Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Valur 2-1 | Klaufagangur Valsmanna greiddi leið að fyrsta sigri Stjörnunnar Valur Páll Eiríksson skrifar 12. júní 2021 20:05 Stjörnumönnum er eflaust létt eftir að hafa fagnað sínum fyrsta sigri í sumar í kvöld. Vísir/Elín Björg Fyrsti sigur Stjörnunnar á tímabilinu kom gegn Íslandsmeisturum Vals sem höfðu ekki tapað leik fyrir leik dagsins í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu. Valur komst yfir en tvö mörk með stuttu millibili í síðari hálfleik tryggðu Garðbæingum sigur. Valsmenn mættu með óbreytt lið til leiks eftir jafnteflið við Víking í síðustu umferð og þurftu sigur til að vera vissir um að halda toppsætinu að þessari umferð lokinni. Stjarnan aftur á móti var í leit að sínum fyrsta sigri og var að spila sinn fyrsta leik í tæpar tvær vikur. Leikurinn var lokaður framan af þar sem fátt var um opnanir beggja megin vallar. Valsmönnum tókst hins vegar að brjóta ísinn þegar danski miðvörðurinn Rasmus Christiansen skoraði af miklu harðfylgi á 28. mínútu eftir hornspyrnu Kaj Leo frá Bartalsstovu, en Stjörnumenn höfðu þá sekúndu áður bjargað á línu frá Simoni Hedlund. Valsmenn herjuðu á Stjörnuna eftir markið og fengu þónokkrar góðar sóknarstöður og færi til að bæta við, þar sem helst má nefna skalla Kaj Leo frá Bartalsstovu af eins metra færi, en varð ekki erindi sem erifði. 1-0 stóð því verðskuldað í hléi, fyrir Íslandsmeistarana. Stjörnumenn komu af miklum krafti inn í seinni hálfleikinn. Á annarri mínútu hálfleiksins sótti liðið upp vinstri kantinn en Valsmenn unnu boltann. Gagnpressa skilaði því hins vegar að Tristan Freyr Ingólfsson vann boltann, gaf hann út í teiginn hvar Haukur Páll Sigurðsson hafði bakkað full mikið af Hilmari Árna Halldórssyni sem setti boltann í netið Þremur mínútum síðar gerðist nánast nákvæmlega það sama. Tristan Freyr vann boltann af Kaj Leo á vinstri kantinum, gaf frábæra fyrirgjöf á nærsvæðið, hvar Heiðar Ægisson kom á fullri ferð og lagði boltann í nærhornið, framhjá Hannesi Þór Halldórssyni í marki Vals. Stjarnan var því þegar tæpar sex mínútur voru liðnar af síðari hálfleiknum skyndilega komnir í forystu. Strax eftir annað markið opnaðist leikurinn töluvert þar sem liðin skiptust á að sækja, mikill hraði var í leiknum en hvorugu liðanna tókst að skora. Valsmenn tóku svo hægt og rólega yfirhöndina, þar sem STjarnan lagðist aftur á völlinn og freistaði þess að beita skyndisóknum. Valsmönnum gekk bölvanlega að brjóta skipulagðan varnarleik Stjörnunnar á bak aftur, þrátt fyrir innkomu Birkis Heimissonar, Almarrs Ormarssonar, Guðmundar Andra Tryggvasonar og Arnórs Smárasonar af bekknum. Stjarnan kláraði leikinn og vann góðan 2-1 sigur á Íslandsmeisturunum. Stjörnumenn fögnuðu því sínum fyrsta sigri í sumar og fara með honum upp í 10. sæti og senda ÍA niður í fallsæti. Valur aftur á móti tapar sínum fyrsta leik og þarf að sjá eftir toppsætinu í hendur Víkinga sem unnu FH á sama tíma. Af hverju vann Stjarnan? Frábær byrjun á seinni hálfleik lagði grunninn að sigrinum sem virtist aldrei í hættu. Stjarnan fékk hættulegri færi og sóknarstöður en Valur í seinni hálfleik þar sem þeir rauðklæddu virtust aldrei líklegir til að setja annað mark eftir mörk Stjörnunnar. Hverjir stóðu upp úr? Tristan Freyr Ingólfsson var maður þessa leiks. Hann vann boltann í báðum mörkunum, auk þess að leggja þau upp. Hann lagði upp annað dauðafæri fyrir Þorstein Má Ragnarsson eftir það og var nálægt því að skora beint úr aukaspyrnu. Öll varnarlína Stjörnunnar stóð þétt og stóð sig vel, auk Haralds Björnssonar, markmanns. Hvað fór illa? Líkt og í síðasta leik gegn Víkingum voru Valsmenn full hægir í sínum sóknarleik, tóku misgóðar ákvarðanir og voru seinir að snúa vörn í sókn. Patrick Pedersen fékk tvö fín færi í fyrri hálfleik og eitt í þeim síðari en tókst ekki að setja sitt mark á leikinn. Hvað gerist næst? Stjarnan sækir FH heim í Kaplakrika í grannaslag á miðvikudaginn, 16. maí, klukkan 20:15. Á sama tíma fá Valsmenn lið Breiðabliks í heimsókn í stórleik á Hlíðarenda. Þorvaldur: Oft spilað betri leiki en tapað Þorvaldur þakkar baráttuanda sigur dagsins.Vísir/Hulda Margrét „Við erum búnir að bíða lengi eftir fyrsta sigrinum. Við höfum oft spilað betri leiki en ekki náð að sigra en það tókst í dag. Við þurftum heldur betur að berjast og liðið gerði það eins og þeir hafa gert í undanförnum leikjum. Nú datt það með okkur gegn mjög sterku liði.“ sagði Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir leik. Aðspurður um hvort hann hafi gefið einhver sérstök skilaboð í hléi sem uppskar þessa góðu byrjun síðari hálfleiks segir Þorvaldur: „Ég held að uppleggið okkar í síðustu leikjum hafi verið mjög svipað. En stundum bara ganga færin ekki, það breytir oft leikjunum og við höfum verið að elta leikina yfirleitt. Sama má segja með þennan leik en okkar móment kom í seinni hálfleik að breyta því, vinna okkur inn í leikinn. Þeir eru klókir leikmenn og við nýttum okkar tækifæri í dag.“ Valsmönnum gekk illa að brjóta vörn Stjörnunnar á bak aftur á síðari hlutanum sem Þorvaldur þakkar krafti sinna manna. „Við vorum mjög þéttir, það var bara dugnaður og kraftur, menn lögðu sig fram og hafa gert það undanfarnar vikur, unnið vel að sínum málum á æfingum. Við höldum því bara áfram, þó svo að við höfum unnið einn leik í dag þá er barátta áfram og allir leikir eru erfiðir, alveg sama á móti hverjum það er.“ sagði Þorvaldur. Heimir: Vorum klaufar Heimir segir sína menn hafa gert mistök í mörkum Stjörnunnar.Vísir/Hulda Margrét „Það er alltaf svekkjandi að tapa. Við vorum að spila vel í fyrri hálfleik og komumst sanngjarnt yfir. Við fengum töluvert af tækifærum en svo komum við flatir inn í seinni hálfleikinn, fengum á okkur tvö klaufaleg mörk. Eftir það reyndum við og fengum einhverja möguleika en þetta er niðurstaðan.“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals. Aðspurður um hvað hafi gerst í byrjun síðari hálfleiks segir Heimir: „Ég veit það ekki. Við töluðum um að við þyrftum að halda áfram og ná inn öðru marki en við komum bara flatir inn í seinni hálfleikinn og þeir gengu á lagið. Enda eru þeir með hörkulið, þó svo að þeir hafi verið í vandræðum. Við þurfum bara að reyna að læra af þessu og vera klárir í næsta leik.“ Í báðum mörkum Stjörnunnar töpuðu Valsmenn boltanum langt inn á eigin vallarhelmingi. Heimir kallar eftir skynsamlegri ákvarðanatöku sinna manna. „Við vorum klaufar að tapa boltanum, í fótbolta er oft betra þegar maður er í vandræðum að annað hvort sparka boltanum upp eða bara í innkast og byrja upp á nýtt.“ Með úrslitunum missa Valsmenn toppsætið í hendur Víkinga sem unnu FH á sama tíma. Heimir segir það lítil áhrif hafa. „Það hefur engin áhrif á okkur. Við þurfum bara að halda áfram, eins og ég sagði áðan, að læra af þessum leik og vera klárir í næsta leik.“ segir Heimir. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild karla Stjarnan Valur
Fyrsti sigur Stjörnunnar á tímabilinu kom gegn Íslandsmeisturum Vals sem höfðu ekki tapað leik fyrir leik dagsins í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu. Valur komst yfir en tvö mörk með stuttu millibili í síðari hálfleik tryggðu Garðbæingum sigur. Valsmenn mættu með óbreytt lið til leiks eftir jafnteflið við Víking í síðustu umferð og þurftu sigur til að vera vissir um að halda toppsætinu að þessari umferð lokinni. Stjarnan aftur á móti var í leit að sínum fyrsta sigri og var að spila sinn fyrsta leik í tæpar tvær vikur. Leikurinn var lokaður framan af þar sem fátt var um opnanir beggja megin vallar. Valsmönnum tókst hins vegar að brjóta ísinn þegar danski miðvörðurinn Rasmus Christiansen skoraði af miklu harðfylgi á 28. mínútu eftir hornspyrnu Kaj Leo frá Bartalsstovu, en Stjörnumenn höfðu þá sekúndu áður bjargað á línu frá Simoni Hedlund. Valsmenn herjuðu á Stjörnuna eftir markið og fengu þónokkrar góðar sóknarstöður og færi til að bæta við, þar sem helst má nefna skalla Kaj Leo frá Bartalsstovu af eins metra færi, en varð ekki erindi sem erifði. 1-0 stóð því verðskuldað í hléi, fyrir Íslandsmeistarana. Stjörnumenn komu af miklum krafti inn í seinni hálfleikinn. Á annarri mínútu hálfleiksins sótti liðið upp vinstri kantinn en Valsmenn unnu boltann. Gagnpressa skilaði því hins vegar að Tristan Freyr Ingólfsson vann boltann, gaf hann út í teiginn hvar Haukur Páll Sigurðsson hafði bakkað full mikið af Hilmari Árna Halldórssyni sem setti boltann í netið Þremur mínútum síðar gerðist nánast nákvæmlega það sama. Tristan Freyr vann boltann af Kaj Leo á vinstri kantinum, gaf frábæra fyrirgjöf á nærsvæðið, hvar Heiðar Ægisson kom á fullri ferð og lagði boltann í nærhornið, framhjá Hannesi Þór Halldórssyni í marki Vals. Stjarnan var því þegar tæpar sex mínútur voru liðnar af síðari hálfleiknum skyndilega komnir í forystu. Strax eftir annað markið opnaðist leikurinn töluvert þar sem liðin skiptust á að sækja, mikill hraði var í leiknum en hvorugu liðanna tókst að skora. Valsmenn tóku svo hægt og rólega yfirhöndina, þar sem STjarnan lagðist aftur á völlinn og freistaði þess að beita skyndisóknum. Valsmönnum gekk bölvanlega að brjóta skipulagðan varnarleik Stjörnunnar á bak aftur, þrátt fyrir innkomu Birkis Heimissonar, Almarrs Ormarssonar, Guðmundar Andra Tryggvasonar og Arnórs Smárasonar af bekknum. Stjarnan kláraði leikinn og vann góðan 2-1 sigur á Íslandsmeisturunum. Stjörnumenn fögnuðu því sínum fyrsta sigri í sumar og fara með honum upp í 10. sæti og senda ÍA niður í fallsæti. Valur aftur á móti tapar sínum fyrsta leik og þarf að sjá eftir toppsætinu í hendur Víkinga sem unnu FH á sama tíma. Af hverju vann Stjarnan? Frábær byrjun á seinni hálfleik lagði grunninn að sigrinum sem virtist aldrei í hættu. Stjarnan fékk hættulegri færi og sóknarstöður en Valur í seinni hálfleik þar sem þeir rauðklæddu virtust aldrei líklegir til að setja annað mark eftir mörk Stjörnunnar. Hverjir stóðu upp úr? Tristan Freyr Ingólfsson var maður þessa leiks. Hann vann boltann í báðum mörkunum, auk þess að leggja þau upp. Hann lagði upp annað dauðafæri fyrir Þorstein Má Ragnarsson eftir það og var nálægt því að skora beint úr aukaspyrnu. Öll varnarlína Stjörnunnar stóð þétt og stóð sig vel, auk Haralds Björnssonar, markmanns. Hvað fór illa? Líkt og í síðasta leik gegn Víkingum voru Valsmenn full hægir í sínum sóknarleik, tóku misgóðar ákvarðanir og voru seinir að snúa vörn í sókn. Patrick Pedersen fékk tvö fín færi í fyrri hálfleik og eitt í þeim síðari en tókst ekki að setja sitt mark á leikinn. Hvað gerist næst? Stjarnan sækir FH heim í Kaplakrika í grannaslag á miðvikudaginn, 16. maí, klukkan 20:15. Á sama tíma fá Valsmenn lið Breiðabliks í heimsókn í stórleik á Hlíðarenda. Þorvaldur: Oft spilað betri leiki en tapað Þorvaldur þakkar baráttuanda sigur dagsins.Vísir/Hulda Margrét „Við erum búnir að bíða lengi eftir fyrsta sigrinum. Við höfum oft spilað betri leiki en ekki náð að sigra en það tókst í dag. Við þurftum heldur betur að berjast og liðið gerði það eins og þeir hafa gert í undanförnum leikjum. Nú datt það með okkur gegn mjög sterku liði.“ sagði Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir leik. Aðspurður um hvort hann hafi gefið einhver sérstök skilaboð í hléi sem uppskar þessa góðu byrjun síðari hálfleiks segir Þorvaldur: „Ég held að uppleggið okkar í síðustu leikjum hafi verið mjög svipað. En stundum bara ganga færin ekki, það breytir oft leikjunum og við höfum verið að elta leikina yfirleitt. Sama má segja með þennan leik en okkar móment kom í seinni hálfleik að breyta því, vinna okkur inn í leikinn. Þeir eru klókir leikmenn og við nýttum okkar tækifæri í dag.“ Valsmönnum gekk illa að brjóta vörn Stjörnunnar á bak aftur á síðari hlutanum sem Þorvaldur þakkar krafti sinna manna. „Við vorum mjög þéttir, það var bara dugnaður og kraftur, menn lögðu sig fram og hafa gert það undanfarnar vikur, unnið vel að sínum málum á æfingum. Við höldum því bara áfram, þó svo að við höfum unnið einn leik í dag þá er barátta áfram og allir leikir eru erfiðir, alveg sama á móti hverjum það er.“ sagði Þorvaldur. Heimir: Vorum klaufar Heimir segir sína menn hafa gert mistök í mörkum Stjörnunnar.Vísir/Hulda Margrét „Það er alltaf svekkjandi að tapa. Við vorum að spila vel í fyrri hálfleik og komumst sanngjarnt yfir. Við fengum töluvert af tækifærum en svo komum við flatir inn í seinni hálfleikinn, fengum á okkur tvö klaufaleg mörk. Eftir það reyndum við og fengum einhverja möguleika en þetta er niðurstaðan.“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals. Aðspurður um hvað hafi gerst í byrjun síðari hálfleiks segir Heimir: „Ég veit það ekki. Við töluðum um að við þyrftum að halda áfram og ná inn öðru marki en við komum bara flatir inn í seinni hálfleikinn og þeir gengu á lagið. Enda eru þeir með hörkulið, þó svo að þeir hafi verið í vandræðum. Við þurfum bara að reyna að læra af þessu og vera klárir í næsta leik.“ Í báðum mörkum Stjörnunnar töpuðu Valsmenn boltanum langt inn á eigin vallarhelmingi. Heimir kallar eftir skynsamlegri ákvarðanatöku sinna manna. „Við vorum klaufar að tapa boltanum, í fótbolta er oft betra þegar maður er í vandræðum að annað hvort sparka boltanum upp eða bara í innkast og byrja upp á nýtt.“ Með úrslitunum missa Valsmenn toppsætið í hendur Víkinga sem unnu FH á sama tíma. Heimir segir það lítil áhrif hafa. „Það hefur engin áhrif á okkur. Við þurfum bara að halda áfram, eins og ég sagði áðan, að læra af þessum leik og vera klárir í næsta leik.“ segir Heimir. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti