Strigaskór og þægindi einkenna búninga flugáhafna Play Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 8. júní 2021 20:01 PLAY Flugfélagið Play fékk hjónin Gunna Hilmarsson og Kolbrúnu Petreu Gunnarsdóttur til þess að hanna búninga flugáhafna félagsins. Gunni vann á dögunum Indriðaverðlaun fatahönnunarfélags Íslandsn fyrir framúrskrandi störf á sviði íslenskrar fatahönnunar. Það er óhætt að segja að einkennisfatnaður Play boði breytta tíma í ásýnd áhafna. Í stað hælaskó og sokkabuxna eru allir í strigaskóm og þægilegum fatnaði, konur sem karlar. Ekki verður gerð krafa um hælaskó og bindi líkt og þekkist víða í þessum bransa. Engar reglur um hárgreiðslu og förðun „Það var alveg magnað að sjá hvað Gunni og Kolla skildu vel þær hugmyndir sem við höfðum fyrir einkennisfatnaðinn. Við lögðum ákveðnar línur um það hvað við vildum fá út úr fatnaðinum og hvernig hann ætti að virka með okkar vörumerki og útkoman er algjörlega frábær,“ segir Jónína Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Play. „Fatnaðurinn á að endurspegla gildin okkar, einfaldleikann, leikgleðina, keppnisandann, jafnrétti og stundvísi. Fólki verður frjálst að velja það sem hentar hverjum og einum og sá tími er liðinn að gerð verði krafa um háa hæla, bindi, hárgreiðslu og farða. Svo er fatnaðurinn bara æðislega flottur, þótt við segjum sjálf frá,“ segir Jónína. PLAY Þægileg snið með góðri teygju „Það var okkur heiður og mikil ánægja að fá að vinna með Play og hanna fatnaðinn. Ferlið er búið að vera afar ánægjulegt enda einstakt að fá að fanga kraftinn í svona frábæru verkefni eins og Play er,” er haft eftir hönnuðunum um verkefnið. „Við vildum nálgast þetta þannig að nota þá tækifærið og reyna að henda út flestum þeim gömlum stöðluðu hugmyndum sem að flugfatnaður hefur stuðst við hingað til. Auka þægindin, fækka reglum sem starfsfólk í þessum fagi þarf oft að fara eftir og gera heildarútlit og notkunarmöguleika PLAY-línunnar eins mikla og hægt er. Við leggjum það þannig upp að einstaklingurinn má í raun velja að klæðast stílum úr allri línunni og blanda þeim saman að vild. Við vildum vinna með þægileg snið, efni sem eru með góðri teygju, sniðin þannig að pláss er fyrir hreyfingu og hugsa þetta meiri í áttina að íþróttafatnaði frekar en hefðbundnum einkennisfatnaði.“ PLAY Myndir af fatnaði flugáhafnar Play voru birtar í dag og er þar rauði liturinn úr merki þeirra auðvitað áberandi. „Við leggjum mikið upp úr notkun á vörumerkinu sjálfu og vildum hafa þetta ferskt og spennandi. Við nostruðum við hvert smáatriði eins og fóður, tölur, prent og fylgihluti og til að ramma inn þægindin þá eru íþróttaskór hluti af línunni. Við lögðum mikla áherslu á að allir framleiðendur og samstarfsaðilar í ferlinu hvort sem það eru efnaframleiðendur eða verksmiðjur væru vottaðar út frá þeim stöðlum sem við setjum okkur frá umhverfis og félagslegum forsendum,“ segja hönnuðirnir um verkefnið. „Þetta er ný nálgun og tímabærar breytingar í flugheiminum,“ skrifaði Gunni í Facebook færslu og deildi myndum af hönnun þeirra fyrir flugfélagið. Fleiri myndir af búningunum má sjá hér fyrir neðan. PLAY PLAY PLAY PLAY PLAY PLAY Tíska og hönnun Fréttir af flugi Play Tengdar fréttir „Þessi verðlaun hafa djúpa merkingu fyrir mig“ Verðlaunahafi Indriðaverðlaunanna 2021 er Gunnar Hilmarsson. Verðlaunin hlýtur hann fyrir framúrskrandi störf á sviði íslenskrar fatahönnunar. 20. maí 2021 15:51 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Það er óhætt að segja að einkennisfatnaður Play boði breytta tíma í ásýnd áhafna. Í stað hælaskó og sokkabuxna eru allir í strigaskóm og þægilegum fatnaði, konur sem karlar. Ekki verður gerð krafa um hælaskó og bindi líkt og þekkist víða í þessum bransa. Engar reglur um hárgreiðslu og förðun „Það var alveg magnað að sjá hvað Gunni og Kolla skildu vel þær hugmyndir sem við höfðum fyrir einkennisfatnaðinn. Við lögðum ákveðnar línur um það hvað við vildum fá út úr fatnaðinum og hvernig hann ætti að virka með okkar vörumerki og útkoman er algjörlega frábær,“ segir Jónína Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Play. „Fatnaðurinn á að endurspegla gildin okkar, einfaldleikann, leikgleðina, keppnisandann, jafnrétti og stundvísi. Fólki verður frjálst að velja það sem hentar hverjum og einum og sá tími er liðinn að gerð verði krafa um háa hæla, bindi, hárgreiðslu og farða. Svo er fatnaðurinn bara æðislega flottur, þótt við segjum sjálf frá,“ segir Jónína. PLAY Þægileg snið með góðri teygju „Það var okkur heiður og mikil ánægja að fá að vinna með Play og hanna fatnaðinn. Ferlið er búið að vera afar ánægjulegt enda einstakt að fá að fanga kraftinn í svona frábæru verkefni eins og Play er,” er haft eftir hönnuðunum um verkefnið. „Við vildum nálgast þetta þannig að nota þá tækifærið og reyna að henda út flestum þeim gömlum stöðluðu hugmyndum sem að flugfatnaður hefur stuðst við hingað til. Auka þægindin, fækka reglum sem starfsfólk í þessum fagi þarf oft að fara eftir og gera heildarútlit og notkunarmöguleika PLAY-línunnar eins mikla og hægt er. Við leggjum það þannig upp að einstaklingurinn má í raun velja að klæðast stílum úr allri línunni og blanda þeim saman að vild. Við vildum vinna með þægileg snið, efni sem eru með góðri teygju, sniðin þannig að pláss er fyrir hreyfingu og hugsa þetta meiri í áttina að íþróttafatnaði frekar en hefðbundnum einkennisfatnaði.“ PLAY Myndir af fatnaði flugáhafnar Play voru birtar í dag og er þar rauði liturinn úr merki þeirra auðvitað áberandi. „Við leggjum mikið upp úr notkun á vörumerkinu sjálfu og vildum hafa þetta ferskt og spennandi. Við nostruðum við hvert smáatriði eins og fóður, tölur, prent og fylgihluti og til að ramma inn þægindin þá eru íþróttaskór hluti af línunni. Við lögðum mikla áherslu á að allir framleiðendur og samstarfsaðilar í ferlinu hvort sem það eru efnaframleiðendur eða verksmiðjur væru vottaðar út frá þeim stöðlum sem við setjum okkur frá umhverfis og félagslegum forsendum,“ segja hönnuðirnir um verkefnið. „Þetta er ný nálgun og tímabærar breytingar í flugheiminum,“ skrifaði Gunni í Facebook færslu og deildi myndum af hönnun þeirra fyrir flugfélagið. Fleiri myndir af búningunum má sjá hér fyrir neðan. PLAY PLAY PLAY PLAY PLAY PLAY
Tíska og hönnun Fréttir af flugi Play Tengdar fréttir „Þessi verðlaun hafa djúpa merkingu fyrir mig“ Verðlaunahafi Indriðaverðlaunanna 2021 er Gunnar Hilmarsson. Verðlaunin hlýtur hann fyrir framúrskrandi störf á sviði íslenskrar fatahönnunar. 20. maí 2021 15:51 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
„Þessi verðlaun hafa djúpa merkingu fyrir mig“ Verðlaunahafi Indriðaverðlaunanna 2021 er Gunnar Hilmarsson. Verðlaunin hlýtur hann fyrir framúrskrandi störf á sviði íslenskrar fatahönnunar. 20. maí 2021 15:51