„Má ég elta þig og selja þig?“ Sekretum 11. júní 2021 15:00 Fæst gerum við okkur grein fyrir því hversu ítarlega hægt er að fylgjast með okkur. Farið er yfir þessi mál í hlaðvarpinu Eftirlitssamfélagið. Hlaðvarpið Eftirlitssamfélagið fór í loftið fyrir skemmstu í umsjá lögfræðinganna Karls Hrannars Sigurðssonar og Vigdísar Sigríðar Jóhannsdóttur. Hlaðvarpið Eftirlitssamfélagið fjallar um stöðugt eftirlit með einstaklingum í samfélagi nútímans en ef fram heldur sem horfir gæti öll ævi ungra einstaklinga geymst á stafrænu formi. Þau munu jafnvel upplifa það sem kallast fullkomið stafrænt minni. Hlaðvarpið fór í loftið fyrir skemmstu og er í umsjá Karls Hrannars Sigurðssonar og Vigdísar Sigríðar Jóhannsdóttur en þau hafa um árabil starfað sem ráðgjafar á sviði persónuverndar. En hvernig er einstaklingur undir stöðugu eftirliti? „Þú skilur eftir þig fjölmörg spor á hverjum einasta degi sem hægt er að rekja til þín,“ segir Vigdís Sigríður. „Þessi spor mynda verðmætar upplýsingar sem hinir ýmsu aðilar hafa undir höndum. Fyrirtæki vilja ólm þessi spor því þau sækjast eftir því að þekkja þig sem best og með því að hnýsast í einkalíf þitt eru þau mun líklegri til að ná að selja þér vöru og þjónustu. Eftirlitsaðilar hafa jafnframt í sumum tilfellum viljað komast í upplýsingar sem fyrirtækin hafa undir höndum. "Fyrirtæki sækjast eftir því að þekkja þig sem best og með því að hnýsast í einkalíf þitt eru þau mun líklegri til að ná að selja þér vöru og þjónustu," segir Vigdís Sigríður Jóhannsdóttir. Erlendis hefur það til dæmis tíðkast að lögregluyfirvöld fylgjast með símtölum allra sem þar búa, og þá bara til að kanna hvort grunsamleg símtöl hafi átt sér stað. Þá er fólk í auknum mæli farið að fylgjast með hvort öðru. Til dæmis gaf Apple nýlega út staðsetningarflögu sem aðilar geta nýtt í vafasömum tilgangi með því að setja flöguna í tösku eða bíl einhvers sem hægt er þá að fylgjast með í laumi. Þá er fólk farið að setja myndavélar í bílana sína og jafnvel í dyrabjölluna heima hjá sér.“ Karl Hrannar segir eftirlitssamfélagið stækka á hverjum degi og að fólk flaggi miklu um eigin hegðun án þess þó að átta sig endilega á því og ef fólk bara vissi að það væri verið að selja það á hverjum einasta degi! „Því hefur verið seld sú hugmynd að eitthvað sé frítt, til dæmis samfélagsmiðlar, en það er bara lygi. Staðreyndin er sú að einstaklingar hafa framleitt verðmæti fyrir þá um langa hríð og þeir selja svo aðgang að þeim til þriðja aðila. Í raun má miklu frekar segja að þú vinnir fyrir samfélagsmiðla, fremur en að þú fáir að nota miðlana þeirra frítt.“ segir Karl Hrannar. Karl Hrannar Sigurðsson segir eftirlitssamfélagið stækka á hverjum degi og að fólk flaggi miklu um eigin hegðun án þess þó að átta sig endilega á því. „Dæmigerður dagur hjá einstaklingi getur verið nokkurn veginn svona. Hann sefur með snjallúr því hann vill mæla gæði svefns. Hann er að passa upp á mataræðið og skráir það allt í app. Á leiðinni í vinnuna gefur síminn upplýsingar um staðsetningu hans á hverjum tíma og auðvitað má heldur ekki gleyma eftirlitsmyndavélunum á leiðinni. Þegar hann mætir í vinnu skráir hann sig inn. Á vinnustaðnum er líka myndavél því yfirmaðurinn vill jú geta fylgst með í símanum hvort fólk sé ekki að vinna. Hann fer út að hjóla og notar app til að mæla vegalengdina. Hann vafrar um á Netinu og notar samskiptaforrit til að eiga í samskiptum við vini og vandamenn. Hann verslar í matinn og borgar með símanum. Hann endar svo daginn á að horfa á Netflix. Allt sem viðkomandi gerði um daginn skilur eftir sig upplýsingar sem einhver getur haft hag af.“ útskýrir Karl Hrannar. Þau Karl og Vigdís segja fæsta gera sér grein fyrir því hversu ítarlega hægt er að fylgjast með. Google viti til dæmis ansi mikið um persónuleg málefni og þú ljúgir ekki að leitarvélinni. „Við segjum Google frá okkar dýpstu leyndarmálum og ótta. Við flettum upp sjúkdómseinkennum, hvað við getum gert til að líða betur og hvernig við eigum að vinna okkur úr vandamálum í hinu daglega lífi. Það er sturlað hvað Google veit og þú rétt getur ímyndað þér hversu margir seilast eftir þessum upplýsingum. Ef þú værir til dæmis sálfræðingur, myndir þú ekki vilja vita hverjir „gúggluðu“ kvíði, vanlíðan og fleira í þeim dúr til að geta birt þeim auglýsingar með þinni þjónustu?“ spyr Vigdís Sigríður. Karl og Vigdís hafa um árabil starfað sem ráðgjafar á sviði persónuverndar. Persónuvernd er nátengd viðfangsefni þáttanna og tengist friðhelgi einkalífs að miklu leyti. „Persónuverndarlögin skipta gríðarlegu miklu máli en margir gera sér ekki grein fyrir því. Ástæðuna má væntanlega rekja til þess að persónuverndarlögin eru flókin og almenningur er vanur því að veita upplýsingar um sig án þess að setja spurningarmerki við það af hverju öll þessi söfnun persónuupplýsinga á sér stað.“ segir Vigdís Sigríður. „Persónuvernd og persónuverndarlöggjöf hljómar leiðinlega í augum margra og skiljanlega kannski, hver er ekki orðinn þreyttur á öllu kökusamþykkinu á öllum vefsíðum í dag. En þetta verndar okkur samt svo mikið og persónuvernd snertir í raun allt sem við gerum á hverjum degi og verndar okkur einkum gegn ágangi ýmissa aðila. Okkur langaði að setja persónuvernd í samhengi við daglegt líf og þá án þess að tala um það á óskiljanlegu lagamáli. Markmiðið með þáttunum er að setja persónuvernd í skemmtilegt samhengi og fjalla um hana á máli sem allir skilja. Og kannski fyrst og fremst að einstaklingar átti sig á öllu eftirlitinu sem þeir eru undir á hverjum einasta degi og afleiðingunum sem það getur haft.“ segir Karl Hrannar. Þættirnir eru orðnir fjórir talsins, sá nýjasti ber heitið Er hægt að fela sig í dag? Fyrri þættir eru Feluleikur lögreglu / Gestabækur veitingastaða, Hið dulda arðrán samfélagsmiðla og Pólitíska vopnið Facebook. Hlaðvarpið má bæði finna á YouTube rás þeirra Vigdísar Sigríðar og Karls Hrannars SEKRETUM og einnig er það aðgengilegt á Spotify. Hér má finna hlaðvarpið á YouTube og hér má finna það á Spotify. Sekretum er einnig á Instagram og á Facebook. Samfélagsmiðlar Persónuvernd Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira
Hlaðvarpið Eftirlitssamfélagið fjallar um stöðugt eftirlit með einstaklingum í samfélagi nútímans en ef fram heldur sem horfir gæti öll ævi ungra einstaklinga geymst á stafrænu formi. Þau munu jafnvel upplifa það sem kallast fullkomið stafrænt minni. Hlaðvarpið fór í loftið fyrir skemmstu og er í umsjá Karls Hrannars Sigurðssonar og Vigdísar Sigríðar Jóhannsdóttur en þau hafa um árabil starfað sem ráðgjafar á sviði persónuverndar. En hvernig er einstaklingur undir stöðugu eftirliti? „Þú skilur eftir þig fjölmörg spor á hverjum einasta degi sem hægt er að rekja til þín,“ segir Vigdís Sigríður. „Þessi spor mynda verðmætar upplýsingar sem hinir ýmsu aðilar hafa undir höndum. Fyrirtæki vilja ólm þessi spor því þau sækjast eftir því að þekkja þig sem best og með því að hnýsast í einkalíf þitt eru þau mun líklegri til að ná að selja þér vöru og þjónustu. Eftirlitsaðilar hafa jafnframt í sumum tilfellum viljað komast í upplýsingar sem fyrirtækin hafa undir höndum. "Fyrirtæki sækjast eftir því að þekkja þig sem best og með því að hnýsast í einkalíf þitt eru þau mun líklegri til að ná að selja þér vöru og þjónustu," segir Vigdís Sigríður Jóhannsdóttir. Erlendis hefur það til dæmis tíðkast að lögregluyfirvöld fylgjast með símtölum allra sem þar búa, og þá bara til að kanna hvort grunsamleg símtöl hafi átt sér stað. Þá er fólk í auknum mæli farið að fylgjast með hvort öðru. Til dæmis gaf Apple nýlega út staðsetningarflögu sem aðilar geta nýtt í vafasömum tilgangi með því að setja flöguna í tösku eða bíl einhvers sem hægt er þá að fylgjast með í laumi. Þá er fólk farið að setja myndavélar í bílana sína og jafnvel í dyrabjölluna heima hjá sér.“ Karl Hrannar segir eftirlitssamfélagið stækka á hverjum degi og að fólk flaggi miklu um eigin hegðun án þess þó að átta sig endilega á því og ef fólk bara vissi að það væri verið að selja það á hverjum einasta degi! „Því hefur verið seld sú hugmynd að eitthvað sé frítt, til dæmis samfélagsmiðlar, en það er bara lygi. Staðreyndin er sú að einstaklingar hafa framleitt verðmæti fyrir þá um langa hríð og þeir selja svo aðgang að þeim til þriðja aðila. Í raun má miklu frekar segja að þú vinnir fyrir samfélagsmiðla, fremur en að þú fáir að nota miðlana þeirra frítt.“ segir Karl Hrannar. Karl Hrannar Sigurðsson segir eftirlitssamfélagið stækka á hverjum degi og að fólk flaggi miklu um eigin hegðun án þess þó að átta sig endilega á því. „Dæmigerður dagur hjá einstaklingi getur verið nokkurn veginn svona. Hann sefur með snjallúr því hann vill mæla gæði svefns. Hann er að passa upp á mataræðið og skráir það allt í app. Á leiðinni í vinnuna gefur síminn upplýsingar um staðsetningu hans á hverjum tíma og auðvitað má heldur ekki gleyma eftirlitsmyndavélunum á leiðinni. Þegar hann mætir í vinnu skráir hann sig inn. Á vinnustaðnum er líka myndavél því yfirmaðurinn vill jú geta fylgst með í símanum hvort fólk sé ekki að vinna. Hann fer út að hjóla og notar app til að mæla vegalengdina. Hann vafrar um á Netinu og notar samskiptaforrit til að eiga í samskiptum við vini og vandamenn. Hann verslar í matinn og borgar með símanum. Hann endar svo daginn á að horfa á Netflix. Allt sem viðkomandi gerði um daginn skilur eftir sig upplýsingar sem einhver getur haft hag af.“ útskýrir Karl Hrannar. Þau Karl og Vigdís segja fæsta gera sér grein fyrir því hversu ítarlega hægt er að fylgjast með. Google viti til dæmis ansi mikið um persónuleg málefni og þú ljúgir ekki að leitarvélinni. „Við segjum Google frá okkar dýpstu leyndarmálum og ótta. Við flettum upp sjúkdómseinkennum, hvað við getum gert til að líða betur og hvernig við eigum að vinna okkur úr vandamálum í hinu daglega lífi. Það er sturlað hvað Google veit og þú rétt getur ímyndað þér hversu margir seilast eftir þessum upplýsingum. Ef þú værir til dæmis sálfræðingur, myndir þú ekki vilja vita hverjir „gúggluðu“ kvíði, vanlíðan og fleira í þeim dúr til að geta birt þeim auglýsingar með þinni þjónustu?“ spyr Vigdís Sigríður. Karl og Vigdís hafa um árabil starfað sem ráðgjafar á sviði persónuverndar. Persónuvernd er nátengd viðfangsefni þáttanna og tengist friðhelgi einkalífs að miklu leyti. „Persónuverndarlögin skipta gríðarlegu miklu máli en margir gera sér ekki grein fyrir því. Ástæðuna má væntanlega rekja til þess að persónuverndarlögin eru flókin og almenningur er vanur því að veita upplýsingar um sig án þess að setja spurningarmerki við það af hverju öll þessi söfnun persónuupplýsinga á sér stað.“ segir Vigdís Sigríður. „Persónuvernd og persónuverndarlöggjöf hljómar leiðinlega í augum margra og skiljanlega kannski, hver er ekki orðinn þreyttur á öllu kökusamþykkinu á öllum vefsíðum í dag. En þetta verndar okkur samt svo mikið og persónuvernd snertir í raun allt sem við gerum á hverjum degi og verndar okkur einkum gegn ágangi ýmissa aðila. Okkur langaði að setja persónuvernd í samhengi við daglegt líf og þá án þess að tala um það á óskiljanlegu lagamáli. Markmiðið með þáttunum er að setja persónuvernd í skemmtilegt samhengi og fjalla um hana á máli sem allir skilja. Og kannski fyrst og fremst að einstaklingar átti sig á öllu eftirlitinu sem þeir eru undir á hverjum einasta degi og afleiðingunum sem það getur haft.“ segir Karl Hrannar. Þættirnir eru orðnir fjórir talsins, sá nýjasti ber heitið Er hægt að fela sig í dag? Fyrri þættir eru Feluleikur lögreglu / Gestabækur veitingastaða, Hið dulda arðrán samfélagsmiðla og Pólitíska vopnið Facebook. Hlaðvarpið má bæði finna á YouTube rás þeirra Vigdísar Sigríðar og Karls Hrannars SEKRETUM og einnig er það aðgengilegt á Spotify. Hér má finna hlaðvarpið á YouTube og hér má finna það á Spotify. Sekretum er einnig á Instagram og á Facebook.
Hér má finna hlaðvarpið á YouTube og hér má finna það á Spotify. Sekretum er einnig á Instagram og á Facebook.
Samfélagsmiðlar Persónuvernd Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira