Einkafjármögnun og veggjald fylgja nýrri Hornafjarðarbrú Kristján Már Unnarsson skrifar 22. júní 2021 22:22 Tölvuteikning af nýrri leið yfir Hornafjörð. Verkinu fylgja fjórar nýjar brýr og nítján kílómetrar af nýjum vegum. Vegagerðin Vegagerðin hefur boðið út smíði nýrrar brúar yfir Hornafjarðarfljót ásamt fjármögnun verksins. Þetta er fyrsta útboðið frá því sérstök lög voru samþykkt í fyrra sem heimila ríkinu að heimta vegtolla og semja við einkaaðila um fjármögnun samgönguframkvæmda. Gamla brúin yfir Hornafjarðarfljót verður sextug í ár, byggð árið 1961, og er fyrir löngu orðin barn síns tíma. Fimmtán ár eru raunar liðin frá því umhverfismat hófst formlega vegna smíði nýrrar brúar en verkið jafnan strandað á fjármögnun. En núna er Vegagerðin loksins tilbúin að hefjast handa; á grundvelli nýlegra laga um samvinnuverkefni. „Þetta eru þáttaskil. Þetta er í fyrsta skipti sem við gerum þetta,“ segir Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri.Arnar Halldórsson „Við höfum náttúrlega lagt okkur fram um það að læra inn á þessa aðferðafræði, ekki síst frá okkar nágrannalöndum. Við höfum kynnt okkur vel hvernig Norðmennirnir eru að haga þessum málum og Danir.“ Hugmyndin er að ríkið greiði hluta verksins með beinu framlagi en innheimti jafnframt veggjöld í tuttugu til þrjátíu ár fyrir restinni. Bergþóra segir verkið standa mjög vel undir því að vera samvinnuverkefni. „Ríkið er að leggja þarna til tvo og hálfan milljarð. Og við bjóðum þetta verk út fullhannað en gerum ráð fyrir að samningsaðilinn taki áhættuna af verkinu, ef það má orða það þannig, og fjármögnun.“ Nýja brúin yfir Hornafjarðarfljót verður 250 metra löng.Vegagerðin Með nýju brúarstæði styttist hringvegurinn um tólf kílómetra. Og það á ekki að reisa eina brú heldur fjórar nýjar en um leið fækkar einbreiðum brúm á hringveginum um þrjár. „Þetta er mikil samgöngubót. Þetta er stórt verk. Þetta eru nítján kílómetrar af þjóðvegi og fjórar brýr, sem verða tvíbreiðar. Það eru hliðarvegir. Gríðarleg samgöngubót,“ segir Bergþóra. Frestur til að skila inn umsókn um þátttöku í innkaupaferlinu og staðfestingu á hæfisskilyrðum er til 6. júlí og er stefnt að því að samningum verði lokið fyrir áramót. En hvenær má svo búast við því að verkið verði tilbúið og að menn geti klippt á borða? „Ja, við reiknum með að þetta sé þriggja ára verk. En það er vissulega eitt af því sem verður til samninga við viðkomandi aðila, hvað menn treysta sér í því,“ svarar vegamálastjóri. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Vegagerð Hornafjörður Samgöngur Vegtollar Tengdar fréttir Nýja brúin sem lætur menn hossast minna í Hornafirði Hún verður önnur mesta stytting hringvegarins frá því Hvalfjarðargöng voru opnuð. 9. maí 2016 20:45 Sex stór samgönguverkefni í einkaframkvæmd með gjaldtöku Samgönguráðherra mælti fyrir frumvarpi á Alþingi í dag um samvinnu ríkis, sveitarfélaga og einkaaðila um uppbyggingu sex samgöngumannvirkja. Ef frumvarpið nær fram að ganga væri hægt að bjóða verkin út á þessu ári. 5. maí 2020 19:20 Hornafjarðarbrú boðin út í skugga átaka um veglínu Vegagerðin hefur boðið út fyrsta áfanga nýrrar brúar yfir Hornafjörð. Bæjarstjórinn segir þetta mikla samgöngubót. Andstæðingar segjast ætla að leita til dómstóla. 14. september 2017 21:30 Byrjað á Hornafjarðarbrú og Berufjarðarbotni á þessu ári Berufjarðarbotn, Dettifossvegur, Teigsskógur og Hornafjarðarfljót fá mest af því 1.200 milljóna króna viðbótarfé sem ríkisstjórnin ákvað í dag að verja til vegagerðar á þessu ári. 24. mars 2017 18:45 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira
Gamla brúin yfir Hornafjarðarfljót verður sextug í ár, byggð árið 1961, og er fyrir löngu orðin barn síns tíma. Fimmtán ár eru raunar liðin frá því umhverfismat hófst formlega vegna smíði nýrrar brúar en verkið jafnan strandað á fjármögnun. En núna er Vegagerðin loksins tilbúin að hefjast handa; á grundvelli nýlegra laga um samvinnuverkefni. „Þetta eru þáttaskil. Þetta er í fyrsta skipti sem við gerum þetta,“ segir Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri.Arnar Halldórsson „Við höfum náttúrlega lagt okkur fram um það að læra inn á þessa aðferðafræði, ekki síst frá okkar nágrannalöndum. Við höfum kynnt okkur vel hvernig Norðmennirnir eru að haga þessum málum og Danir.“ Hugmyndin er að ríkið greiði hluta verksins með beinu framlagi en innheimti jafnframt veggjöld í tuttugu til þrjátíu ár fyrir restinni. Bergþóra segir verkið standa mjög vel undir því að vera samvinnuverkefni. „Ríkið er að leggja þarna til tvo og hálfan milljarð. Og við bjóðum þetta verk út fullhannað en gerum ráð fyrir að samningsaðilinn taki áhættuna af verkinu, ef það má orða það þannig, og fjármögnun.“ Nýja brúin yfir Hornafjarðarfljót verður 250 metra löng.Vegagerðin Með nýju brúarstæði styttist hringvegurinn um tólf kílómetra. Og það á ekki að reisa eina brú heldur fjórar nýjar en um leið fækkar einbreiðum brúm á hringveginum um þrjár. „Þetta er mikil samgöngubót. Þetta er stórt verk. Þetta eru nítján kílómetrar af þjóðvegi og fjórar brýr, sem verða tvíbreiðar. Það eru hliðarvegir. Gríðarleg samgöngubót,“ segir Bergþóra. Frestur til að skila inn umsókn um þátttöku í innkaupaferlinu og staðfestingu á hæfisskilyrðum er til 6. júlí og er stefnt að því að samningum verði lokið fyrir áramót. En hvenær má svo búast við því að verkið verði tilbúið og að menn geti klippt á borða? „Ja, við reiknum með að þetta sé þriggja ára verk. En það er vissulega eitt af því sem verður til samninga við viðkomandi aðila, hvað menn treysta sér í því,“ svarar vegamálastjóri. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Vegagerð Hornafjörður Samgöngur Vegtollar Tengdar fréttir Nýja brúin sem lætur menn hossast minna í Hornafirði Hún verður önnur mesta stytting hringvegarins frá því Hvalfjarðargöng voru opnuð. 9. maí 2016 20:45 Sex stór samgönguverkefni í einkaframkvæmd með gjaldtöku Samgönguráðherra mælti fyrir frumvarpi á Alþingi í dag um samvinnu ríkis, sveitarfélaga og einkaaðila um uppbyggingu sex samgöngumannvirkja. Ef frumvarpið nær fram að ganga væri hægt að bjóða verkin út á þessu ári. 5. maí 2020 19:20 Hornafjarðarbrú boðin út í skugga átaka um veglínu Vegagerðin hefur boðið út fyrsta áfanga nýrrar brúar yfir Hornafjörð. Bæjarstjórinn segir þetta mikla samgöngubót. Andstæðingar segjast ætla að leita til dómstóla. 14. september 2017 21:30 Byrjað á Hornafjarðarbrú og Berufjarðarbotni á þessu ári Berufjarðarbotn, Dettifossvegur, Teigsskógur og Hornafjarðarfljót fá mest af því 1.200 milljóna króna viðbótarfé sem ríkisstjórnin ákvað í dag að verja til vegagerðar á þessu ári. 24. mars 2017 18:45 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira
Nýja brúin sem lætur menn hossast minna í Hornafirði Hún verður önnur mesta stytting hringvegarins frá því Hvalfjarðargöng voru opnuð. 9. maí 2016 20:45
Sex stór samgönguverkefni í einkaframkvæmd með gjaldtöku Samgönguráðherra mælti fyrir frumvarpi á Alþingi í dag um samvinnu ríkis, sveitarfélaga og einkaaðila um uppbyggingu sex samgöngumannvirkja. Ef frumvarpið nær fram að ganga væri hægt að bjóða verkin út á þessu ári. 5. maí 2020 19:20
Hornafjarðarbrú boðin út í skugga átaka um veglínu Vegagerðin hefur boðið út fyrsta áfanga nýrrar brúar yfir Hornafjörð. Bæjarstjórinn segir þetta mikla samgöngubót. Andstæðingar segjast ætla að leita til dómstóla. 14. september 2017 21:30
Byrjað á Hornafjarðarbrú og Berufjarðarbotni á þessu ári Berufjarðarbotn, Dettifossvegur, Teigsskógur og Hornafjarðarfljót fá mest af því 1.200 milljóna króna viðbótarfé sem ríkisstjórnin ákvað í dag að verja til vegagerðar á þessu ári. 24. mars 2017 18:45