Reyndi að nema barn á brott: Stúlkan stóð sig eins og „ofurhetja“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. júní 2021 11:15 Atvikið átti sér stað á leiksvæði við Funafold. Mynd/Google Maður gerði tilraun til að nema sjö ára stúlku á brott í gærkvöldi, á leikvelli í Funafold. Faðir stúlkunnar telur líklegt að verknaðurinn hafi verið skipulagður fyrirfram en stúlkan brást hárrétt við og tókst að hrekja manninn á brott. Stúlkan var á leikvellinum með systkinum sínum þegar atvikið átti sér stað. Þegar þau brugðu sér frá til að fara á salernið kom maðurinn gangandi og bauð stúlkunni að koma að sjá hundana sína. „Hún sagði nei og þá brást hann þannig við að hann grípur utan um hana, lyftir henni upp og heldur henni að sér. Þá brestur hún í reiðigrát og gefur honum hnéspark í punginn,“ segir faðir stúlkunnar, Ragnar Örn Ottósson. Manninum virðist bregða við öskur og mótþróa stúlkunnar og lét sig hverfa. „Hann tekur á sprettinn í burtu. Það kom maður að sem sá hann ekki en sá í afturendann á honum og þá var hann á fleygiferð,“ segir Ragnar. Hann segir leit að manninum hafa farið strax af stað og lögreglu borið að garði um fimm mínútum eftir að atvikið. Ekkert hafi hins vegar sést til mannsins, sem Ragnar segir vekja grunsemdir um að tilraunin hafi verið skipulögð fyrirfram. Stúlkan gat gefið góða lýsingu af manninum; hann var dökkhærður með brún augu, um það bil 170 til 180 cm, klæddur grárri peysu og gráum íþróttabuxum. Þá er hann með bólur og freknur. Hefur þegar heyrt af öðru áþekku atviki Ragnar segist ekki síst vilja koma málinu á framfæri til að freista þess að fá fólk til að kanna hvort atvikið hafi mögulega náðst á eftirlitsmyndavélar í nágrenninu. Hann furðar sig á því að það sé ekki að minnsta kosti ein myndavél við hvern leikvöll. „Maður veltir því fyrir sér af hverju það er ekki hægt að setja upp einhverjar digital myndavélar á svona leiksvæðum,“ segir hann og bendir á að myndavélar hafi verið settar upp við grunnskóla. Ragnar er þakklátur lögreglu fyrir að bregðast skjótt við og taka málið alvarlega. Hún kannaðist ekki við önnur mál af þessu tagi en Ragnar hefur þegar fengið símtal frá konu sem sagði dóttur sína hafa lent í svipuðu. „Það var maður sem nálgaðist stúlku með hund og gaf henni ís. Svo bauð hann henni að koma seinna og sagðist þá ætla að gefa henni pening,“ segir hann um lýsingu konunnar. Dóttur Ragnars líður ágætlega og segir hann fjölskylduna hafa lagt áherslu á að hrósa henni fyrir að standa sig vel í erfiðum aðstæðum. Þau vilji ræða málin og benda henni á að hún hafi staðið sig eins og ofurhetja, frekar en að fela umræðuna fyrir henni. Það séu frekar foreldrarnir sem nú séu uggandi gagnvart því að leyfa börnunum sínum að leika sér úti án eftirlits. „Þetta mun taka einhvern tíma,“ segir Ragnar. „Þetta er orðið slæmt þegar maður getur ekki sent barnið sitt út á róló á Íslandi.“ Fréttin hefur verið uppfærð með klippu með viðtali við Ragnar í Reykjavík síðdegis. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Fleiri fréttir Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Sjá meira
Stúlkan var á leikvellinum með systkinum sínum þegar atvikið átti sér stað. Þegar þau brugðu sér frá til að fara á salernið kom maðurinn gangandi og bauð stúlkunni að koma að sjá hundana sína. „Hún sagði nei og þá brást hann þannig við að hann grípur utan um hana, lyftir henni upp og heldur henni að sér. Þá brestur hún í reiðigrát og gefur honum hnéspark í punginn,“ segir faðir stúlkunnar, Ragnar Örn Ottósson. Manninum virðist bregða við öskur og mótþróa stúlkunnar og lét sig hverfa. „Hann tekur á sprettinn í burtu. Það kom maður að sem sá hann ekki en sá í afturendann á honum og þá var hann á fleygiferð,“ segir Ragnar. Hann segir leit að manninum hafa farið strax af stað og lögreglu borið að garði um fimm mínútum eftir að atvikið. Ekkert hafi hins vegar sést til mannsins, sem Ragnar segir vekja grunsemdir um að tilraunin hafi verið skipulögð fyrirfram. Stúlkan gat gefið góða lýsingu af manninum; hann var dökkhærður með brún augu, um það bil 170 til 180 cm, klæddur grárri peysu og gráum íþróttabuxum. Þá er hann með bólur og freknur. Hefur þegar heyrt af öðru áþekku atviki Ragnar segist ekki síst vilja koma málinu á framfæri til að freista þess að fá fólk til að kanna hvort atvikið hafi mögulega náðst á eftirlitsmyndavélar í nágrenninu. Hann furðar sig á því að það sé ekki að minnsta kosti ein myndavél við hvern leikvöll. „Maður veltir því fyrir sér af hverju það er ekki hægt að setja upp einhverjar digital myndavélar á svona leiksvæðum,“ segir hann og bendir á að myndavélar hafi verið settar upp við grunnskóla. Ragnar er þakklátur lögreglu fyrir að bregðast skjótt við og taka málið alvarlega. Hún kannaðist ekki við önnur mál af þessu tagi en Ragnar hefur þegar fengið símtal frá konu sem sagði dóttur sína hafa lent í svipuðu. „Það var maður sem nálgaðist stúlku með hund og gaf henni ís. Svo bauð hann henni að koma seinna og sagðist þá ætla að gefa henni pening,“ segir hann um lýsingu konunnar. Dóttur Ragnars líður ágætlega og segir hann fjölskylduna hafa lagt áherslu á að hrósa henni fyrir að standa sig vel í erfiðum aðstæðum. Þau vilji ræða málin og benda henni á að hún hafi staðið sig eins og ofurhetja, frekar en að fela umræðuna fyrir henni. Það séu frekar foreldrarnir sem nú séu uggandi gagnvart því að leyfa börnunum sínum að leika sér úti án eftirlits. „Þetta mun taka einhvern tíma,“ segir Ragnar. „Þetta er orðið slæmt þegar maður getur ekki sent barnið sitt út á róló á Íslandi.“ Fréttin hefur verið uppfærð með klippu með viðtali við Ragnar í Reykjavík síðdegis.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Fleiri fréttir Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Sjá meira