Streymið allsráðandi á íslenskum tónlistarmarkaði Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. júní 2021 06:33 Tónlistarkonan Bríet naut mikilla vinsælda í fyrra. Instagram/Bríet Um 91 prósent af þeim verðmætum sem skapast vegna einkaneyslu á hljóðritaðri tónlist koma frá streymi. Heildsala tónlistar hérlendis nam rúmum milljarði króna árið 2020 en um er að ræða stærsta árið frá upphafi að nafnvirði. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag og byggt á skýrslu Félags hljómplötuframleiðenda. Í skýrslunni kemur fram að streymi af íslenskri tónlist skilaði 167 milljónum króna í tekjur í fyrra en streymi á erlendri tónlist 763 milljónum. Ef horft er til hljómplatna, hvers sala jókst í fyrsta sinn frá 2011, námu tekjurnar af íslenskum plötum 44 milljónum en erlendum 50 milljónum. Eiður Arnarsson, framkvæmdastjóri Félags hljómplötuframleiðenda, segir í samtali við Morgunblaðið að jafnvel þótt tekjur af sölu tónlistar séu að aukast hér á landi þá minnki hlutdeild íslenskrar tónlistar á sama tíma. Á því séu tvær skýringar. „Aukningin er nær alfarið í streymi og þar er hlutfallið 82% erlend tónlist á móti 18% íslenskrar. Eftir því sem streymið eykst sígur íslenska hlutdeildin á sama tíma. Það er nú bara þannig að þegar þú labbar inn í plötubúð, ef við ímyndum okkur Spotify sem plötubúð, þar sem eru 50 milljón erlend lög, þá er afskaplega lítill fókus á íslenska tónlist. Fyrir utan þetta hefur sú aukning sem orðið hefur í sölu á hljómplötum öll verið í erlendri tónlist,“ segir Eiður. Esjan, lag tónlistarkonunnar Bríetar, var það íslenska lag sem mest var streymt í fyrra. Platan hennar Kveðja var í öðru sæti yfir þær plötur sem mest var streymt en sú íslenska plata sem mest var hlustað á var Vögguvísur með Hafdísi Huld. Tónlist Stafræn þróun Spotify Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Sjá meira
Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag og byggt á skýrslu Félags hljómplötuframleiðenda. Í skýrslunni kemur fram að streymi af íslenskri tónlist skilaði 167 milljónum króna í tekjur í fyrra en streymi á erlendri tónlist 763 milljónum. Ef horft er til hljómplatna, hvers sala jókst í fyrsta sinn frá 2011, námu tekjurnar af íslenskum plötum 44 milljónum en erlendum 50 milljónum. Eiður Arnarsson, framkvæmdastjóri Félags hljómplötuframleiðenda, segir í samtali við Morgunblaðið að jafnvel þótt tekjur af sölu tónlistar séu að aukast hér á landi þá minnki hlutdeild íslenskrar tónlistar á sama tíma. Á því séu tvær skýringar. „Aukningin er nær alfarið í streymi og þar er hlutfallið 82% erlend tónlist á móti 18% íslenskrar. Eftir því sem streymið eykst sígur íslenska hlutdeildin á sama tíma. Það er nú bara þannig að þegar þú labbar inn í plötubúð, ef við ímyndum okkur Spotify sem plötubúð, þar sem eru 50 milljón erlend lög, þá er afskaplega lítill fókus á íslenska tónlist. Fyrir utan þetta hefur sú aukning sem orðið hefur í sölu á hljómplötum öll verið í erlendri tónlist,“ segir Eiður. Esjan, lag tónlistarkonunnar Bríetar, var það íslenska lag sem mest var streymt í fyrra. Platan hennar Kveðja var í öðru sæti yfir þær plötur sem mest var streymt en sú íslenska plata sem mest var hlustað á var Vögguvísur með Hafdísi Huld.
Tónlist Stafræn þróun Spotify Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Sjá meira