Blaðamaður bætist í hóp handtekinna í Níkaragva Kjartan Kjartansson skrifar 21. júní 2021 14:49 Plakat til stuðnings Daniels Ortega forseta utan á rútu í höfuðborginni Managva. Forsetinn er sakaður um að beita umdeildum landráðalögum til þess að bola burt öllum hugsanlegum keppinautum fyrir forsetakosningar í haust. AP/Miguel Andres Herferð Daniels Ortega, forseta Níkaragva, gegn stjórnarandstöðunni í landinu hélt áfram þegar lögregla handtók Miguel Mora, blaðamann og stjórnarandstæðing, í gærkvöldi. Ortega hefur nú látið handtaka á annan tug stjórnarandstæðinga og mögulegra keppinauta í forsetakosningum í haust. Reuters-fréttastofan segir að Mora hafi verið handtekinn síðla kvöld í gær. Hann er sakaður um að grafa undan sjálfstæðis og sjálfsákvörðunarrétti Níkaragva. Yfirvöld hafa beitt umdeildum landráðalögum sem Ortega lét samþykkja í fyrra sem veitir honum rétt til að skilgreina fólk sem svikara og banna þeim að bjóða sig fram til opinbers embættis. Gagnrýnendur Ortega saka hann um að beita lögunum til að ryðja öllum hugsanlegum keppinautum hans úr vegi fyrir kosningarnar í nóvember. Mora stýrði fréttastöðinni og vefnum 100% Noticias, einum helsta óháða fjölmiðli Níkaragva, þegar mótmælaalda gegn breytingum Ortega á lífeyriskerfi landsins hófust árið 2018. Hann var handtekinn í desember það ár og sakfelldur fyrir hryðjuverk og hvatningu til ofbeldis og haturs. Mora var veitt sakaruppgjöf í júní árið 2019. Síðan þá hefur hann snúið sér að flokkapólitík. Nú hafa fimm mögulegir mótframbjóðendur Ortega í forsetakosningunum í nóvember verið handteknir, að Mora meðtöldum. Auk þeirra hafa fjórtán stjórnarandstæðingar verið handteknir á undanförnum vikum, flestir þeirra fyrir meint brot á landráðalögunum. Fastlega er búist við að Ortega sækist eftir endurkjöri, fjórða kjörtímabilið í röð, í nóvember. Hann lét breyta stjórnarskrá landsins fyrir síðustu kosningar svo að hann gæti boðið sig fram aftur þá. Forsetinn hefur stýrt landinu frá 2007 og á þeim árum hefur hann náð tangarhaldi á flestum valdastofnunum ríksins, þar á meðal öryggissveitum og dómstólum. Upphaflega komst Ortega til valda í byltingu skæruliða sandínista árið 1979 en hann tapaði í forsetakosningum árið 1990. Eftir að hann komst aftur til valda árið 2007 hefur Ortega, fjölskylda hans og bandamenn verið sakaðir um að maka krókinn á kostnað almennings. Bandaríkjastjórn lagði viðskiptaþvinganir á dætur Ortega og þrjá bandamenn hans. Hún hefur jafnframt hótað því að skoða frekari refsiaðgerðir verði forsetakosningarnar í haust ekki frjálsar og sanngjarnar. Níkaragva Tengdar fréttir Herferð Ortega gegn stjórnarandstöðunni heldur áfram Yfirvöld í Níkaragva handtóku fimm þekkta stjórnarandstæðinga á sunnudaginn í því sem gagnrýnendur Daniels Ortega forseta kalla herferð gegn andstæðingum hans. Fyrrverandi bandamenn Ortega eru á meðal þeirra handteknu. 14. júní 2021 10:52 Lýsa Ortega sem einræðisherra eftir handtökur á andstæðingum Fulltrúi Bandaríkjastjórnar líkti Daniel Ortega, forseta Níkaragva, við einræðisherra eftir að ríkisstjórn hans lét handtaka fjórar framármenn úr stjórnarandstöðu landsins á hálfu sólarhring í gær. Fyrir höfðu tveir líklegir mótframbjóðendur Ortega í forsetakosningum í haust verið hnepptir í varðhald. 9. júní 2021 14:21 Líklegir mótframbjóðendur Ortega fangelsaðir Tveir líklegir frambjóðendur stjórnarandstöðunnar í Níkaragva til forsetakosninga í haust sitja nú í haldi stjórnvalda í því sem stjórnarandstaðan kallar herferð ríkisstjórnar Daniels Ortega forseta til að skapa ótta á meðal fólks. Þriðji mögulegi frambjóðandinn hefur verið kallaður til skýrslutöku hjá saksóknara. 8. júní 2021 11:15 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Sjá meira
Reuters-fréttastofan segir að Mora hafi verið handtekinn síðla kvöld í gær. Hann er sakaður um að grafa undan sjálfstæðis og sjálfsákvörðunarrétti Níkaragva. Yfirvöld hafa beitt umdeildum landráðalögum sem Ortega lét samþykkja í fyrra sem veitir honum rétt til að skilgreina fólk sem svikara og banna þeim að bjóða sig fram til opinbers embættis. Gagnrýnendur Ortega saka hann um að beita lögunum til að ryðja öllum hugsanlegum keppinautum hans úr vegi fyrir kosningarnar í nóvember. Mora stýrði fréttastöðinni og vefnum 100% Noticias, einum helsta óháða fjölmiðli Níkaragva, þegar mótmælaalda gegn breytingum Ortega á lífeyriskerfi landsins hófust árið 2018. Hann var handtekinn í desember það ár og sakfelldur fyrir hryðjuverk og hvatningu til ofbeldis og haturs. Mora var veitt sakaruppgjöf í júní árið 2019. Síðan þá hefur hann snúið sér að flokkapólitík. Nú hafa fimm mögulegir mótframbjóðendur Ortega í forsetakosningunum í nóvember verið handteknir, að Mora meðtöldum. Auk þeirra hafa fjórtán stjórnarandstæðingar verið handteknir á undanförnum vikum, flestir þeirra fyrir meint brot á landráðalögunum. Fastlega er búist við að Ortega sækist eftir endurkjöri, fjórða kjörtímabilið í röð, í nóvember. Hann lét breyta stjórnarskrá landsins fyrir síðustu kosningar svo að hann gæti boðið sig fram aftur þá. Forsetinn hefur stýrt landinu frá 2007 og á þeim árum hefur hann náð tangarhaldi á flestum valdastofnunum ríksins, þar á meðal öryggissveitum og dómstólum. Upphaflega komst Ortega til valda í byltingu skæruliða sandínista árið 1979 en hann tapaði í forsetakosningum árið 1990. Eftir að hann komst aftur til valda árið 2007 hefur Ortega, fjölskylda hans og bandamenn verið sakaðir um að maka krókinn á kostnað almennings. Bandaríkjastjórn lagði viðskiptaþvinganir á dætur Ortega og þrjá bandamenn hans. Hún hefur jafnframt hótað því að skoða frekari refsiaðgerðir verði forsetakosningarnar í haust ekki frjálsar og sanngjarnar.
Níkaragva Tengdar fréttir Herferð Ortega gegn stjórnarandstöðunni heldur áfram Yfirvöld í Níkaragva handtóku fimm þekkta stjórnarandstæðinga á sunnudaginn í því sem gagnrýnendur Daniels Ortega forseta kalla herferð gegn andstæðingum hans. Fyrrverandi bandamenn Ortega eru á meðal þeirra handteknu. 14. júní 2021 10:52 Lýsa Ortega sem einræðisherra eftir handtökur á andstæðingum Fulltrúi Bandaríkjastjórnar líkti Daniel Ortega, forseta Níkaragva, við einræðisherra eftir að ríkisstjórn hans lét handtaka fjórar framármenn úr stjórnarandstöðu landsins á hálfu sólarhring í gær. Fyrir höfðu tveir líklegir mótframbjóðendur Ortega í forsetakosningum í haust verið hnepptir í varðhald. 9. júní 2021 14:21 Líklegir mótframbjóðendur Ortega fangelsaðir Tveir líklegir frambjóðendur stjórnarandstöðunnar í Níkaragva til forsetakosninga í haust sitja nú í haldi stjórnvalda í því sem stjórnarandstaðan kallar herferð ríkisstjórnar Daniels Ortega forseta til að skapa ótta á meðal fólks. Þriðji mögulegi frambjóðandinn hefur verið kallaður til skýrslutöku hjá saksóknara. 8. júní 2021 11:15 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Sjá meira
Herferð Ortega gegn stjórnarandstöðunni heldur áfram Yfirvöld í Níkaragva handtóku fimm þekkta stjórnarandstæðinga á sunnudaginn í því sem gagnrýnendur Daniels Ortega forseta kalla herferð gegn andstæðingum hans. Fyrrverandi bandamenn Ortega eru á meðal þeirra handteknu. 14. júní 2021 10:52
Lýsa Ortega sem einræðisherra eftir handtökur á andstæðingum Fulltrúi Bandaríkjastjórnar líkti Daniel Ortega, forseta Níkaragva, við einræðisherra eftir að ríkisstjórn hans lét handtaka fjórar framármenn úr stjórnarandstöðu landsins á hálfu sólarhring í gær. Fyrir höfðu tveir líklegir mótframbjóðendur Ortega í forsetakosningum í haust verið hnepptir í varðhald. 9. júní 2021 14:21
Líklegir mótframbjóðendur Ortega fangelsaðir Tveir líklegir frambjóðendur stjórnarandstöðunnar í Níkaragva til forsetakosninga í haust sitja nú í haldi stjórnvalda í því sem stjórnarandstaðan kallar herferð ríkisstjórnar Daniels Ortega forseta til að skapa ótta á meðal fólks. Þriðji mögulegi frambjóðandinn hefur verið kallaður til skýrslutöku hjá saksóknara. 8. júní 2021 11:15