Erlent

Nýr olíu­akur ógnar lífi 130 þúsund fíla

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Um 130 þúsund fílar búa á svæðinu. Að þeim stafar mikil ógn vegna fyrirhugaðs olíuakurs. 
Um 130 þúsund fílar búa á svæðinu. Að þeim stafar mikil ógn vegna fyrirhugaðs olíuakurs.  Getty/V. GIANNELLA

Tugir þúsunda afrískra fíla eru í hættu vegna áforma um að bora fyrir olíu á svæði sem talið er meðal síðustu ósnertu svæða í álfunni. Ætlunin er að olíuakurinn teygi sig frá Namibíu yfir til Botnsvana, sem myndi koma öllu lífríki, og samfélögum, á svæðinu úr jafnvægi.

Verði úr þessum áætlunum er það enn ein ógnin sem stafar að fílum á svæðinu. Hundruð fíla féllu á síðasta ári af dularfullum orsökum en vísindamenn telja að eitraðir þörungar – sem vaxa vegna hlýnunar á svæðinu – hafi smitast yfir í vatnsbirgðir fílanna.

Aðeins 450 þúsund fílar eru eftir í Afríku og 130 þúsund þeirra halda til á svæðinu sem á að bora fyrir olíu á. ReconAfrica, sem er kanadískt olíu- og gasfyrirtæki, hefur tekið meira en 34 þúsund ferkílómetra land á leigu í Namibíu og Botnsvana, sem kallast Kavango Basin.

ReconAfrica telur að allt að grafið gæti verið fyrir á milli 60 og 120 milljón olíutunnum á svæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×