistu að frá 1. júní myndi starfsfólk ekki lengur fylgja íbúum heimilanna sem ekki komast sjálfir, í fótsnyrtingu eða hárgreiðslu né sjá um tímabókanir. 28. júní 2021 08:31 Hjúkrunarheimilin þurfa fimm milljarða Rúmir fimm milljarðar króna hafa bæst við heildarrekstrarkostnað hjúkrunarheimila á Íslandi ef borin eru saman árin 2021 og 2019. Fjöldi hjúkrunarheimila er í afar bágri fjárhagsstöðu, meðal annars vegna launahækkana sem enn ekki hefur fengist aukið framlag frá ríkinu til að greiða fyrir. 23. apríl 2021 18:50 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Fleiri fréttir Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Sjá meira
Fötlunarskattur á Hrafnistu Í maí bárust þau tíðindi frá Hrafnistu að frá 1. júní myndi starfsfólk ekki lengur fylgja íbúum heimilanna sem ekki komast sjálfir, í fótsnyrtingu eða hárgreiðslu né sjá um tímabókanir. 28. júní 2021 08:31
Hjúkrunarheimilin þurfa fimm milljarða Rúmir fimm milljarðar króna hafa bæst við heildarrekstrarkostnað hjúkrunarheimila á Íslandi ef borin eru saman árin 2021 og 2019. Fjöldi hjúkrunarheimila er í afar bágri fjárhagsstöðu, meðal annars vegna launahækkana sem enn ekki hefur fengist aukið framlag frá ríkinu til að greiða fyrir. 23. apríl 2021 18:50