Fótbolti

EM í dag: Óli Kristjáns hreifst af góðum anda danska liðsins

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Danska liðið fagnar eftir að hafa tryggt sér farseðilinn í átta liða úrslit.
Danska liðið fagnar eftir að hafa tryggt sér farseðilinn í átta liða úrslit. Marcio Machado/Eurasia Sport Images/Getty Images

Ólafur Kristjánsson, einn af sérfræðingum EM í dag, hefur hrifist af því hvernig Danir hafa tæklað seinustu leiki eftir hræðilegt atvik sem átti sér stað í fyrsta leik liðsins gegn Finnum á EM. 

„Ég er ekkert að draga dul á það að ég er hlutdrægur,“ sagði Ólafur Kristjánsson í þætti gærkvöldsins. „Ég vona að Danir vinni og fari sem lengst.“

Danir töpuðu fyrstu tveim leikjum sínum í riðlakeppni mótsins, en björguðu sér fyrir horn með sigri í lokaleik riðilsins og stálu öðru sætinu. Ólafur segir að framistaða Danmerkur í dag hafi ekki komið honum á óvart.

„Það er rosalega auðvelt að segja nei við því hvort þeir hafi komið mér á óvart. Það sem kannski kom mér á óvart er þessi orka sem við erum búin að sjá byggjast upp eftir, enn og aftur nefnum við þetta, tragískan atburð sem að hefur fengið betri þróun en leit út fyrir.“

„Bara hvernig þeir hafa yfirfært það yfir í þennan anda sem er í liðinu og aftur að skora og vera svona sannfærandi er bara virkilega vel gert.“

Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×