Halla í peysufötum langömmu sinnar Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 3. janúar 2025 12:59 Halla vakti mikla athygli í peysufötunum. Eyþór Árnason Halla Tómasdóttir forseti Íslands klæddist peysufötum af langömmu sinni Guðbjörgu Magnúsdóttur þegar hún ávarpaði þjóðina á nýársdag. Amma hennar var strandakona og var ávallt kölluð Gugga. Þetta kemur fram í færslu hjá forsetanum á samfélagsmiðlinum Facebook. Halla segist í ávarpi sínu hafa lagt áherslu á sköpunarkraftinn sem íslenskt samfélag sé svo ríkt af að hér virðist allt vera mögulegt. „Peysufötin sem ég klæddist í ávarpinu og við orðuveitingu á nýársdag hafa líka vakið athygli. Það er gaman að segja frá því að þau átti langamma mín Guðbjörg (Gugga) Magnúsdóttir. Þjóðbúningasilfrið, nælu og stokkabelti með eikarmunstri, fékk ég að láni frá Þjóðdansafélaginu og Oddný Kristjánsdóttir, klæðskeri hjá Þjóðbúningastofu, aðstoðaði mig við samsetninguna. Ég kann þeim bestu þakkir fyrir.“ Halla rifjar upp að amma hennar Gugga hafi verið Strandakona. Hún hafi gifst langafa hennar Pétri frá Bolungarvík og hafið með honum búskap þar en þau síðar flust til Ísafjarðar. „Hún gekk afa mínum, Sigurði Péturssyni, í móðurstað, en fyrir átti hún eina dóttur sem hét Halla og ég er skírð í höfuðið á henni skömmu eftir að hún lést fyrir aldur fram. Mér þykir einstaklega vænt um að langamma hafi arfleitt mig af fallegu peysufötunum sínum sem ég lét lagfæra og klæddist stolt á Bessastöðum við þetta hátíðlega tilefni.“ Halla var glæsileg í peysufötunum.Eyþór Árnason Tíska og hönnun Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Mest lesið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Lífið Fleiri fréttir Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
Þetta kemur fram í færslu hjá forsetanum á samfélagsmiðlinum Facebook. Halla segist í ávarpi sínu hafa lagt áherslu á sköpunarkraftinn sem íslenskt samfélag sé svo ríkt af að hér virðist allt vera mögulegt. „Peysufötin sem ég klæddist í ávarpinu og við orðuveitingu á nýársdag hafa líka vakið athygli. Það er gaman að segja frá því að þau átti langamma mín Guðbjörg (Gugga) Magnúsdóttir. Þjóðbúningasilfrið, nælu og stokkabelti með eikarmunstri, fékk ég að láni frá Þjóðdansafélaginu og Oddný Kristjánsdóttir, klæðskeri hjá Þjóðbúningastofu, aðstoðaði mig við samsetninguna. Ég kann þeim bestu þakkir fyrir.“ Halla rifjar upp að amma hennar Gugga hafi verið Strandakona. Hún hafi gifst langafa hennar Pétri frá Bolungarvík og hafið með honum búskap þar en þau síðar flust til Ísafjarðar. „Hún gekk afa mínum, Sigurði Péturssyni, í móðurstað, en fyrir átti hún eina dóttur sem hét Halla og ég er skírð í höfuðið á henni skömmu eftir að hún lést fyrir aldur fram. Mér þykir einstaklega vænt um að langamma hafi arfleitt mig af fallegu peysufötunum sínum sem ég lét lagfæra og klæddist stolt á Bessastöðum við þetta hátíðlega tilefni.“ Halla var glæsileg í peysufötunum.Eyþór Árnason
Tíska og hönnun Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Mest lesið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Lífið Fleiri fréttir Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira