Sérbýli í miðbæ Reykjavíkur hækkað um 36 prósent á milli ára Atli Ísleifsson skrifar 16. júní 2021 08:29 Ekki hefur hærra hlutfall íbúða á höfuðborgarsvæðinu selst yfir ásettu verði frá upphafi mælinga. Vísir/Vilhelm Enn eru mikil umsvif á fasteignamarkaði miðað við árstíma og ýmsir mælikvarðar gefa til kynna að eftirspurnarþrýstingur sé enn mikill. Á síðustu tólf mánuðum hefur íbúðaverð alls hækkað um 11,6 prósent á höfuðborgarsvæðinu og hefur verð á sérbýli í miðbæ Reykjavíkur hækkað um heil 36 prósent á milli ára. Frá þessu segir í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar sem kom út í dag. Þar segir að á landinu öllu séu nú ríflega 1.900 íbúðir auglýstar til sölu, en fyrir ári voru þær um fjögur þúsund. Ekki hefur hærra hlutfall íbúða á höfuðborgarsvæðinu selst yfir ásettu verði frá upphafi mælinga og þá hefur sölutími íbúða á höfuðborgarsvæðinu sem seldust í apríl verið að jafnaði 39 dagar og ekki mælst skemmri frá upphafi mælinga. Leiguverð fer lækkandi Í skýrslunni segir að uppfærðar tölur fyrir marsmánuð sýni að fjöldi útgefinna kaupsamninga hafi bætt fyrra met um 15 prósent. Þá segir að þinglýstir leigusamningar á höfuðborgarsvæðinu í apríl hafi áfram verið margir miðað við árstíma eða 426. „Leiguverð hefur farið lækkandi undanfarið á höfuðborgarsvæðinu og mælist 12 mánaða breyting vísitölu leiguverðs neikvæð um 2,4% fyrir aprílmánuð en þetta er áttundi mánuðurinn í röð þar sem 12 mánaða breyting leiguverðs mælist neikvæð. Bankarnir halda áfram að sækja á lánamarkaði. Þeir eru nú með um 67% af öllum útistandandi lánum en í lok apríl í fyrra var hlutdeild bankanna af heildar húsnæðislánum í landinu um 55%. Vinsældir óverðtryggðra lána eru áfram miklar. Hlutdeild óverðtryggðra lána var komin upp í 46% í lok apríl og hækkaði um rúmlega eitt og hálft prósentustig á milli mánaða.“ Hækkar um 36 prósent milli ára Áfram segir að mikil eftirspurn hafi verið undanfarið ár og leitt til þess að íbúðum til sölu hefur fækkað. Nýtt framboð fasteigna hefur ekki mætt þessari miklu eftirspurn. „Íbúðarverð hefur heldur betur tekið kipp upp á við á höfuðborgarsvæðinu á árinu þar sem íbúðaverð var um 2% hærra í apríl en það var í mars og 3,7% hærra en í febrúar sé miðað við vísitölu söluverðs. Á síðustu 12 mánuðum hefur íbúðaverð alls hækkað um 11,6% á svæðinu. Sérbýli á höfuðborgarsvæðinu hækkaði nærri tvöfalt meira í verði á milli mánaða en íbúðir í fjölbýli eða um ríflega 3,5% á móti 1,6% og á síðustu tólf mánuðum hefur það hækkað um 17,4% á móti 10,2% fyrir fjölbýli. Mest hefur sérbýli í miðbænum hækkað eða um 36% á milli ára og í Grafarholti þar sem það hefur hækkað um 34% en einnig hefur verð hækkað mikið í Hafnafirði og á Álftanesi,“ segir í skýrslunni sem lesa má í heild sinni hér. Fasteignamarkaður Leigumarkaður Húsnæðismál Reykjavík Mest lesið Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Sjá meira
Frá þessu segir í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar sem kom út í dag. Þar segir að á landinu öllu séu nú ríflega 1.900 íbúðir auglýstar til sölu, en fyrir ári voru þær um fjögur þúsund. Ekki hefur hærra hlutfall íbúða á höfuðborgarsvæðinu selst yfir ásettu verði frá upphafi mælinga og þá hefur sölutími íbúða á höfuðborgarsvæðinu sem seldust í apríl verið að jafnaði 39 dagar og ekki mælst skemmri frá upphafi mælinga. Leiguverð fer lækkandi Í skýrslunni segir að uppfærðar tölur fyrir marsmánuð sýni að fjöldi útgefinna kaupsamninga hafi bætt fyrra met um 15 prósent. Þá segir að þinglýstir leigusamningar á höfuðborgarsvæðinu í apríl hafi áfram verið margir miðað við árstíma eða 426. „Leiguverð hefur farið lækkandi undanfarið á höfuðborgarsvæðinu og mælist 12 mánaða breyting vísitölu leiguverðs neikvæð um 2,4% fyrir aprílmánuð en þetta er áttundi mánuðurinn í röð þar sem 12 mánaða breyting leiguverðs mælist neikvæð. Bankarnir halda áfram að sækja á lánamarkaði. Þeir eru nú með um 67% af öllum útistandandi lánum en í lok apríl í fyrra var hlutdeild bankanna af heildar húsnæðislánum í landinu um 55%. Vinsældir óverðtryggðra lána eru áfram miklar. Hlutdeild óverðtryggðra lána var komin upp í 46% í lok apríl og hækkaði um rúmlega eitt og hálft prósentustig á milli mánaða.“ Hækkar um 36 prósent milli ára Áfram segir að mikil eftirspurn hafi verið undanfarið ár og leitt til þess að íbúðum til sölu hefur fækkað. Nýtt framboð fasteigna hefur ekki mætt þessari miklu eftirspurn. „Íbúðarverð hefur heldur betur tekið kipp upp á við á höfuðborgarsvæðinu á árinu þar sem íbúðaverð var um 2% hærra í apríl en það var í mars og 3,7% hærra en í febrúar sé miðað við vísitölu söluverðs. Á síðustu 12 mánuðum hefur íbúðaverð alls hækkað um 11,6% á svæðinu. Sérbýli á höfuðborgarsvæðinu hækkaði nærri tvöfalt meira í verði á milli mánaða en íbúðir í fjölbýli eða um ríflega 3,5% á móti 1,6% og á síðustu tólf mánuðum hefur það hækkað um 17,4% á móti 10,2% fyrir fjölbýli. Mest hefur sérbýli í miðbænum hækkað eða um 36% á milli ára og í Grafarholti þar sem það hefur hækkað um 34% en einnig hefur verð hækkað mikið í Hafnafirði og á Álftanesi,“ segir í skýrslunni sem lesa má í heild sinni hér.
Fasteignamarkaður Leigumarkaður Húsnæðismál Reykjavík Mest lesið Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Sjá meira